Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 118
116 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDJNGA
ingar um ýmislegt, er fólk fýsti aS vita. Kona, er henni var gagnkunnug lýsir henni svo, liún hafi veriS ljúf í viðmóti, fá- skiftin um annara hagi, viökvæm í lund, djúpt hugsandi, listhneigg og fróðleiks- gjörn. Almanaks-afrit hennar munu nú öll týnd, eða að minsta. kosti hefir ekki til þeirra spurst síSan flutt var úr ný- lendunni. Staðnum ekkill stýra má Stefán Brynjólfs niður, dugnað verka sýnir sá, særnd og gæfa styður. Sæmdum búinn Sigurður, Sigtýrs- vekur -hana, með Guðrúnu gáfaður geymir Hléskógana. Á
Suðra-ferjan sveimar hér Sónar- burt frá -landi, Vanfær þó hún virðist mér Vera og óhafandi. Hlíð-Bólstaðar halda nú með heiðri Magnús náir. Elízabet er hans frú, ítum góðsemd tjáir.
Þar til hugur þrengir mér, þó mig enginn beiði, fram að bera fyrir’ þeim hér Fjalars staupa veiði. Vel er setinn Vatnsdalur; veita greiða kunni, búinn gáfum Brynjólfur hýr þar með Þórunni. 1
Held eg varla hendi mér að lireyfa ijóða skvaldri, heldur mesta heimska er hálfsjötugri að aldri. Vindhæl geyma Guðmundur gerir með Sigríði, af lýðum metinn lagvirkur lundur skjóma fríði. i
Þótt til gamans þundar vín þetta nú eg blandi, einlæg það er óskin mín, að engum mein af standi. * * * Býr á Ósi Erlendur, er hans Guðlög kvinna, viður skjóma vel liæfur verka gætir sinna.
Hér Sólheimum situr á Sigurjón í næði, og Elízabet honum hjá heiðri vafin bæði. Sigfús, Helgu hýrri með, heldur bú á Lundi, fjölskyiduna fær um séð, frægur Týrs- á -sprundi.
Á Grænavatni geyrnir bú Guðbrandur með sóma, hans Sigríður heitir frú, hegðan vandar fróma. Á Lundarbrekku Brynjólfur býr nú með Halldóru, af viðum skjóma vel kyntur, sem við liann kynnast fóru.
Staðartungu einn er á ítar Sigurð greina, með Sigríði mætri sá má oft störfin reyna. Halldór Austurhh'ð í býr, hægur srníða gáir, mararglóða hrundin hýr heita, Margrét náir.