Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 59
<Gr©<§úuir ©©irMflir.
(Æfintýri.)
Eftir J. Ma^nfiN Bjarnason.
Einu sinni endur fyrir löngu
réð drotning ein, væn og vitur, fyr-
ir smáríki nokkru í Austurheimi.
Hún var nýorðin ekkja, þegar hún
settist að völdum, og átti hún
nokkur börn, sem enn voru ung
og smá.
En um þær mundir, er hún tók
við stjórn, herjuðu ræningjar á ríki
hennar. Var þá hin mesta óáran
þar í landi, og dundu fádæma hörm-
ungar yfir þjóðina: eldgos, land-
skjálfti, óhagstæð veðrátta, hung-
ursneyð og drepsótt.
Þá kom drotningin yngsta syni
sínum, sem enn var ómálga barn,
til fósturs hjá ungri konu af aðals-
ættum, er heima átti í fjarlægu
landi, og bjó þar sem heitir að
Breiðu-Ökrum.
Þegar fram liðu stundir, breytt-
ist alt smátt og smátt til batnaðar
í ríki drotningar. Hún rak ræningj-
ana brátt af höndum sér. Eldgos-
um og landskjálftum linti, árferði
batnaði, og skjótt kom þar almenn
heilbrigði og velmegun.
En nú er að segja frá yngsta syni
dotningarinnar'. Hann ólzt upp á
Breiðu-Ökrum, og unni fóstran
honum hugástum. Lærði hann alt,
sem ungum konungssonum var
kent á þeim dögum. Hann skaraði
brátt framj úr öllum jafnöldrum
sínum að lærdómi og fögrum list-
um, og bar jafnan hæsta lilut úr
bítum á íþrótta,mótum. Og fór
snemma mikið frægðarorð af hon-
um víða um lönd.
Þá er hann var kominn á lögald-
ur, tókst hann ferð á hendur heim
til ættjarðar sinnar. Tók drotn-
ingin, móðir hans, honum fegins
hendi, systkini hans glöddust, og
öll þjóðin fagnaði honum eins og
framast mátti verða, og gerði hon-
um alt til sæmdar og ánægju.
Drotningin sá að hann var allra
manna vöxtulegastur og vænstur
sýnum, og hún komst brátt að því,
að hann var einnig allra manna
vitrastur og bezt mentaður. Og
hana langaði til að vita, hvort hann
væri ekki jafnframt góður sonur.
Einhverju sinni sagði liún við
hann:
“Hvernig lízt þér á ættland þitt
og þjóðina?”
“Þjóðin er liraust og bráðgáfuð,”
svaraði hann; “landið er frjósamt
og frítt, og himininn blár.”
“Viltu þá ekki sonur minn, í-
lengjast hér lijá oss, ættfólki þínu,
og taka þátt í stjórn landsins?”
“Ekki vil eg það,” svaraði hann.
“Því að skylda mín býður mér að
vinna fóstru minni alt það gagn,
sem mér er mögulegt.”