Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 63

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 63
MAJÓR SIGURNEY 61 var hnefafylli af gullsandi og þrjú laus blöð úr lítilli skrifbók. Voru tvö af blöðum þessum þéttskrifuð báðumegin, en á þriðja blaðinu voru aðeins þrjár línur, og voru þær skrifaðar með blýant, en alt hitt með bleki og penna. — Daginn eftir að maður þessi kom í sjúkra- húsið, fékk hann aftur rænuna um stutta stund. “Eg er íslendingur,” sagði hann, “og eg þarf endilega að tala við einhvern, sem skilur íslenzka tungu, því að eg veit að eg er að deyja.” — Hann sagði þetta við hjúkrunarkonuna. Hún hljóp undireins fram til þess að segja spítalalækninum frá þessu. Á meðan sagði hann nokkur orð við mig; en hann átti erfitt með að tala, og eg átti bágt með að skilja hann; enda var hann óðum að missa rænuna aftur. Eg skildi það samt, að hann vildi endilega ná tali af íslendingi, og að systir sín yrði um fram alt að fá gullið, sem hann hefði fundið í fjöllunum. “Hvar er guilið, sem þú fanst?” spurði eg. “Taki-fljót,” sagði hann. “Hvar er systir þín ? ” sagði eg. “íslandi,” svaraði hann. “Hvað heitir hún?” spurði eg. Hann sagði mér það, en það var langt útlent nafn, og eg gat ekki fest það í minni. “Hvað heit- ir þú?” sagði eg. En það fór á sömu leið, eg gat ekki fest það í rninni; því að það var bæði ákaf- lega langt og hljómaði svo undar- lega í eyrum mínum, og hann bar það líka mjög óskýrt fram. Eftir örfáar mínútur kom hjúkrunar- konan aftur og læknirinn með henni; þá var íslendingurinn búinn að missa rænuna á ný. Og klukku- tíma síðar var hann örendur. — Það var leitað durum og dyngjum að íslendingi um alla Juneau; en þar fanst enginn af þeim þjóðflokki nema hinn framliðni málmnemi. Og þó enginn þar vissi nein deili á honum, þá fylgdu honum margir til grafar. — Hvað skrifuðu blöð- unum viðvíkur, sem fundust í vesk- inu, þá var það alt á útlendu máli, sem á þeim stóð skrifað, og voru þau send ásamt öðru, sem maður þessi hafði meðferðis, til yfirvald- anna, og þau létu, að sögn, þýða á ensku það, sem, á þeim (blöðun- um) var. En sú fregn barst til Juneau, að á blöðunum hefði ekki annað verið en lýsing á landinu fram með Taki-fljóti, og að ekkert á þeim blöðum hefði gefið það til kynna, hver þessi íslenzki málm- nemi var. — Og svo kann eg ekki þessa sögu lengri. En eg gleymi aldrei svip Islendingsins; og mál- rómur hans ómar enn í eyrum mín- um.” Eitt kvöld, skömmu eftir að majór Sigurney sagði mér söguna um ís- lenzka málmnemann, þá bað hann mig að koma með sér heim til sín, því hann kvaðst vilja sýna mér mynd, sem systir sín hefði málað nýlega. Og gekk eg með honum heim til hans. Hann bjó í snotru liúsi, sem hann átti sjálfur. Skamt frá því gnæfði hátt og tigulegt grenitré, og þaut ömurlega í því, þegar vindur stóð af hafi. Strax og við komum inn í hús- ið, kom á móti okkur konan for- kunnar fríða, sem eg hafði nokkr- um sinnum séð á gangi með hon- um. “Þetta er hún Jacinta systir mín,” sagði hann við mig; “og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.