Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 66
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
og gekk majór Sigurney til dyra
og talaði nokkra stund við mann,
sem hringt hafði bjöllunni.
“Af hverju er það þín vegna, að
bróðir þinn er hér?” sagði eg við
Jacintu, þegar bróðir hennar gekk
til dyranna.
“Af því að eg er önnur Mary
Lamb, og bróðir minn er annar
Charles Lamb. Hann hefir fórn-
fært öllu mín vegna — hefir neitað
sér um allar unaðssemdir lífsins
mín vegna — hefir hafnað auðlegð
og völdum vegna mín — og hefir
aldrei látið stúlkuna, sem hann
elskar út af lífinu, vita að hann
elskar hana — alt vegna mín!”
“Þú líkir ykkur systkinunum við
Mary og Charles Lamb,” sagði eg.
“Já,” sagði hún.
‘Eruð þið þá eins hrifin af
Shakespeare og þau voru?” spurði
eg. — En samt grunaði mig að það
væri annað, sem hún ætti við, því
eg hafði lesið æfisögu þeirra Mary
og Charles Lamb.
“Nei, nei,” sagði hún stillilega,
og það var angurværð í röddinni.
Nei, eg les aldrei Shakespeare. Og
hvað það snertir, er eg ekkert lík
Mary Lamb; en eg er við og við
vitstola, eins og hún.”
“Hvaða fjarstæða, systir mín,”
sagði bróðir hennar, sem kom inn
í stofuna til okkar í þessu. “Þú
ert aldrei vitstola, en þú ert á
stundum angurvær.”
Nokkru síðar kvaddi eg systkin-
in og fór heim. Og þetta var í eina
skiftið, sem eg kom í hús þeirra.
— En eg sá majór Sigurney oft og
einatt eftir það. Og stöku sinnum
sá eg þau systkinin á gangi eftir
Commercial Drive. Þau gengu
hlið við hlið hægt og tigu-
lega, og mörgum varð þá star-
sýnt á þau, því það leyndi
sér ekki að þau voru af góðu bergi
brotin; en fáum mun hafa dottið í
hug, að þau væru þá að keppast
við upp á líf og dauða að komast
sem allra fyrst til læknisins.