Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 53
FRÁ ÞJÓRSÁRDAL
51
alls ekki tímasett atburðinn ná-
kvæmlega. Þar segir svo í 41.
kap.: “Það skeði og hér hjá oss
á fyrri tímum mjög snemma ég
þenki í tíð þessara hiskupa, að eld-
ur kom upp í Rauðakömbum, þ. e.
fyrir framan Forsá, en fyrir norð-
an Skriðufell. Þá var Hagi í miðri
sveit og þeirra þingstaður. Sá eld-
ur brendi allan Forsárdal, bæði
skóga og bæi; það voru alls XI bæ-
ir; til þeirra sér enn merki og hétu
á Beigaldastöðum, Stöng, Steina-
staðir, Sámsstaðir, þar hafði Hjalti
á Núpi bú og var þá kristni lögtek-
in í landi, því hefir sá eldur seinna
upp komið, en hvenær það skeði
sérlega veit eg ekki datum”. Þessa
skýrslu hafa síðan yngri sagna-
menn tekið upp í rit sín eftir Bisk-
upa-annálum. Espólín lætur gos-
ið vera 1343. Hinir eldri íslenzku
annálar geta alls ekki um gos
þetta, segir Þorv. Thor. Hins vegar
telur Halldór Jakobsson það hafa
orðið 1311, sbr. bók hans: Fuld-
stændige Efterretninger om de ude
i Island ildsprudende Bjerge, bls.
26. En þá heimild telur Þorv.
Thor. illa og ómerka; heri hún m.a.
víða vott um staka vanþekkingu
á landafræði íslands. Frásögn Jóns
Egilssonar er mjög óákveðin, og
verða naumast dregnar af henni
öruggar ályktanir um gos þetta.
Þá bendir hún og á ókunnugleik
hans á Þjórsárdal. Hvað mun um
þá er fjar bjuggu og hermdu þessa
frásögu hugsunarlítið eftir Bisk-
upa-annálum, án þess að hafa
nokkurntíma skoðað Rauðukamba.
— Og sjón er sögu ríkari. Þorv.
Thoroddsen rannsakar Þjórsárdal
og umhverfi hans árið 1888, og
kemst þá að þeirri niðurstöðu, að
Rauðukambar hafi aldrei gosið.
Það eru líparíthryggir mjög gaml-
ir, segir hann, og enginn vottur
fyrir eldsumbrotum. Ekki getur
hann heldur séð þess nein merki,
að gosið hafi í dalnum síðan á
landnámstíð. Hvaðan er þá hraun-
ið í Þjórsárdal neðanverðum kom-
ið og hvenær hefir það runnið?
Þorvaldur telur víst, að mikill hluti
þess hafi runnið upp um sprungur
í dalnum sjálfum, og færir sönnur
fyrir því í Ferðabók II. bls. 166.
Hann telur hraun þetta hafa runn-
ið löngu fyrir landnámstíð, því að
er dalurinn bygðist, hafi það alt
verið hulið jarðvegi. “Bæirnir sum-
ir hefðu ekki getað verið þar, sem
rústir þeirra eru, ef hraunið hefði
ekki verið til áður en þar bygðist,”
segir hann.
Því er þá enn ósvarað, hversu
hin blómlega bygð Þjórsárdals hafi
eyðst, en það telur Þorvaldur vafa-
laust, að þar hafi verið graslendi og
skógar, enda óhugsandi, að jafn-
margir bæir hefðu staðið í ófrjóu
dalverpi eins og rústirnar þar
benda til. Þorvaldur telur dalinn
hafa eyðst af vikurfalli, eða það
hafi a. m. k. orðið tilefni þess, að
hann fór að blása upp. Vikur-
hrannirnar svörtu í dalnum, segir
hann að stafi frá Heklugosum, en
hinar hvítu vikurbreiður, sem séu
eldri en landnámstíð, telur hann
vera úr gosborg á Landmanna-
afrétt, sbr. rannsóknir hans 1889
(Ferðahók II. bls. 170). Ógæfu-
valdurinn Hekla á þá að hafa eytt
dalinn, að hyggju Þorvalds. Þetta
ætti sízt að koma á óvart, því að
hún er aðeins rúmar tvær mílur í
suðaustur frá Þjórsárdal. Nú vill
svo til, að eitt hið mesta Heklugos,