Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 45
VÍSUR OG KVÆÐI.
43
Gimsteinum fegri og gulli þá
glóa þær liönu æfistundir.
Eg dreg og dreg sem mest eg má,
því meir,a. en nóg er boröi undir.
Hjartað meö tárum þakkar þér,
— það liefir ekkert skárra aö bjóöa—
frá þér, minn hjartans auður er,
mitt einka. hjartans barnið góöa.
Loks þegar dagur lýsa fer,
lykkja eg upp úr djúpi vaðinn;
ánægöan mig þá sólin sér,
af sælu-stundum bátinn hlaðinn.
Svo tek eg sérhvern fegins fund
og fel hann aftur í skauti Drafnar.
og hverja yndis- og ástarstund,
öreigi kem eg svo til hafnar.
Sú kemur stund, eg ekki á
afturkvæmt hér aö lifsins ströndum.
Fyrir borö ekki ber eg þá
beztu lífsstundir fullum höndum;
þá leita eg að þeirri strönd,
hv.a.r þú og pabbi fyrir bíðið;
svo tek eg hvort í sína hönd,
og svo er úti dauðastríðið.
Margt er Seyðisfirði frá.
Margt er Seyðisfirði frá
fréttalegt um þessar mundir,
þar fljúgast nú allir á,
engum tekst að skilja þá;
stundum tvo og stundum þrjá
sterki Björn þá ieggur undir.
Margt er Seyðisfirði frá
fréttalegt um þessar mundir.
Háðkviðlingar hanga þar
'húsum á og gatnamótum;
hreppnum rétt til háðungar
hagmælskan er lítil þar;
össuhlöss eru alstaðar
undir þeirra tungurótum.
Háðkviðlingar hanga þar
húsum á og gatnamótum.
Sýslumaður sækir á,
sagt er Skapti þykist góður.
“Höggin,” segir hann, “hvergi smá,
hröklist Einar til og frá.”
Kominn sjötugsaldur á
er hann Skapti og gerist móður.
Sýslumaður sækir á,
sagt er Skapti þykist góður.
Þúsund krónur! Þetta má
þjóðin borga, ef hún getur.
Norðan genginn öndrum á,
eitthvað þarf hann Bensi að fá
fyrir alt sitt ferðastjá
og frammistöðu í allan vetur.
Þúsund krónur! Þetta má
þjóðin borga, ef hún getur.
Ekki fær hann Bjarni bezt,
blöðin rifa hann nú sundur.
Halldór tekur hann hvað verst
— hann sem forðum rak út prest,—
Sagt er Jökull “svínabest”
sé nú orðinn rithöfundur.
Ekki fær hann Bjarni bezt,
blöðin rífa hann i sundur.
Fleira á Seyðisfirði sker,
en fréttir þessar læt eg nægja.
Seinna skal eg segja þér,
sögulegt hvað þar við ber;
það er að segja, ef það er
eitthvað, sem þig kynni hlæja.
Fleira á Seyðisfirði sker,
en fréttir þessar læt eg nægja.
Endurfundur.
Nú er dauða dagur þinn
dagur hörmunganna;
Nálgast dauða dagur minn,
dagur samfundanna.