Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 92
90
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
runaorð sagnarinnar votta sterka
beygingu, sem sé: bagr (bágr).
bjórr, brot (sbr. hrygglengjubjórr
= brotið til að rista hrygglengjuna
úr skinni, þar af og hið úrrista
skinn, bjórþil, þ. e. þil með röndum,
er fara í bág hver við aðra); bógr.
lieitir svo, því þar verður böggull
eða felling á skrokknum; bótt eða
bátt kemur fyrir í samskeytingi,
en bag eða bán, sem við mætti bú-
ast eftir vanalegri orðmyndun, er
þekkjanleg í bann, brot, misfelli
(sbr. fallinn í bann, í kirkjunnar
bann), annaðhvort bán með við-
bótar hljóðgrenning fyrir viðaukið
n, eða þá bag, svo að nn hafi skipzt
á við g. Þeir stafir sýnast skiftast á
á stundum, t. d. aga, anna; hagur,
hannr; baga, banna, o. s. frv. Sá
hængur er þó á, að Frumpartar
íslenzkrar tungu geta ekki slíkrar
áskiftingar.
Sögnin kemur fyrir í samskeyt-
ingum, af-baga, eiginlega brjóta
saman um of, skekkja; “ambaga
líklega f. andbaga,” er illa til getið:
f og m skiftist á; afbaga verður
ambaga (skekkja), og hið sama
ambátt eig. sú, sem er ofbögluð, um
of gert óbeint við, ánauðug kona,
þý. “Beygla af baugur”, er vit-
laust skrifað og rangt rakiö. Það
er komið af liljóðskiftaálmunni bag,
sbr. baga, bagall (óbeinn stafur),
baggi (innskots g), böggull, begla
(di) eða begla (að) á að skrifa.
Býsn er og komið af þessari sögn,
myndað af þátíðarstofni liljóðverpt-
um og viðskeyti -sn eftir vanalegri
orðmyndun í þessum sagnflokki,
og merkir hið mesta bann eða brot,
eða stórmisfelli, sbr. býsna skal til
batnaðar; “býsn ritað svo að fornu,
í Norsku þó bisn, ef til vill af st.
boð í að boða”, sýnir norskan rit-
hátt marklausan að vanda; en
gaman hefði verið að fá að sjá, eft-
ir hvaða orðmyndunarreglum eða
álíkum innan tungunnar rekja
mætti býsn “af st. boð”, alveg að
því sleptu, að merkingar koma
ekki saman.
“andrá líklega f. -rjá (í forn-
máli) = uppþot, hríð; j er þá felt
úr vegna samhljóðafjöldans (og á-
herzlurýrnunar) ”. Kverliöf. kann-
ast hér ekki frekar en áður við sam-
drátt sterkra sagna þeirra, sem
enda aga með hljóðskiftinu a-ó-a
(■c). Drá er nafnháttur samdreg-
inn sagnarinnar draga; andrá ier
sama og andardráttur.
“aukvisi . . uppruni óviss”; er
vafalaust af sögninni ökkva, eins
og rök eru færð til áður í Tímariti
þessu.
Undir oröinu bifur er drepið á
“fornnorræna (og ísl.) bjór
(bjórr)”. Slíkt verður þeim, sem
sölin éta útlendu; en ofætlun er
það kverhöf. jafnt sem öllum öðr-
um að draga norræn orð og ís-
lenzk í dilka sér.
‘bilt (sbr. bil), aðeins í að verða
bilt, verða svo hræddur að maður
þori ekki að halda áfram (til að ná
því, sem maður vill ná).”. Orð-
skýringin er álíka innsæ og orð-
hönnur. Bilt er sagnbót sagnar-
innar bella (billa), hún sýnir veika
beygingu sagnarinnar, billa, bildi.
bilt; tíðast er þó sögnin sterk:
bella, ball, bollið. Sögnin er mynd-
uð—eins og fjöldi sagna í þessum
flokki, af lýsingarorðum með hljóð-
varpi, — af bölr, illr, og merkir að
verða ilt við, meint við, framlags-
laus.
“bíti, í bítið er lánsorð, sbr.