Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 82
80
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Frú Morgcfcll:
Nú, einmitt þaö (lýtnr höfði til Mciriu).
Nú skil eg hvernig í þessu liggur. (Ung-
frú Graman sczt aftur). Herra Arnold
hefir boöig okkur hinga'S vegna Konráðs,
málarans mikla. Hann kv.aö vera a.<3
líta sér eftir fyrirmynd, til þess aö máln
eftir nýtt listaverk.
Ungfrú Graman (brosandi) :
Og meistarinn á sjálfsagt aö gera upp
á milli okkar.
Frú Morgcfcll (þóttalcga) :
Eg segi fyrir mig, 'að undir öðrum
kringumstæðum hefði eg ekki gefið kost
á mér, sem fyrirmynd. En þegar um auð-
ugan og heimsfrægan málara er að ræða.
verða þeir, sem hátt standa í mannfélag-
inu, að gera sitt ítrasta til þessa að bjarga
listinni.
Marta:
En eg hefi heyrt því fleygt fyrir, að
herra Konráð kærði sig ekki lengur um
frægö og pening.a.; að hann sé hálfpart-
inn að ganga af göflunum.
Ungfrú Granian (teygir sig lctilcga) :
Ö, það er ekkert að marka, hvað sagt
er! Heimsfrægir menn verða að vera
meira og minnja dutlungasamir. Þeir
mega ekki haga sér eins og aðrir menn.
Það borgar sig ekki. Billegustu auglýs-
ingar og ábyggilegustu eru kenjar stóra
fólksins. Eg vildi bara að eg gæti látið
stórblöðin flytja hrókaræður um sér-
vizkuna í mér. Eg tala nú ekki um, ef
þeir gæfu í skvn, ,að eg væri í þann veg-
inn að verða vitlaus.
Frú Morgefcll:
En Konráð hefir æfinlega verið ein-
kennilegur maður. Hann hafði lengi
fyrirmynd, sem Móna hét. Af henni var
myndin, sem hann varð fræg.a.stur fyrir.
Þessi stelpa hafði heilmikil áhrif á hann.
Svo hvarf hún. Hvarf hennar var á
allra vitorði og ýmislegu um það hvísl-
að; en enginn veit, þann dag í dag, hvert
hún fór, né hvar hún er niðurkomin. Alt
þetta vakti eftirtekt á þessum listamanni,
og varð honum stórgróði.
Ungfrú Graman:
Hann hefir, kanske, átt vingott við
þessa Mónu.
Frú Morgefcll:
Ef til vill. Að minsta kosti hefir frú
Konráð trúað mér fyrir því, að hann
kalli stundum á hana, upp úr svefninum.
En svo !egg eg lítið upp úr því, því sjálf
er hún hálf-ærð af afbrýðissemi.
M aría:
Ösköp eiga þeir riku gott! Þeir mega
lifa og láta eins og þeir vilja, og það seni
er kallað hneyksli hjá okkur, sem fá-
tæk erum, verður ríka fólkinu til frægð-
ar og ánægju.
Frú Morgefell:
Auðurinn hefur mennina upp í æðra
veldi. Jafnvel list Konráðs naut sín ekki
til fulls, fyr en hann eignaðist ríka konu.
María:
Og er hún, kanske, óttalega falleg líka’?
(Arnold og Móna koma inn um
dyrnar til liœgri. Artioid bcr barniff.
Bcndir Mónn aff sctjast í svarta
stólinn. Leggur barniff i kjöltu
hennar og kemur fram fyrir stand-
tjaldiff. Móna cr klœdd tötrum, meff
rifinn sjalrœfil í skýlu, scm slútir
fram yfir enniff. Utan um barniff
cr vafin gömul snjáð karlmanns-
treyja.)
Arnold (hncigir sig brosandi fyrir döm-
unum) :
Góðan daginn. Það var afleitt að láta
ykkur bíða eftir mér. En nú er bezt
að lofa Konráð að svala augum sínum
á kvenlegri fegurð.
Frú Morgefell:
Er hann kominn?
Arnold:
Já, bíðið eitt augnablik. (Gœtir a'ð
scr.) Nei, hann er liklega ekki korninn.