Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 76
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGÁ
Ekki munu þær hafa þótt vel not-
hæfar á lægri skólum.
Seint á hinum umrædda tíma
komu út “Smásögur” dr. Péturs
Péturssonar,*) eg held 4 liefti alls.
Þær breiddust mikið út og voru vin-
sælar, sem þær áttu skiliö; mjög
hentugar lesbækur fyrir börn og
unglinga.
Enn er ein alþýðubók, sjem er
ótalin: “Þjóðsögur” Jóns Árnason-
ar, er út komu á árunum 1862 til
1864. Eg var á æskuskeiði, er eg
fyrst man eftir þeim. Þær voru víða
til og mikið lesnar til lieimilis-
skemtunar.
Árið 1874 kom út á prent “Prest-
urinn á Vökuvöllum”, í þýðingu
eftir séra Davíð Guðmundsson á
Hofi. Hún var vel samin og mik-
ið lesin; allstór bók.
Eg liefi nú talið eins langt og
minni mitt nær, þær bækur, er al-
þýða hafði til að svala fróðleiks-
löngun sinni og auka þekkingu
sína. En víst veit eg, að bókvísir
menn muni sakna margs, sem um-
getningar var vert, og sannast að
segja, er eg ekki hneigöur fyrir
þurrar upptalningar. En hér var
ekki undankomu auðið. Spursmál
það, er lá til grundvallar fyrir lín-
um þessum, knúði mig til að skýra
frá, hvað var í hinu andlega forða-
búri alþýðunnar á þeim tíma. Það
virtist helzt geta gefiö hugmynd
um andlegt ástand hennar. Um
það, livernig hún notfærði sér
þenna forða, er ekki mitt meðfæri
að fullyrða; en líkur hefi eg dreg-
ið fram á stöku stað; en eg setti
*) Fyrsta bindit5 var prentab 1859, II.
1876, III. 1877, IV. 1887; öll í Rvík.
Ritstj.
mér í byrjun, að heyja enga hrak-
dóma um andlega þekkingu inn á
við á þeim tíma; en vel má draga
það af líkum, að annaðhvort var,
að alþýðan var þá á ömurlega lágu
þekkingarstígi, eða hún hlaut að
liafa hagnýtt að góðum mun, það
sem fyrir hendi var. Það hygg eg
líka liana liafa gert; en um það
geta oröið skiftar skoðanir, hvort
fólkið þá var á mikið lægra menn-
ingarstígi en um síðustu aldamót,
ef sanngjarnlega er litið á allar að-
stæður. Játað skal það, að ment-
unin var fábreyttari, og gróf sig
síður í fordild og yfirlæti. En var
hún þá haldverri eða lausari en
síðar? Það er stórt spursmál, sem
eg ætla ekki að leysa úr. Hefi eg
þó óbeinlínis dregið athygli að því
hér að framan, þar sem eg liafði
gefna hvöt til þess.
Frá því eg fyrst man eftir, var
ekki lítið til af lausum vísum og
tækifærisvísum; flestar vel kveðn-
ar, margar af snild. Þær voru í
afhaldi meðal alþýðunnar, og voru
þráfalt kveðnar til skemtunar. Þótti
slíkt skemtun mikil, helzt ef snjall-
ir kvæðamenn áttu í hlut; en það
þótti mikið úr bæta, ef kvæöamað-
urinn gat nefnt liöfunda að þeim.
Eg hefi hér að framan nefnt
lieimaskóla, eða sem öllu heldur
mætti nefna kvöldskóla. Þeir voru
tíðir, skólarnir þeir, ekki síður í
hreysum kotunganna ' en höllum
liöfðingjanna — löngu fyrir mitt
minni. Þeir voru alþýðuskólarnir,
að minsta kosti frá byrjun 19. ald-
ar. Þeir voru einkennilegir: nálega
á hverju heimili, jafnt fyrir ung-
linga og hina eldri; ekki dýrir, og