Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 19
Skýrsla stjórnar 17
Kaupmannahöfn, 2 með BS próf og l með MS próf frá Bandaríkjunum, einn með
Dipl.ing. próf frá V-Þýskalandi og annar með slíkt próf frá A-Þýskalandi, einn með próf
frá Lundi í Svíþjóð og einn með MS próf frá Bretlandi. Tólf þessara aðila sóttu einnig urn
inngöngu í VFÍ auk þriggja annarra. Nefndin hafnaði umsóknum fimm aðila um leyfi til
að kalla sig verkfræðing. Nefndin fjallar ekki um umsóknir þeirra sem lokið hafa
verkfræðinámi frá Háskóla íslands og þarf því að bæta þeim við til að finna fjölgun
verkfræðinga hér á landi á síðasta ári.
Einnig er mikið urn að námsmenn snúi sér til nefndarinnar varðandi upplýsingar um
verkfræðinám erlendis og með fyrirspurnir um mat á námi við einstaka skóla.
Áfram var fylgst með námi í verkfræði við Háskóla íslands og var ákveðið að stefna
að því að gera nýja úttekt á náminu haustið 1991. Ákveðið var því að viðurkenna þetta
nám sem fullgilt verkfræðinám fram til 1992. Góð samvinna var einnig við deildarforseta
verkfræöideildar urn endurmenntun. Síöastliðiö haust var verkfræðingum boðið að sækja
námskeið við HÍ með nemendum og voru þau höfð á tímum sem talið var að hentað gætu
verkfræðingum. Tíu félagsmenn VFÍ sýndu þessu áhuga á haustmisseri og sátu fjórir
þeirra námskeið út misserið. Einn verkfræðingur sækir nú á vormisseri námskeið við
verkfræðideild.
Formaður Menntamálanefndar á sæti íendurmenntunarnefnd HÍ. Námskeiðahald á
þeirra vegum hefur stöðugt vaxið á undanförnum árum og á síðasta ári skipuðu tæknileg
verkefni eins og áður stóran sess í starfseminni. Unnið var á árinu að stefnumótun fyrir
endurmenntunarnefnd og var í kjölfar þess m.a. ákveðið að fá verkfræðing eða
tæknifræðing í hlutastarf hjá nefndinni til að stýra dagskrárgerð námskeiða á tæknisviði.
Unnið var áfram að athugun á notkun myndbanda og annars fjarkennsluefnis við
endurmenntun tæknimanna hér á landi. Skipaður hefur verið starfshópur til að halda
áfram að skoða þau nrál.
Nefndin hefur rekist á nokkur dæmi þar sem verkfræðingstitillinn hefur verið
misnotaður aö hennar mati. Nefndin hefur fjallað unr þessi dæmi og einnig hefur almennt
verið rætt um notkun titilsins. Lögð hefur verið áhersia á að Verkfræðingfélagið þurfi að
fylgjast með því að verkfræðingstitillinn sé ekki misnotaður. Ef það er ekki gert er starf
nefndarinnar til lítils.
7.2 Kynningarmál.
Framkvæmdastjórn VFÍ skipaði, þann 11
Svönu Helen Björnsdóttur
til 1. maí 1991, formaður*)
Jón Steinar Guðmundsson
til 1. maí 1990*)
Guðmund Þorbjörnsson
til 1. maí 1990
Kynningarnefnd hélt 11 nefndarfundi á starfsárinu. Átta samlokufundir hafa verið
haldnir eins og getið er um í lista yfir fundi. Tveir fræðslufundir voru haldnir. Sá fyrri var
um virðisaukaskatt. Hann var haldinn 10. október í Verkfræðingahúsinu. Frummælend-
ur voru Pétur Stefánsson formaður FRV og Júlíus Sólnes ráðherra. Síðari fundurinn var
um jarðskjálfta. Hann var haldinn í Norræna húsinu og hlýddu þar rúmlega 100 manns á
Pál Halldórsson jarðskjálftafræðing, Ragnar Sigbjörnsson verkfræðing og Björn Inga
*) Jón Steinar Guðmundsson, sem verið hafði formaður, flulti af landi brott og við
formennsku tók Svana Helen Björnsdóttir.
apríl 1989, eftirtalda í Kynningarnefnd VFÍ:
Stefán Ingólfsson
til 1. maí 1990
Árna Árnason til 1. maí 1991
Árna Björn Jónasson
til 1. maí 1991