Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 100
98
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þetta. Öll veikhneig kvk. orð, er
lúkast á löngum sérhljóð fyrir
brottfall nefnifallsendingar, eða á
a eða ja eftir löngu hljóði, hafa ef.
flt. eins og nf. eint., ef ef. flt. er
liaft á annað borð, t. d. fría, kría
spýja, ekki frína, krína, spýna. í
slíkum orðum getur engum hug-
kvæmzt -na fyrir ef. flt., nema
mönnum af útlendri tungu. Sýna
fyrir sýja hneykslar íslenzkt eyra,
og gegnir furðu að Finnur Jónsson
skuli hafa getað samsinzt annari
eins mynd, því fremur sem sýja
er algengt í tungunni í öllum föll-
um. Skýring Bugges getur því
ekki borið sig. Ofan á það bætist,
að þriggja verður allmerkingar-
laust, því ekkert staklega merki-
legt er við þriggja súðfjala austur;
fjögra, fimrn eða hver önnur tala
mætti vera þar eins vel og þriggja.
Það er hægt að fá vit úr orðunum
klandurlaust við málfræði tung-
unnar, og sú leið ein er farandi.
Sýna getur ekki verið nema ef.
flt. af sýn, kvk., eða sýni, kvk.
Sýn er í einni merkingu sinni s.s.
sýni ,bjartleikur, birta, sbr. fjalla-
sýn, sálarsýn. Austr merkir ekki
Pumpevand, því það er ekki hér
af sögninni að ausa, heldur er það
af að auða. Sögnin auða (eyð,
auðum, jóð, jóðum, auðinn) merk-
ir að vera tómur af einhverju, helzt
afspreng eða ávexti. Hljóðskiftis-
orð hennar eru mörg og segja til
merkingar hennar: auðr, eig. það,
sem e-ð gefur af sér, þar af þarf-
legir munir, fjármunir, auðæfi;
Auða, Auðr, Edda (líkl. gælunafn
af kvenheitunum) merkir móðir,
(annars öðru vísi (af auðlegð)
skýrð í ritgerð um íslenzk manna-
nöfn í 3. bd. Safn til sögu íslands);
óss, heitir svo, því áin eyður eða
tæmist þar; óstr, kk., líka óst, kvk.,
heitir á skepnum þar, sem liáls og
hrjóst mætast að framan. Því
lungun anda eða tæmast þar önd-
inni; austr; kk. nú hvk., heitir
verknaður sagnar, tæming, burður;
þar af upphaf, uppkoma og nafn á
átt þeirri, er sólar verður auðið
(Oriens) , og í þeirri merkingu er
það liaft í dæminu. Þriggja sýna
austr man ek þér sýna, þ. e. eg
man sýna þér austrið þriggja sýna,
sem sé þar sem þrjár sýnir koma
upp, eða blátt áfram uppkoma
þriggja sýna, þ. e. þrennrar birtu,
og er þá ekki um að villast, að
þrjár sýnir merkja Ijósaskiftin þrjú.
afturelding, annar litur og dagur.
Sléttara er að segja, eg man sýna
þér þrjár sýnir, heldur en þriggja
sýna austr, en vel má gera sér
grein fyrir, hví liöfundurinn liagi
orðum sem hann gerir. Hann hefir
austr til að ná í ef. sýna, til þess
að hljóðmuninn greini sem glöggv-
ast þann, sem hann er að láta heyr-
ast í dæminu. Vera má að ljósa-
skiftin eða litarbrigðin hafi fyrr-
um kallast sýnir; hitt er þó líldegra,
að orðið sé valið í dæmið í bjart-
leiksmerkingu sinni einvörðungu
og þrjár sýnir þótt vísa nægilega
til þess, enda eru orðin fullljós
þeirn, sem bornir eru tungunni,
jafn þráfaldlega og lit og dag ber
þeim á góma.