Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 77
ALÞÝÐUMENTUN Á ÍSLANDI
75
um fram alt frjálsir og vinsælir.
Þeir voru settir á kvöldin, þegar
búið var að kveikja Ijósin í bað-
stofunum. Baðstofan var þá not-
uð í einu sem vinnustofa og kenslu-
stofa. Heimilisfólkið settist þá að
vinnu sinni í sínum vanasætum;
kom þá húsfreyja fram í hjóna-
húsdyrnar, leit yfir hópinn og tók
svo til máls: “Hvað ætlar þú nú að
lesa eða kveða. N. N. minn? Þú
verður að fara að byrja, stúlkunum
leiðist og tíminn er stuttur. Við
stúlkurnar ætlum að koma með
volgan sopa bráðum, til að hressa
þig.” Unglingarnir færðu sig í
nánd við sögulesarann, en rokk-
arnir fóru á fleygiíerð, þegar rím-
an byrjaði; stúlkurnar lögðu lítið
eitt undir flatt, urðu broshýrar, og
flestar voru þær viljugar til að ljá
kvæðamanninum sæti við hlið sér,
ef hann æskti þess og kvað vel.
Stundum var setið í rökkrunum;
sagði þá eldra fólkið sögur; af þeim
kunni það mikið; en stundum voru
kveðnar vísur eða smá-ljóðaflokk
ar, og þótti þetta góð stund-
ar skemtun. Á þeim tímum voru
margir góðir kvæðamenn, sumir á-
gætir, er höfðu tök á mörgum ynd-
islega fögrurn kvæðalögum, og
kváðu þau við raust, svo undir tóku
björg og bekkir og botnverja hall-
ir. Beztu kvæðamennirnir voru
oft fengnir á öðrum heimilum, til
að' skemta. — Að veitt hafi verið
athygli því, sem með var farið,
mátti meðal annars ráða af því, að
oft hófust umræður á eftir um það,
sem lesið var, og varð þá lesarinn
oft að gefa skýringar, og færa til
það sem týnzt hafði og gleymst,
og unglingarnir tóku þátt í þessum
umræðum með áhuga, mintu á
söguheturnar og hreystiverkin. —
Hér að framan hefir þá verið
skýrt frá því helzta, sem dró líkur
að því, hvílík alþýðumentun var á
fslandi fyrri part 19. aldar, fram
yfir 1870. Má af því nokkuð ráða,
hversu námfús þjóðin var í eðli
sínu. Fróðleiksfýsn og skemtana-
þrá sleptu aldrei haldi á henni. —
Margt höfðu fornmenn til skemt-
ana, en flest var það háð nokkrum
kostnaði, og tíðum mannhættu. —
En skáldskapur og sagnalestur er
með litlum kostnaði, engri mann-
hættu. Þar getur einn maður —
heimaskólakennarinn — skemt
fjölda fólks, sem á vill hlýða. Má
þá líka hafa þessar skemtanir fyr-
ir fáu fólki; hún er jafn nothæf
nótt sem dag, í björtu og dimmu.
Einn frægur sagnaritari, kvaðst
ekki vilja selja yndi sitt af bóklestri
fyrir óteljandi auðæfi; hann vissi
ekkert jafnágætt að kaupa fyrir
verð. Eg held ekki að íslenzka
þjóðin, með þeirri aðstæðu og
menningu, sem hún hefir haft við
að búa, ætti kost á nokkrum skaða-
bótum fyrir fróðleik og skemtun af
skáldskap og sögum, ef hún glataði
því.
Eg held ekki, að alþýðumentunin
á íslandi hafi verið mjög lítils virði.
Hún hefir, að mér virðist, skapað
að ekki litlu leyti bókmentirnar.
Hún hefir lagt ríflegan skerf til
þeirra; og naumast held eg, að á
næstliðinni öld hafi aðrar þjóðir
haft hetri né jafnari mentun til að
dreifa.