Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 120
118
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ISLENDINGA
*
IV.
Bréf frá landnámsárunum.
Bréf þau, sem hér f.ara á eftir, voru
oss gefin á siSastliÖnu hausti af Jóni J.
Hillman bónda viö Mountain i Noröur-
Dakota. Þau eru meðal hinna fáu bréfa,
er varöveizt hafa frá Landnáms-árum Is-
lendinga hér í álfu. Sem þau beri
með sér, eru þ.au rituð samtimis atburð-
unum, er þau skýra frá, og eru því hinar
beztu söguheimildir. Báðir voru höfund-
arnir kunnir aö því að vera sanr.orðir og
óhallir í frásögn.
Bréfin eru rituð Jóni bónda Rögn-
valdssyni frá Hóli á Skaga (föður Jóns
J. Hillmans), er á þeim árum var bú-
settur i Marklandi í Nýja Skotlandi.
Pyrstu þrjú bréfin eru rituð af Bjarn.a
Bjarnasyni, er bjó á Meyjarlandi og síð-
ar á Daðastöðum i Sauðárhreppi í Skaga-
fjarðarsýslu. Voru þeir á svipuðum
aldri hann og Jón, og mjög kært með
þeim, en Bjarni þó nokkru yngri, fædd-
ur um 1813, a.ð hans eigin sögn (sbr. 2.
bréf: “Grár fyrir grönum og nær því
hálf-sjötugur”). Bjarni var áttundi
maður frá Hrólfi sterka á Álfgeirsvöll-
um, i beinan karllegg. Faöir hans var
Bjarni Bjarnason á Sjávarborg, bróðir
Jóns Bjarnasonar skyttu í Álftageröi, en
kon.a, hans var Margrét Þorkelsdóttir frá
Fjalli, Jónssonar, systir dr. Jóns Þorkels-
sonar rektors. Sonur þeirra var séra
Þorkell á Reynivöllum í Kjós. Bjarni
fluttist vestur 1876 með “stóra hópnum”
og var meö fyrstu Landnámsmönnum í
Arnesbygð í Nýja Islandi, og nefndi bæ
sinn Höfn. Er nýlendustjórn var sett
veturinn 1877 (þingráöið) var Bjarni kos-
inn oddviti Árnesbygðar (bygðarstjóri sbr.
Tímarit I. ár bls. 108). Bjarni var ötull
m.aður og fylginn sér, starfsmaður rnikill
og greinagóður og kappsannir, aö þeirra
dómi er hann þekktu. Hann druknaði i
Winnipegvatni 12. nóv. 1878, ásamt syni
sínum ungum, er Siguröur hét. Voru
þeir feðgar .að vitja fiskjar, en engir
viðsta.ddir er slysiö vildi til.
Þriöja bréfið, er vera mun með því sí'í^-
asta, er Bjarni reit, er þvi miöur ekki
alveg heilt. Hafði maður það að láni
áður en það kom í vorar hendur og glat-
aði blaði aftan af því. Mun þar eitt-
.hvað hafa veriö vikið að félagsmálum
nýlendunnar.
Fjórða bréfið er ritað af Jóni lækni
Jónassyni frá Saurbæ í Skagafjaröar-
sýslu. Jónas faðir Jóns læknis og Bjarni
frá Daðastöðum voru bræðrasynir, sonur
Jóns i Álftagerði Bjarnasonar. Jón
læknir var fæddur á Syðstavatni 19. des.
1835. Vestur fluttist hann 1876 meö
sama hópi og Bjarni frændi hans, og nam
land í Árnesbygð, er hann nefndi Skíða-
staði. Jón var meðal hinna fyrstu, er
fluttu frá Nýja Islandi til Dakota, flutt—
ist þangað 1879, og nam land noröur
viö Tunguá skamt frá þar sem nú er
Akra. Þar dvaldi hann unz hann misti
konu sína, Mariu Rögnvaldsdóttur bónda
á Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi,
Þorvaldssonar, er andaöist 19. júlí 1882.
Jón undi aldrei vel hag sínum hér vestra.
hvarf heim til Islands 1884 og ætlaði sér
að setjast þar um kyrt, en kom til baka
aftur ári seinna, og andaðist í bænum
Hamilton 23. júlí 1886, hjá Önnu dóttur
sinni og manni hennar, Samson Bjarna-
syni frá Hlíð á Vatnsnesi í Húna.þingi.
1.
Höfn í Nýja íslandi,
þann 25. marz 1877.
Heiðraði forn-málvin minn!
Kærar þakkir fyrir þitt góða og
mér kærkomna bréf. sem eg með-
tók snemma í janúarmánuði. —
Nú hripa eg þér þessar línur, því
eg þykist vera orðinn seinn á mér
/
é