Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 138
136
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
studda af Birni Péturssyni, að samþykkja
fyrsta lið c) óbreyttan. Sigfús Halldórs
frá Höfnum gerði þá brtt., að leyfa að
veita alt að $50 verðlaunum, þar eð miklu
nieiri nauðsyn bæri til þess ag hlynna að
Islenzku-kenslunni hér í Winnipeg en ann-
arsstaðar. Brtt. var feld með miklum
meirihluta atkv. og tillaga sérá Jónasar
samþ. með öllum greiddum atkvæðum.
Annar liður nefndarálitsins var samþ.
með öllum greiddum atkvæðum.
Þriðji liður var s.amþ. meg öllum
greiddum atkvæðum.
Gerði séra Jónas A. Sigurðsson þá
tillögu, en Sigfús Halldórs frá Höfnum
studdi, að samþykkja skyldi nefndarálit-
ið með áorðnum breytingum. Var það
samþ. með öllum greiddum atkvæðum.
Þá las hr. Jakob F. Kristjánsson upp
álit nefndarinnar um bókasafnsmálið :
I fyrsta lagi: að þar eð ótiltækilegt sé,
áð stofna. bókasafn án þess að trygt sé
húsrúm, en erfitt að fá það nú, þá mætti
reyna að leita til Carnegie bókasafnsins
hér, að það v.a.rðveiti bækur félagsins og
ábyrgist þær, enda taki það íslenzkan
starfsmann að safninu, og heimili honum
nægan tím.a frá öðrum störfum, til þess
að halda góðu lagi á íslenzku bókunum.
I öðru lagi: Komist félagið að þessum
samningum, heimili þingið; væntanlegri
nefnd að leita til útgefenda og rithöfunda
um bókagjafir og ennfremur að nota alt
að $200 á næsta ári til bókakaupa.
I þriðj.a. lagi: takist nefndinni ekki
þetta, skuli hún íhuga aðra möguleika
og leggja álit sitt um þá fyrir næsta þing.
Samþykt var að ræða hvern lið fyrir
sig.
Sigfús Ha.lldórs frá H'öfnum benti á
það dæmalausa hirðuleysi um bækur, jafn-
vel enskar, er ætti sér stað á Carnegie
safninu. Klemens Jónasson vildj að sem
mestu ,af gömlum, sjaldgæfum islenzkum
bókum, er nú væru að farast hér vestra,
yrði bjargað á þetta fyrirhugaða safn.
Við fyrsta lið kom brtt. frá séra, Jónasi
A. Sigurðssyni, þess efnis, að hann skyldi
hljóða svo:
“Með því að nefndin álitur ótiltækilegt
að stofna bókasafn, án þess að því sé
trygt húsnæði, leggur hún til að kosin
sé þriggja, manna milliþinganefnd til
þess að athuga málið”.
Þessi brtt. var studd og samþykt með
óllum greiddum atkvæðum gegn 2.
Við annan lið gerði Sigfús Halldórs
frá Höfnum þá brtt., að hann skyldi
f.alla í burtu. Var hún studd af séra
Jónasi A. Sigurðssyni. Brtt. við brtt.
kom frá séra Rögnv. Péturssyni, studd
af Birni Péturssyni, að í stað liðsins
komi nýr annar liður, er hljóði svo:
‘Nefndin leggur til að væntanlegri 3
manna milliþing.anefnd sé falin varð-
veizla þeirra bóka, er bókasafninu kann
að áskotnast. Var þessi brtt. við brtt.
sarnþ. með öllum þorra atkvæða.
Við þriðja lið nefndarálitsins kom sú
brtt. frá séra Rögnv. Péturssyni, studd
af séra Jónasi A. Sigurðssyni, að liður-
inn falli í burtu, en í stað hans komi hinn
upprunalegi .annar liður nefndarálitsins,
með litlum breytingum, er hljóði svo:
“Takist milliþinganefndinni að/ komast
að samningum á húsrúmi fyrir bóka-
safnið, felur þingið nefndinni, að far.a
þess á leit við útgefendur og rithöfunda,
í nafni félagsins, að gefa því bækur, og
að sjá um það eftir megni, að forð.a dýr-
mætum bókum hér vestra frá glötun.
Ennfremur heimilar þingið nefndinni, að
nota alt að $200 á næsta ári til þess að
kaupa þær bækur, sem ekki fást gefnar
og hún álítur nauðsynlegar.” Þessi brtt.
var samþykt.
Því næst var nefndarálitið samþ. með
áorðnum breytingum og milliþinga-
nefndin kosin. Var hún skipuð þeim Páli