Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 119
SITT AP HVERJU FRÁ LANDNÁMSÁRUNUM
117
Listasmiður laglegur
lundur valinn skjóma,
Árnes byggir Ólafur
og Elín meður sóma.
Ólafur með Helgu hýr
hirðir Vatnið- Ljósa,
mjög er lipur málmatýr,
ef mætti heilsu kjósa.
Óltvongaður unglingur,
— eg sem greina kunni, —
geymir Hvamminn Guðvarður
og gætir að uppskerunni.
Vatnshlíð Bjarni vinnur á
vel með ektasvanna,
lieitir Kristín hringagná,
liröð til góðverkanna.
Á Laufási býr Hannes hér
hrings og gefni tína;
— hún Sigríðar heiti ber, —
höldum góðvild sýna.
í Hjarðar- Pétur -holti býr
hér með eignar svanna,
Guðlög vandar verkin dýr,
vel það lýðir sanna.
Löngum Ólöf lipra mund
ljær, þá neyð er bitur;
á Laufskógum auðargrund
ein með jóðum situr.
Jón á völlum-Bjarkar býr,
brátt kann dugnað reyna,
og mæt Johanna, mentuð, liýr
mörk er eðalsteina.
Dygðum vandað geymir geð
gætir branda fríður,
Fljótshlíð halda heiðri með
Hafsteinn og Sigríður.
Bjarni Hlíðar-húsum á
hlýtur störfin reyna;
en Ki-istbjörg gáfuð, greinast má,
grundin eðalsteina.
Björn oft greiða gerir nú,
grundar jarðrækt fínu.
Hlíð á Fögru heldur bú
hýrri með Kristínu.
Jón í Holti-brautar býr,
bezta skytta talinn;
en Guðný, heldur heilsurýr,
hans er kona valin.
Brúarlandi á Jón er
óhraustur, lijá sprundi,
en Vigdýs dugnað veitir hér,
vart sér hlífa mundi.
Á Fljótsbrekku eru nú
Einar bæði og Halla. —
Þá sem hirða hér um bú,
hefi eg talið alla.
* * *
Gaman spjalla geri hér,
gumna meitt ei hefi,
en Ijóðagalla Ijóta mér
lýðir fyrirgefi.
Febrúarí fyrsta þá
færði Flalla í letur,
átján hundruð eitt þar hjá
og áttatíu betur.
Hvar sem dveljum heims um lönd
hrindum burtu kvíða,
því alla verndar Herrans hönd
og hjástoð veitir blíða.
Og þegar lífið enda á,
æðstan guð eg beiði,
til sæluhallar himnum á
hann oss alla leiði.
* * *
Þar ljómandi vegsemd vandi
við frá grandi skilin öll,
samfagnandi í sælustandi
sólarlanda-kóngs í höll.