Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 117
SITT AP HVERJU FRÁ LANDNÁMSÁRUNUM
115
an til Albany, N. Y., þar næst til Phila-
delphia og síöast til Pittsburg, Penn.
Hann var alhnikill rithöfundur og er eitt
hiö bezta ritverk hans “Acadia and the
Acadians”. BróSir hans var kennari viö
lúterska prestaskólann í Chicago. Roth
heimsótti Marklands-nýlenduna haust og
vor, flest öll árin sem Islendingar bjuggu
Sem skýrslan ber meö sér hafa íslenzku
nöfnin allmjög aflagast í skrásetningu
þeirra prestanna, þó ráöa megi í hver
þau eigi aö vera. Hefir þeim veitt erfitt
aö rita þau eftir franrburöi, og hefir
þaö löngum viljað brenna viö hjá ensku-
mælandi mönnum hér í. landi. Glöggva
má sig á foreldranöfnunum eftir “Bú-
endatalinu”, en skírnarnöfnin eru víöast-
hvar svo ljós, að án mikilla vandræða
má stafa sig fram úr þeim. Réttast þótti
aö láta skýrsluna halda sér og fella ekk-
ert burtu úr henni, þótt tilgreind séu
þ.°.r nokkur börn (6), er alls ekki eru af
íslenzku foreldri, en skírð viö guðsþjón-
ustur í bygöinni. Eru nöfn þeirra rnierkt
meö Öll stúlkubörnin nema eitt (Ingi-
björg Margrét dóttir Bjarna Sölvasonar)
eru nefnd “son”, er hlýtur aö stafa af
því, að þeir gátu eng.a. aögreiningu gert
íslenzku nafnanna.
III.
Bæjavísur Höllu Jónsdóttur.
Vísur þessar orti Halla Jónsdóttir frá
Svarfhóli í Mýrasýslu, veturinn 1881,
skömmu áður en burtflutningar hófust úr
nýlendunni. Handrit Höllu er löngu týnt,
en vísurnar lærði frú Halldóra Sigvalda-
dóttir Gunnlögsson, — frá Prestshv.ammi
í Revkjadal, nú búsett í Glenboro i Ar-
gvle-sveit, — ekkja Brynjólfs sál. Gunn-
lögssonar frá Höskuldsstaöaseli í Suöur-
Múlasýslu. Eru vísurnar skrifaðar upp
eftir minni hennar. Hún er skýr kona
og afbragðs minnug. Hún bjó á þeim
árum í Marklandi ekki all-langt frá Höllu
og þekti vel til hennar.
Ilalla þótti myndar- og gæöakona, og
hafa allir sveitungar hennar, frá Nýja
Skotlandi, hiö sama um hana. að segja, aö
hún hafi verið greind og góöviljuö og
vel Iátin. Skáldiö J. Magnús Bjarnason
meðal annara lýsir henni svo: “Halla var
mesta merkiskona, prýöisvel skáldmælt og
stórgáfuö. Alt sem hún orti (og þaö var
mikiö) lýsti hreinu og göfugu hugarfari
og hreinu hjarta. AÖ Fljótsbrekku þótti
mér ætíð gott að koma, því að Halla var
mér eins og bezta móðir og þreyttist
aldrei á að segja mér falleg.a.r sögur og
láta mig heyra fögur kvæði. Og minnist
eg jafnan þeirrar góðu og gáfuöu konu
meö þakklæti og aðdáun.”
Fimrn bæj.a getur Halla ekki, er taldir
eru í skýrslu Jóns Rögnvaldssonar. IJafa
sutnir þeirra ef til vill þá verið kontnir
í eyði. Bæirnir eru Hlíð, Engihlíð,
Baldurshagi, Arbakki, Robbshús. Aftur
nefnir Halla Lundarbrekku, Bja.rkavelli
og Ös, er Jón nefnir ekki. Hafa þau
nöfn verið tekin upp eftir aö Jón samdt
skýrslu sína í febr. 1879. Þó má vera aö
Hlíð og Lunda.rbrekka sé santi bær, því
sömu búendur eru nefndir á báðum stöð-
um. Á Bjarkavöllum bjó Jón Hillman,
sonur Jóns, en er talinn í skýrslunni 1878
í Engihlíð. Að öðru leyti ber skýrslunni
og Bæjavísunum sarnan.
Fleiri heimildarskjöl um Marklandsný-
lendu, en hér eru prentuð, nutnu ekki til
vera. Þó höfum vér heyrt getiö um
almanak, er Kristbjörg Magnúsdóttir, frá
Birnufelli í Fellum, kona Bjarna Andrés-
Bonat' frá Fljótsbakka í Eiðaþinghá, móð-
ir skáldsins J. Magnúsar Bjarnasonar,
samdi, á ári hverju meðan dvalið var í
nýlendunni. Kristbjörg var sérstök gáfu-
kona, og vel að sér, kunni “fingrarímið".
og var oft til hennar leitað með upplýs-