Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 84
82
TlMARTT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
blóðugt. Konráð starir hreyfingarlans
á konuna og barnið. Andlitsdrættirnir
verða harðir og angu hans brenna. Arn-
old verður livcrft við að sjá blóðið. Gcng-
ur að stólnum.) Því er barnið blóðugt'?
Móna (brosandi) :
ÞaS er ekkert. Eg geri þetta stundum,
þegar hann er svangur. En núna hefir
það kanske, orðiö heldur mikið.
Arnold:
Guð hjálpi þér, kona.
Konráð:
Haraldur, þarna er hún. Sæktu mér
áhöld — dúk og liti — drátt'blý — krít
— kol eitthvað til þess að festa þessa
mynd !
Arnold:
Við skulum fara inn í vinnustofuna,
þar eru öll tæki og betri birta.
Konráð:
Nei, hreyfðu hana ekki. Myndin getur
breyzt. (Eitthvað er það í rödd Konráðs,
sem heimtar hlýðni.)
Arnold:
En barnið þarf næringu.
Konráð:
Nei, ekki fyr en búið er. Náðu fljótt
í tækin. Heyrðu það, maður! Eljótt!
(Stendur alt af í sömu sporum og starir
á Mónu.)
Móna:
Farðu að óskum hans í öllu, við get-
um beðið.
(Arnold fcr inn í vinnustofuna og
kemur að vörmu spori mcð málara-
trönur, með dúk á, og önnur tœki.
Þcssu hagræðir hann fyrir framan
Konráð, scm stendur við vinstri
vegginn mitt á milli dyra og bak-
veggs. — Arnold hefir gleymt að
loka dyrunum á eftir scr.)
Konráð:
Talaðu við hana, Haraldur, á meðan
eg næ myndinni. Láttu hana segja þér
æfisögu sina — eitthvað. — Kveldu hana
alt sem þú getur (málar).
Arnold (gengur að svarta stólnum) :
Þetta er þrælslegt, eins og það er
heimskulegt.
Móna (brosandi) :
Nei, nei. Svona er listin. Hann verð-
ur að ná mynd af mér, og þó málar hann
eitthvað, sem er miklu stærra og meira
en við öll.
Artiold:
Þetta er hreint og beint óþarfi, og þú
og barnið svona á ykkur komin.
Móna:
Og þú, sem þykist vera listamaður,
■kallar það óþarfa, að draga sorg og gleði
mannshjartans, ást þess og hatur, eymd
þess og kjark, von þess og örvænting —
draga alt þetta saman í einn brennipúnkt,
sem kveikt getur hugsun, og vakið ótelj-
andi sofandi sálir langt fram eftir kom-
andi öldum.
Arnold:
Nei, mér finst annað eins tilræði og
þetta ekki vera tilvinnandi.
M óna:
Það er alt tilvinnandi fyrir listina og
—kærleikann.
Arnold:
Fyrirgefðu mér, en mér finst þú hafa
svo litið af kærleik að segja — kærleik
annara til þín.
Móna:
Og list. Datt þér ekki í hug að bæta
því við ?
Arnold:
Jú, eg skal játa það.
Móna:
Eg varð þó frumkvöðull og fyrirmynd
að því mesta listaverki, sem málað hefir
verið á seinni árum. Og heldurðu ekki
að blessuðu barninu mínu þyki vænt um
mig?