Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 57
FRÁ ÞJÓRSÁRDAL
55
sem moldarleirur hefðu verið til
skamms tíma.
Fjöldi ferðamanna fer nú á
liverju sumri að skoða Þjórsárdai
og héraðið í kring. Þar er og flest
það að sjá, sem einkennir stórfelda
íslenzka náttúru. Há fjöll, fagrir
fossar, eyðisandar, iðjagrænar
skógarhlíðar með tærum berg-
vatnslækjum og brunahraun; alt
þetta skiftist á í dalnum og um-
hverfinu. En til suðausturs gnæf-
ir Hekla yfir kolbláan fjallgarð-
inn, með hraunluktum rótum.
Margir fá að sjá þetta svipmikla
fjall í heiði, annars þykir ferða-
mönnum hún nokkuð oft þurfa að
falda sér með þokublæju. Sunn-
ar til austurs gnæfa Tindafjöll og
Eyjafjallajökull upp yfir fjallgarð-
inn. Þeir, sem hafa ferðast inn í
Þjórsárdalinn á blíðu síðsumar-
kvöldi, þegar hið létta næturhúm
breiðir skuggahjúp sinn yfir hér-
aðið, og skógarilmurinn, sem berst
fyrir blænum innan úr dalnum, fyll-
ir loftið angan, hljóta að minnast
þess með hrifningu. Þegar komið
er inn fyrir Haga, er skamt til
Gaukshöfða, sem gnæfir eins og
útvörður dalsins. Vestan við höfð-
ann liggur vegurinn niður við
Þjórsá. Þar sem vænlegast virðist
til fyrirsáts, er steinn mikill, og á
þar að hafa staðið kross í pápískri
tíð. Skyldi hver gefa þar til, er
um veginn fór, og kallað “að gefa
Gauki”. Br. J. kveður þá venju
hafa haldist fram undir 1850, að
kasta til steinsins í gamni, steini,
hríslukvisti eða öðrum smávegis-
gjöfum til Gauks. Innar með ánni
er annar fagur höfði, Bringur, en
þaðan er skamt til Ásólfsstaða.
Sjálfur eyðidalurinn er eiginlega
milli Skriðufellsfjalls og Búrfells,
þótt hið fyrnefnda sé, eins og áður
er getið, aðeins skoðað sem fjall-
rani fram í dalinn.
Tveir fagrir staðir í Þjórsárdal
munu nú valda miklu um hinar
tíðu ferðir almennings þangað.
Þessir staðir eru í daglegu tali
nefndir “Gjáin” og “Hjálp”. Frá
Ásólfsstöðum telja dalbúar hæfi-
lega tveggja tíma ferð, ríöandi
mönnum, inn í “Gjá”, en þaðan er
tæp klukkutímaferð suður að
“Hjálp”. Tryggara er fyrir ókunn-
uga að hafa leiðsögumann til staða
þessara, því að furðu lítið ber á
þeim og getur tekið nokkurn tíma
að finna þá, þó greinilega sé til
vísað. “Gjáin” er milli Skeljafells
og Stangarfjalls. Það er gljúfur
eitt allmikið í hrauninu, neðst í
svokallaðri Bolagróf, skamt frá
Sprengisandsleiðinni. — Niðri í
“Gjánni” er allfagurt graslendi
með uppsprettulindum, en Rauðá
rennur eftir henni og myndar víða
smáfossa. Komast má með lausa
hesta niður í “Gjána”, og í hellum,
sem þar eru, hafa ferðamenn
stundum náttból.
“Hjálp” er hér um bil í suður frá
Gjánni, vestan undir Skeljafelli.
Það er grasflöt við Fossá, sem
skömmu ofar steypist niður af
austurbrún hraunsins og myndar
fagran foss, kendan við fitina. Á
fossbrúninni er hólmi, skógi vax-
inn, í ánni, er klýfur fossinn. Und-
ir bergbrúninni er silungahylur.
Fyrir neðan hann ganga tveir
stuðlabergsveggir fram í ána, hvor
á móti öðrum. Þegar farið er yf-
ir ána skamt fyrir neðan fossinn,