Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 91
UM ORÐAKVER FINNS JÓNSSONAR
89
vang (norskt staðarheiti) áifóðr,
eru að skoða afbögur, runnar af
orðmyndunarlosi fyrir röskun r-ins.
Á öðrum stað blandar kverliöf.
saman sögnunum á og æja; telur
nafnh. báða sömu sagnar, æja eldri
mynd. Það eru aftur hausavíxl
hjá honum, á er eldri myndin, þeg-
ar af því að æja er afleiðslusögn
sagnarinnar á, mynduð af þátíðar-
stofni hljóðverptum. Annað mál er
það, að æja hefir útrýmt sögninni
á svo, að liún er aldrei höfð nema
í nafnhætti: á, en sterka beyging-
in er rétt mál hverjum, sem vill
nýta sér það.
“afbaka, afbökun . . baka er
rétta myndin (ekki baga); merkir
eig. að taka (saga, hefla), “bak-
ið” af trjám svo flatt verði (sbr.
B. H.) og fái aðra lögun”. Báðar
m.yndirnar afbaka og afbaga, eru
réttar, en ósamstofna eru þær.
Ókunnleiki kverh. á íslenzkum
högum kennir á því að einskorða
eig. merkingu við afbökun trjáa.
Refar og selir eru ekki síður af-
bakaðir.
“afstirmi, e. afstyrmi gæti verið
af stormur, og merkt vindslot, rétt-
að-segja-logn, gola, þróttlaus vind-
ur, og þar af þróttlaus vera; stirmi
er óskýrandi.” Samkv. Prumpört-
um íslenzkrar tungu skiftast f og
m á, og á það sér stað í þessu orði;
stirmi er fyrir stirfi; stirfr er stinn-
ur, sem ekki lætur beygjast; af-
stirmi er þá það, sem stinnleikur
er ekki í, lint, duglaust. Y á ekki
að rita í stofni.
álappalegur, eig. sá, sem stígur
þunglamalega og klunnalega á
lappirnar.” Orðskýringin vísar frá
upprunanum í staðinn fyrir að hon-
um; þesslegur að vera af löppun-
um; aflappalegur er líka sagt, eins
og sagt er af stað og á stað.
“altjend, svo er þetta nú frb. og
er það komið svo langt frá frum-
myndinni alt jafnt, að engin ástæða
er til að rita öðruvísi (t. d. milli-
liðsmyndir sem altjamt — altjemt
— altjent).” Kverhöf. á upptökin
að því að ráða uppruna í íslenzku
af ímynduðu framburðartauti eða
latmælaþauluni; t. d. getur honum
komið til hugar að Grindli geti orð-
Grilli, skotnir geti orðið skoddnir,
— skornir, þótt engar álíkur séu til
þess í málinu. Eftir höfðinu dansa
limirnir. Alþýða manna getur
ekki, sem vonlegt er, áttað sig á því
að aðrar eins afleiðslur séu raka-
laust bull, fyrst annar eins hágild-
ingur fer með þær. Þannig hefir
horið fyrir mig skýring á bæjar-
heitinu ípishóll, að það væri íbeit-
ishóll; milliliðirnir: íbeitshóll —
íbeisshóll — íbisshóll — ípisshóll,
alt saman rakið með tilvísan
til Finns Jónssonar, líkast því að
gert væri sér upp til að gera gys
að orðafleiðslum hans, þó svo væri
nú ekki í rauninni. Milliliðsmynd-
irnar alt jafnt — altjend, eru einar
af latmæla-afleiðslum hans. Al-
tént er kvk. af fortíðar-lýsingar-
orðinu alténn, altéðr = altjáður,
og á að rita t að niðurlagi, enda er
svo frb. ekki síður en hitt.
“ambátt, komið úr Keltnesku
upphaflega inn í germönsk mál
(ambact, þræll) ; þar af embætti.”
Órýnið liaft eftir öðrum, en engin
ástæða er íslenzkum manni að
gana út í Keltnesku um þetta orð.
Það er há-íslenzkt, komið af sögn-
inni baga, er merkir eiginlega gera
óbeint, leggja í brot, og svo þar
af gera óbeint við e-n, skaða. Af-