Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 134
132
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
af því sem skapar mér góöar vonir um
þaö, a'ð saman er að dragai meö oss Vest-
ur-Islendingum, einmitt á þeim svæöum
sem reipdrátturinn hefir verið haröastur.
Ef einhverjum finst að eg hljóti hér að
byggja á r,angri eftirtekt, þá svara eg
honum því, aö eg byggi á athugun þeirra
afla, sem sveigja hugi fjöldans, og sem
skapa hreyfingar og stefnur.
Sex ára sagan hefir sannað oss til-
verurétt Þjóðræknisfélagsins; hún hefir
reynt lífsmagn þess; hún hefir kent oss
margt, sem vér þurftum að læra; hún
hefir gert félagið að nauðsynlegri stofn-
un í augum alls þorra fólks vors. Spurs-
málið er ekki um líf eð.a. dauða — en
spursmálið er um sem fegurst, fylst, auð-
ugast, nytsamast og farsælast líf.”
Var forseta þökkuð ræðan með miklu
lófaklappi.
Næst skýrslu sinni l.as forseti upp dag-
skrá þingsins, og lágu þá, samkvæmt
henni, þessi mál fyrir þinginu til af-
greiðslu:
Skýrslur embættismanna — Lesbókar-
málið — Stúdentagarðurinn og samvinnu-
málið — verðlaunapeningar fyrir Islenzku
kunnáttu — Bókasafnsmálið — Gtgáfa
Tímaritsins — íslenzkukensla — Ut-
breiðslumál — Varnarsjóður Ingólfs Ing-
ólfssonar — Ný mál — Kosningar em-
bættismanna.
Var kosin þriggja manna. nefnd, þeir
Thorst. Gíslason, Guðmundur Fjeldsted
og Björn Pétursson til þess að athuga
dagskrána.
Sú nefnd gerði breytingartillögu um,
að á eftir: Utbreiðslumál, kæmi: Þátt-
taka deilda og kosning erindreka til
þings. Ennfremur að kosning embættis-
manna skyldi fram fara á föstudag kl.
1.30 e. h., svo að nefndin, er f.ara skyldi
á fund fræðslumálanefndar kl. 4.30 e. h.
þann dag, skyldi ekki verða síðbúin.
Dagskráin var síðan lesin og samþykt.
Samþykt að setja þriggja manna nefnd
til þess að athuga skýrslu forseta. Voru
kosnir í hana Sigfús Ilalldórs frá Höfn-
um, séra Rögnv. Pétursson og J. Gillies.
Lagði nefndin þag til, að skýrsla for-
seta skyldi samþykt með lítilfjörlegum
orðabreytingum, og birt í sjöunda ár-
gangi Tímaritsins.
Var tillaga þessi samþykt og þar með
tekið við skýrslu forseta. —
Þá las ritari stutta. skýrslu. Hefði
stjórnarnefndin haldið með sér 14 fundi
á árinu, alla, a.ð þrem undanteknum, að
heimili vara-forseta, Gísla Jónssonar. —
Hefðu þau hjónin af gestrisini sinni,
boðið nefndinni heimili sitt til fundar-
halda, i eitt skifti fyrir öll.
Var þvínæst gengið til atkvæða um
skýrslu ritara, samkvæmt samþykt, er
gerð var að samþykkj.a skýrslu hvers em-
bættismanns fyrir sig. Var skýrslan sam-
þykt með öllum greiddum atkvæðum.
Þá las féhirðir, Hjálmar Gíslason, upp
skýrslu sína, er var útbýtt, prentaðri,
meðal fundarmanna.
Gat féhirðir þess, að þrátt fyrir hinn
niikla kostnað, er fallið hefði á Þjóð-
ræknisfélagið, við útgáfu bókarinna.r:
“History of Iceland”, eftir Knut pró-
fessor Gjerset, þá væri félagig svo furðu-
lega vel stætt, að nú við árslok væru
$1100.00 í sjóði. — Var þeirri fregn
fagnað með dynjandi lófat.aki.
Að því búnu var skýrsla féhirðis sam-
þykt með öllum greiddum atkvæðum.
Þá bar skjalavörður, Arnljótur Björns-
son Olson, fr.am skýrslu sína.
Gat þess, ag hún væri í algerðu sam-
ræmi við skýrslu féhirðis. Aleit hann,
að segja mætti um sölu þeirra bóka, er
félagið hefði haft með höndum, sérstak-
lega Tímaritsins, að hún hefði engu mið-
ur gengið en á undanfarandi árum, þó