Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 98
96
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þróttlaus, ósjálfbjarga maður, haft
jafnt um gjöranda og verk hans;
ómagi eiginl. sá er hefir ekki sjálfs
viðhalds þrótt, mátt; ómótt, van-
mætti, afmán, ómegin, sem og er
af má; ámátlegur, ámótlegur, lík-
legur til að má, til meius.
“óþerri, líka óþveri, eiginl. eitt-
hvað vont, sem aldrei tekur enda
(þverrar)?” Mætti nú taka fyrir
meinloku, ef þyrill væri rakinn til
þvá (þvaga), en það er það ekki
heldur, shr. no. tverel”, svo að
manni er til gátu, livort kverhöf.
viti í rauninni, að bæði orðin séu
af hljóðskifti sagnarinnar þvá.
“Seginsaga”, svo ritað og rakið:
segjands = saga = segjandi manns
(gömul ef-s mynd).” Þótt nú
segjand-saga yæri til í einu orði
eða með bandi, -þá er rangt að
skrifa seginsaga í einu orði, því
það er fram borið í tveimur orðum
eins og hver önnur sjálfstæð orð
og engar álíkur til, er heimili, að
halda því fram að segjands verði
segin. Aftur á móti er það algild
regla að mynda lýsingarorð ítrek-
unar merkingar af sögnum, með
því að skeyta -inn við nafnháttar-
stofn, t. a. m. dettinn, sem oft
dettur, söngvinn, hygginn, seginn;
segin saga merkir því sama sem
tíðsögð saga, mál manna = það,
sem satt er, því sjaldan lýgur al-
manna rómur. Beysinn, sem kver-
höf. grautar um á Norsku og skil-
ur ekki, er ítrekunar-lýsingarorð
af áhrifssögninni beysa (komið af
bysja eins og þeysa af þysja) og
merkir atorksamur, tíðast haft nei-
kvætt ekki beysinn, óbeysinn.
“skreið, skreiðfiski, sbr. skríða;
eiginl. þorskgengdin í sjónum.”
Ekki mundu nú bændur, er sendu
eftir skreið ofau í fjörðu, viija
kannast við, að þeir sendu eftir
þorskgengdinni í sjónum, heldur
eftir því sem skráfar í. Ð er hér
komið í stað f (af skráf), eins og,
í skeið, skíð, skíöi, öll af sögninni
að skífa, þó kverið sinni ekki öðru
en raða Norskunni á bak þeim;
svo og hið sama í “svið (á landi
eða sjó), uppruni óviss (ef ekki
merkir sama sem sviðið land, land
rutt með eldi)” — (sviðið land og
sviðinn sjór!).
Lengi væri liægt að lialda áfram
á þá leið, sem gert liefir verið hér
að framan, við “þetta litla kver”,
en nóg sýnist komið. Það, sem
komiö er, býður mönnum varnað
á því að taka mark á kverinu, nema
sjálfir viti að rétt sé. íslendingum
er brýnni þörf á orðupprunabók
eftir þetta kver en áður, þó ekki
væri nema til að sýna, hve fjarri
lagi það sé, að það liggi næst liendi
að þukla og þreifa norsk orð til
þess að rekja sig til rétts íslenzks
ritliáttar, eins og kveriö kennir og
er að myndast við að hafa frammi
í verki. Kverið heyrir til þeirri
stefnu, er leidd var til vegs, er
þeim Jóni og Halldóri var þröngv-
að til embættisafsagnar, og í því
er fólgin, að víkja íslenzku bók-
máli frá viðteknunr og tíðkanleg-
unr orðnryndunr nreð því að gefa
upp upprunaritliátt og skara inn í
það jafnóðunr anrbögum, er verða
af kviki nrælts máls. Það er há-
skóla íslands að halda oss við ó-
spilt mál, hann er vörður tung-
unnar. Alþýðan hefir lengi og vel
geynrt hennar. Það hefir henni
tekist fyrir einangranina; en nú er
sá forgaröur fallinn, og henni er
það ofætlun. Tungan þarf vísinda-