Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 135
SJÖTTA ÁRSÞING
133
vitanlega heföi ekki árað vel hér í Landi,
og víöa væri þröngt í búi.
Var skýrsla skjalavaröar síöan sam-
þykt með öllum greiddum atkvæðum.
Vara-fjármálaritari, Klemens Jónasson,
sem annast hafði störf- fjármálaritara,
var ekki viðstaddur. En meö því aö
skýrsla hans var óbeinlínis innfalin í
skýrslu féhiröiSí var samþykt aö fást
ekki frekar um það, ef vara-fjármálarit-
ari ekki gæti mætt á þinginu.
Þá las Björn Pétursson upp athuga-
semdir endurskoðunarmanna, og jfundu
þeir, eins og í fyrra, að hinu óheppilega
fyrirkomulagi á bókfærslu embættismanna
félagsins, sérstaklega fjármálaritara, og
töldu nauðsynlegt að breyta bókfærslu-
aðferöinni.
J. J. Bíldfell geröi og nokkrar athuga-
semdir um reikningsfærslu og bankavið-
skifti félagsins, og gaf ýmsar bendingar
um það. Var samþykt að kjósa þriggja
manna nefnd til þess að athuga bendingar
yfirskoðunarmannanna og J. J. Bíldfells.
I þá nefnd voru kosnir Þorsteinn GísLa-
son, Björn Pétursson og Árni lögmaður
Eggertsson.
Þá las Páll Bjarnarson frá Winnipeg
skýrslu um Islenzkukensluna í þeim bæ
á yfirstandandi vetri:
Ilefðu 98 börn og unglingar orðið
kenslunnar aðnjótandi, á því tíma.bili, er
af væri. Heföu aðeins 3 hætt. 15 væru
fluglæs, 43 væru lesandi, eða stautandi,
og 40 væru aö læra a.ð stafa.
Kvað hann góðan árangur sjáanlegan
af starfinu, en þó gengi erfiðlega með
laug.ardagsskólann. Myndi sú kensla, er
þar færi fram, ekki koma að tilætluðum
notum. Væri tíminn ónógur til þess að
koma fyllilega að notum.
Þá er skýrslur þessar höföu verið af-
greiddar af þinginu, bað vara-forseti
Gísli Jónsson, sér hljóös. Skýrði hann
frá því, aö i þingsalnum væri staddur
skáldiö og rithöfundurinn Einar H.
Kvaran, fyrir tveim mánuðum kominn
vestur um haf. Vildi hann skora á þing-
heim að veita honum full þingréttindi.
Var þaö samþykt meö dynjandi lófaklappi.
Þá skýrði formaður þjóöræknisdeildar-
innar "Fjallkonan”, í Wynyard, Árni
Sigurðsson, frá starfi deildarinnar s.l.
ár. Kvað hann deildina hafa haft um-
sjón með Islendingadagshaldi í Wynyard,
á síðastliðnu sumri. Hefðu um 1000
manns verið þar samankomnir, og væri
líkur mannsöfnuður við þá hátiö staddur
árlega. Þá heföi deildin með höndum
bókasafn, 400 bindi, mest góö skáldrit.
Gengi mest fé deildarinnar til þess safns.
Félagsmenn væru um 80. Þá hefði og sú
deild hlutast til um það fyrst, aö Þjóð-
læknisfélagið beitti sér fyrir Ingólfs-
málið.
J. Gillies og G. Húnfjörö frá Brown,
skýrðu og nokkuð frá starfi þjóöræknis-
deildarinnar þar. Væri þar mikill áhugi
á því, aö kenna börnum Islenzku, enda
væri það ekki eins vandasamt og ma.rgir
teldu. Deildin hefði og gengist fyrir
samskotum í Ingólfssjóðinn. Ennfremur
hefði hún og tekið að sér, að halda há-
tíðlegt 25 ára afmæli hins ung.a. bygðar-
lags, og hefði það farið ágætlega úr
ihendi. —
Þá var tekið fyrir Lesbókannálið.
Gerði Bjarni Magnússon tillögu um að
fnamkvæmdamefndinni skyldi falið að
semja um það mál við dr. Sig. Júl. Jó-
'hannesson, að svo miklu ieyti sem hún
sæi sér fært, því að Jóhann Magnús
Bjarnason skáld hefði ekki séð sér fært
að verða við tilmælum stjórna.rnefndar-
innar, um að safna til lesbókar, að því
er forseti hefði skýrt frá, og heldur ekki
séra Eyjólfur Melan, er nefndin um
tíma h.a,fði vonað að gefa myndi kost á
sér.
Þessi tillaga var samþykt í einu hljóði.