Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 47
Eftir Sigurð Skúluson.
• i.
Flestir kannast við Þjófafoss í
Þjórsá. Hann er nálægt suður-
horni Búrfells, þar sem áin beygir
fyrir fjallsranann. Nálægt fossin-
um breytir áin, sem all-lengi hefir
runnið til suðvesturs, um stefnu.
Beygir hún þar skyndilega því sem
næst til norðvesturs, með nokkrum
boga til norðurs. Þessari stefnu
heldur hún síðan frá suðurhorni
Búrfells eða Þjófafossi og alla leið
að Hagafjalli í Gnúpverjahreppi. Á
þeirri leið skilur áin norðurhorn
Landsveitar og Þjórsárdal.
Þar sem Búrfell ræður takmörk-
um Þjórsárdals að austan, en
Hagafjall að vestan, er auðsætt af
framangreindu, að Þjórsá girðir að
mestu fyrir dalsmynnið, eða ræður
suðurtakmörkum dalsins, en vegna
bogans til norðurs beygir áin
nokkuð inn í hann. Nafnið Þjórs-
árdalur virðist því nokkuð villandi
fyrir ókunnuga, sem myndu hugsa
sér ána renna eftir dalnum, sbr. t.
d. nöfnin Laxárdalur, Blöndudalur,
Norðurárdalur o. s. frv. Virðist
nafnið því kynlegra, þar sem áin
Fossá, allmikið vatnsfall, fellur eft-
ir sjálfum dalnum, suður í Þjórsá,
og sýndist vel mega kenna dalinn
við hana, enda kallar Jón Egilsson
hann Forsárdal í Biskupa-annálum
sínum. Annars er Þjórsá eðlilega
langmesta vatnsfallið þarna, og þar
sem henni veitir nokkuð inn í dals-
mynnið, verður varla sagt, að nafn-
ið Þjórsárdalur sé með öllu rangt.
Það er a. m. k. notað í elztu heim-
ildum, eins og síðar mun vikið að,
og er þar vafalaust látið ná yfir
dalinn og umhverfi hans.
Merkileg ritgerð um Þjórsárdal
er í Árbók hins íslenzka Fornleifa-
félags 1884—5, eftir Brynjólf Jóns-
son frá Minna-Núpi. Er þar mjög
nákvæm lýsing á dalnum og um-
hverfi hans, og fylgja góðir upp-
drættir með skýrslu um öll ör-
nefni, er þektust í dalnum. Þá er
ritgerð þessi og hin bezta heimild
sagna þeirra um dalinn og íbúa
hans, er varðveizt hafa ritaðar, eða
á vörum bændafólks þar eystra.
Kaalund hefir í Topographi sinni
mjög farið eftir lýsingu Brynjólfs.
Hún er og öllum hent, þeim, er
vilja kynnast ítarlega þessu efni.
Var Brynjólfur manna kunnugast-
ur á þessum slóðum og manna ó-
Ijúgfróðastur. — Þá má finna góð-
ar jarðfræðilegar lýsingar á daln-
um í ritum Þorvaldar Thoroddsens,
og eru þessar helztu heimildir um
Þjórsárdal, aðrar en fornritin.
Dalurinn liggur frá norðri til
suðurs, þó örlítið vesturhalt. Brún-
ir hans eru með fjöllum og háls-
um, enda gengur hann inn í há-
lendið allmikið, austur af Gnúp-
verjahreppi. Takmörk dalsins eru
þessi. Að vestan Hagafjall syðst,
eins og áður er getið. Þó er bær-
inn Hagi sunnan undir fjallinu tal-
inn til Þjórsárdals; með því móti