Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Blaðsíða 116
114
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
4
Deaths.
Gudmondson Sarali: daughter of
Jojomnas Gudmondson, died
March 13, 1881. Burried (!) at
Lunenburg, Nova Scotia, March
15, 1881. Aged 15 years 5
months and 3 days; born at
Reykjavik, Iceland.***)
* * * *
Skýrslu' þess.a. léSi skáldiö J. Magnús
Bjarnason í Elfros, . Sask., Tímariti íu
til birtingar. Er hún ritu'ö af séra C. E.
Cossmann, D. D., er um hríð var prest-
ur lúterska. safnaðarins í Lunenburg í
Nova Scotia. Ritaði hann hana upp úr
prestþjónustuliók safnaðarins, fyrir til-
mæli David Luther Roth, er söfnuðinum
þjónaði á þeim árum, sem Islendingar
dvöldu í nýlendunni. Frá séra Roth
fékk J. Magnús Bjarnason skýrsluna.
Skrifuðust þeir á í fjölda mörg ár. Skýr-
ir skáldið svo frá skýrslunni og prestum
þessum báðum ,er honum er einkar
hlýtt til:
“Eg læt hér fylgja skýrslu þá, sem
Rev. David Luther Roth gaf mér; hafði
eftir maður h.a.ns í Lunenburg í Nýja
Skotlandi skrifað hana upp úr kirkju-
bókinni þar. En börnin, sem skírð voru í
nýlendunni, voru ekki öll af íslenzku
bergi brotin; sum þeirra áttu heima í
»*») Fleiri öndu'ðust í nýlendunni, þó
þess sé ekki getið í skýrsiunni. Þessa
nefnir Guðbr. Erlendsson:
Siilvl, dó um sumarið 1875 á islendinga-
húsinu áður en flutt var til nýlendunnar;
fæddur 1866, sonur Bjarna Sölvasonar fró,
Miklagarði í Skagafjarðarsýslu.
SÍB'rítSur, dó um sumarið 1875; dóttlr
Stefáns Brynjóifssonar frá Botnastöðum
í Húnavatnssýslu.
GutSrAn GuSmunilsdúttir, dó 1875 í ný-
lendunni, kona Stefáns Brynjólfssonar frá
BotnastötSum.
Uryn,1úlfur nryiijúll'sMon; dó 1876; son-
ur Brynjólfs Gunnlögssonar frá Höskulds-
staðaseli í BreitSdal.
Júliunn Il.iurnnson frá Lundabrekku í
Skagafjarðarsýslu, dó 1879.
skozku bygðinni (Moosel,a.nd) fyrir aust-
an nýlenduna. Sótti fólk þaðan messu
til nýlendunnar, þegar prestar komu
þangað.
Rev. C. E. Cossmann, D. D., kom á
stundum til nýlendunnar með Rev. Roth
og á stundum einn. Þeir áttu heima um
150 mílur frá Nýlendunni, og óku þeir
alla leið í ein-eykisvagni. Aldrei vildu
þeir borgun þiggja fyrir þá miklu fyrir-
höfn.
Rev. Roth safnaði $100.00 hjá söfnuði
sínum i Lunenburg County til sögunar-
mylnunnar, sem Islendingar í Nýlendunni
ætluðu að koma sér upp*). Þar að auki
safnaði hann eitt vor miklu af ma.tvæl-
um, útsæði og klæðnaði handa Islending-
um, þegar mjög þröngt var í búi hjá
þeim, og v.ar seglskúta send með það frá
Lunenburg til Tangier (næstu hafnar við
nýlenduna). Má því með sanni kalla
Rev. David Luther Roth sanna.n vel-
gerðamann Islendinga í Marklands-
nýlendu. Hann var fæddur í Prospect í
Butler County í Pennsylv.ania í Banda-
ríkjunum 25. okt. 1847. Hann lærði við
Thiel Hall og Muhlenberg College (i
Allantown, Pa.) og við lúterska presta-
skólann (Mount Airy) í Philadelphía.
Hann vígðist til prests 1876, kom til Lun-
enburg, N. S., 14. apríl 1876, og var
prestur lútersku safnaða.nna þar og í
grendinni, um nokkur ár, en fluttist sið-
*) Samtök hófust rneíal nýlendubúa
1879—80, um að koma upp sögunarmyln-
um í bygðinni. Skógur var mikill í ný-
lendunni og arðlítill fyr en búið var að
vinna úr honum borðvið. önnur mylnan
átti að standa við Tangier-fljótið austan
til í bygðinni, en hin í vestari hluta bygð-
arinnar við svonefndan Klapparlæk. Stífl-
ur voru hlaðnar og tré feld til mylnu-
húsanna, og járn keypt, en við fyrirtækið
var hætt, er mönnum kom saman um a'ð
leita burt úr nýlendunni og færa sig vest- *
ur til íslendinga, er sezt höfðu að í Da-
kota og Manitoba. Sbr. Guðbr. Erlends-
son: Markland, Wpeg. 1916, bls. 85.