Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 67
£. Islandi.
um það leyti er vesturflutningar hófust þaðan.
Eftir JfuiiiN J. HflnfjiirS.
Einn mikilsvirtur góðvinur minn
mæltist til, að eg skrifaði fáein
orð um, hvernig alþýðumentun
hefði verið á sig komin heima á ís-
l&ndi í þann mund, er mannflutn-
ingar hófust þaðan vestur um haf
til Ameríku fyrir meira en 50 át'-
um. Mér fanst þá og finst enn
eg ekki vera því vaxinn, að inna
þetta svo af hendi, að ekki yrði
miður en ógert. Eg er nú orðinn
ófær til alls, en ekki sízt að hugsa
og skrifa; hefi nú lítil hjálpargögn
utan skert minni; meira en 40 ár
síðan eg kvaddi ættjörðina, og síð-
ast en ekki sízt, náði mín þekking
liarla skamt, aðeins til nokkurs
hluta landsins, — Norðlendinga-
fjórðungs, að nokkru leyti, getur
þetta því naumast orðið á-
byggilegt yfirlit þjóðarmentunar-
innar í landinu. En vel má
vera, að fræðsluskilyrði og ment-
unarástand alþýðu, hafi eigi ver-
ið stórum betra annarsstaðar á
landinu en í norðursýslunum, eink-
um í Húnavatns- og Skagafjarðar-
sýslum; löngum hafa þar fundist
fróðir menn og skáld mikil, nema
ef vera skyldi á Breiðafirði, sem
um langt skeið var gróðrarstöð
hinna fornu bókmenta.
Ekki getur það dulist, að frá því
í fornöld hefir bókhneigð og fróð-
leiksþrá verið eitt af eðliseinkenn-
um íslenzku þjóðarinnar. Strax á
landnámsöldinni sjást þess glögg
merki. Eg held að bókhneigð og
fróðleiksfýsn hafi verið þjóðinni
ekki lítils virði; það er það, sem
knýtt hefir traustast saman þátíð og
nútíð hennar. Fornbókmentirnar
held eg hafi verið það hellubjarg,
sem menning hennar hefir staðiö
á. Þær hafa sannarlega verið
íslenzku þjóðinni sá arineldur og
aflgjafi, sem vermdi hennar and-
le^a umhverfi og jók henni styrk
og meginmátt. Jafnvel á hinum
myrku miðöldum sér þess glögg
merki. Frá því í fornöld, gegnum
aldaraðirnar, er sagnalist og skáld-
skapur andlegur förunautur þjóðar-
innar; það hefir löngum verið sú
andlega uppspretta, sem hún hefir
bergt á til endurnæringar eðli sínu.
Fyrir bókvísi og andlegt atgervi
hefir íslenzka þjóðin staðist eld-
raun kúgunar og óstjórnar. Fyr-
ir bókmentir sínar og þekkingu hef-
ir hún verið viðurkend meðal hinna
fremstu mentuðu þjóða; já, meira,
fyrir bóklega mentun og þekkingu
er íslenzka ríkið orðið til, fuilvalda,
frálst og sjálfstætt.
Á mínum æskuárum, um og eft-
ir miðja 19. öldina, duldist það ekki,
að þráin eftir meiri þekkingu var
mikil og lestrarfýsnin óseðjandi.
Það var ekki ósjaldan að farið var
langar leiðir til að fá léða bók, ef
til hennar spurðist. Fyrir 70 árum
kyntist eg fjölda af gömlu fólki,