Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 58
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLHNDINGA
virðist hún koma út úr einskonar
kvíadyrum milli dranganna. And-
spænis fossinum er fögur gras-
brekka, vel fallin til áningar. —
Nafnið “Hjálp” segir Br. J., að
áðurnefnd grasfit dragi sennilega
af því, að Gnúpverjar leiti þar á
haustum haga fyrir fjallsafn sitt.
sbr. Skeiðamannahólma innan við
Fossá, móts við Reykholt; hafa
Skeiðamenn þar, að sögn, náttstað
í fjall-leitum.
Þegar haldið er frá “Gjánni” suð-
ur að “Hjálp”, er fyrst farin þjóð-
leiðin niður úr hraunbrúninni, en
er kemur vestur fyrir norðurenda
Skeljafells er beygt suður með því.
Þar eru breiðir vikrar og sér eigi
stingandi strá. Gæti þar her manns
riðið samhliða og svo er yfirleitt í
Þjórsárdal. Suður með fjallinu
skamt fyrir norðan “Hjálp”, er
Skeljastaðarústin, sem áður er get-
ið. Síðastliðið sumar voru þar eigi
aðrar leifar en fáeinar steinaraðir
í sandinum og hauskúpa sú, er eg
hefi áður minst á.
Um þau örnefni í sjálfum daln-
um og umhverfi hans, sem eigi hef-
ir verið getið hér, vísast til nafna-
skrár Br. J. aftan við ritgerð hans
í Árb.
Þó að liér liafi sumstaðar verið
farið nokkuð fljótt yfir sögu, ætti
mönnum tæplega að dyljast, að
fýsilegt muni að koma í Þjórsár-
dal að sumarlagi.
Langflestir fara þangað til þess
að reyna gæðinga sína inn dalinn,
skoða “Gjána” og “Hjálp”, og njóta
hins fagra útsýnis til austurfjall-
anna og suður yfir Landsveitina.
Það er og ærið erindi.
Mér finst að skáldum vorum
lilyti að vera það mikil sálubót og
andleg hressing að koma í Þjórsár-
dal. Góðkunnir málarar hafa dval-
ið þar langvistum og horfið heim
aftur með fjölda merkilegra mynda.
Fornfræða- og jarðfræðirannsókn-
ir hafa og verið gerðar þar að mikl
um mun, til hægöarauka fyrir
unga vísindamenn í þeim greinum.
En skáld vor og sagnamenn hafa
enn eigi hafið pílagrímsferðir til
dalsins. í kyrðinni og auðninni,
innan um liinar fornu rústir, ættu
að geta skapast kynjamyndir í huga
skáldsins.
Síðan eg kom úr Þjórsárdal, lief-
ir mér stundum flogið í liug, live
furðu svipuð hafi orðið örlög þessa
merkilega héraðs og kappans
Gauks Trandilssonar. Sú líking er
auðsæ. En þá vaknar þessi spurn-
ing:
Hverjir verða til þess að skapa
að nýju sögu Þjórsdæla og gera
minningu Gauks Trandilssonar að
þjóðareign?