Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 62
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
leyti. Og aldrei sá eg hann í ein-
ikennisbúningi. Eg sá hann stund-
«m á ferð með miðaldra konu, sem
var forkunnar-fríð sýnum og fall-
eg í vexti. Mörgum varð starsýnt
á þau, þegar þau gengu hlið við
hlið eftir strætinu, því að þau höfðu
á sér eitthvert útlent höfðingja-
snið, sem þó var laust við alla til-
gerð og alt dramb.
Lengi var eg í vafa um það,
hverrar þjóðar hann væri. í fyrstu
hélt eg samt að hann væri Eng-
lendingur, bæði vegna þess að
seinna nafnið hans var enskt, og
líka af því, að hann bar enskuna
fram eins og menn, sem eru upp
aldir í Lundúnaborg. En skírnar-
nafn hans var þó franskt. Andlit-
ið minti á spánverskan aðalsmann;
og eftir fasi og limaburöi hans að
dæma, hefði maður getað hugsað
að hann væri ítalskur greifi. —
Það var eins og hann kærði sig
ekkert um að láta mig vita um
þjóðerni sitt.
“Eg er heimsborgari,” sagði
hann þegar eg spurði hann um það.
“Og öll jörðin er mitt föðurland.”
Og hann brosti undur ánægjulega,
þegar liann sagði þetta.
“En þú hefir verið á Englandi,”
sagði eg.
“Já. Eg liefi haft náin kynni af
þokunni í Lundúnum. Og eg þekki
líka danshallirnar í Parísarborg.
Eg hefi setið í gondólum í Feneyj-
um og vilzt á götunum í Mikla-
garði.”
En eg var engu nær um þjóð-
erni hans fyrir það.
Einu sinni sagði eg við hann:
“Veiztu það, majór Sigurney, að
eg er íslendingur?” spurði eg.
“Nei. En eg sá þó einn íslenzk-
an mann áður en eg sá þig, og svip
hans gleymi eg aldrei.”
“Hvar kyntist þú honum?” sagði
eg.
“Eg sá hann sem snöggvast á
sjúkrahúsinu í Juneau í Alaska.”
“Hvað hét hann?” sagði eg.
“Það fékk eg aldrei að vita.”
“Hvað varð um hann?”
“Hann dó.”
“Og hvenær var þetta?” spurði
eg, og fór að verða forvitinn.
“Það var vorið 1907.”
“Segðu mér um þetta eins og
það gekk til,” sagði eg.
“Það er nú ekki löng saga,”
sagði majór Sigurney. “En eg man
það samt eins glögt og það hefði
skeð í gær. — Það var þann 17.
júnímánaðar 1907. Eg lá þá á
sjúkrahúsinu í Juneau í Alaska, en
var á góðum batavegi. Þann dag
komu þangað fjórir Indíánar mleð
hvítan mann, þunglega veikan.
Þeir kváðust hafa fundið hann sex
dögum áður lengst upp með Taki-
fljóti; hafði hann þá verið mjög
máttfarinn, og hnignaði honum
með hverjum degi unz hann varð
með öllu rænulaus, þegar þeir náðu
til Juneau. Hann var undireins
settur í þá deild sjúkrahússins, sem
eg var í, og lagður í næsta rúm.
Eg gat því vel virt hann fyrir mér,
og man eg vel eftir útliti lians.
Hann var á bezta aldri, lágur vexti,
kraftalegur og rekinn saman um
lierðarnar. Hann var bjartur yfir-
litum, bláeygur, mjög ljós á hár
og skegg og heldur stórskorinn í
andliti. Hann var búinn eins og
málmnemi, hafði belti um sig miðj-
an og hékk þar í tóm marghleypa
í leðurhulstri. 1 brjóstvasa á skyrtu
hans var veski úr togleðri, sem í