Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 130
128
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
4
eftir 4 ár, — en hér 1 sumar að
heita má.
Mér og mínum líður hér bæri-
lega, lof sé guði, og liér er eg mik-
ið rólegri, sér í lagi vegna barna
minna, að eg álít þau hér betur
komin. Eg hefi tekið hér land og
búinn að plægja á því 6 ekrur, sem
eg ætla að sá með hveiti að sumri.
Eg á 2 kýr tilvonandi (annað kvíga
að fyrsta kálfi), '2 uxakálfa vor-
borna, svo hefi eg undir höndum
1 uxapar, sem Jónas sonur minn á,
sem er í sambjörg við mig ennþá,
svo við getum plægt jarðir okkar.
Ekki er eg kominn inn í hús mitt,
heldur er eg hjá Samson tengda-
syni mínum, en býst við að flytja
mig um eða eftir sumarmálin.
Fátt er um störf vor hér enn í
kirkjumálum, utan að búið er aö
setja 3 barnaskóla á fót í vetur
(kent á 3 stöðum) og fer það vel
fram nú. Menn búast hér við góð-
um daglaunum að sumri, því hveit-
ið er hér óðum að stíga í verði —
95c til $1.00 bushelið.
Eg bið þig að bera Brynjólfi**)
frænda kveðju mína, og þar með
að eg biðji hann að misvirða ei
seinlæti mitt að liripa honum línu,
sem svar upp á síðara bréf hans til
mín, — eg hefi verið hér ærið
pennalatur. — Fyrirgefðu mér klór-
línur þessar og láttu mig ei gjalda
þess í næsta bréfi þínu, sem eg
óska hér með að fá við hentugleika
þína, þar þetta bréf er svo flýtis-
lega úr garði gert, — og vildi eg
bæta um það seinna, ef lifi. — Eg
óska þér, kæri nafni, góðs og gleði-
legs árs. Já, guö gefi ykkur öllum
a.rðsamt og blessað ár.
/. Jónasson.
Gaman væri að vita á hvaða
skóla sonur Brynjólfs fr. hefir
gengið. — (Sami.)
*#) Brynjólfur Brynjólfsson frá Skegg-
stötSum í Húnaþingi, er þá bjó í Nýja
Skotlandi.
J