Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 90
88 Árbók VFÍ 1989/90
1.4 Verkefni rannsóknadeildar.
Starfsemi rannsóknadeildar fer vaxandi og nýi tilraunasalurinn aö Vesturvör 2 í
Kópavogi hefur stórbætt aöstööu til líkantilrauna. Á síðasta ári voru byggö líkön að
höfnunum á Ólafsfirði, Bakkafirði og Sauðárkróki.
Unnið var í samráði við heimamenn að lausn vandamála og möguleikar á framtíðar-
uppbyggingu kannaðir. bessi starfsemi hefur sannað gildi sitt með öruggari og kostnaðar-
minni framkvæmdum.
Auk þessa hefur á vegum rannsóknadeildar veriö unnið að gerö rannsóknaáætlunar
fyrir Hornafjörð, sem miðar því að afla sem gleggstra vitneskju um samspil náttúruafla
viö Hornafjarðarós. Á grundvelli þcirrar þckkingar verðursíöan kannað hvort ogþá með
hvaða hætti mögulegt er að framkvæma úrbætur.
Annaö, sem unnið hefur veriö á vegum rannsóknadeildar, eru hefðbundin verkefni við
botnrannsóknir, dýptarmælingar ogöldumælingar, sem eru nauðsynlegur undirbúningur
líkantilrauna.
2. Landbrotsvarnir
Framkvæmdir við sjóvarnargarða til að hindra landbrot eru að fullu kostaðar af ríkissjóði
og annast Hafnamálastofnun framkvæmd þeirra.
Fjármagn til þessara framkvæmda er mjög naumt skammtað og einungis mögulegt að
sinna brýnustu verkefnum. Víða er þó mikið í húfi að gert sé stórátak í uppbvggingu
sjóvarnargarða eins og sannaðist í stormflóðunum á Eyrarbakka og Stokkseyri þ. 9.
janúar 1990.
Á árinu 1989 var unnið fyrir samtals 28 mkr. á 19 stöðum. Má segja að þessu litla
fjármagni hafi veriö dreift ansi víða, en víða er þörf og oft geta mjög óverulegar
framkvæmdir hindrað aö stórtjón verði á mannvirkjum og landi. Mest var unnið á
Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir 6,2 mkr. og á Húsavík fyrir 5,8 mkr.
3. Vitar og leiðarmerki
Á vegum Vitastofnunar var varið um 20 mkr. til nýframkvæmda og endurbóta á því
leiðsögukerfi, sem rekið er fyrir sjófarendur umhverfis landið. Þetta kerfi samanstendur
m.a. af Ijósvitum, radiovitum. radarsvörum og öðrum föstum merkjum á landi og auk
þess fljótandi leiðarmerkjum (baujum).
3.1 Þyrlupallur í Kolbeinsey.
Sérstæðustu og jafnframt umfangsmestu framkvæmdir á vegum Vitastofnunar voru án
efa gerð þyrlupalls í Kolbeinsey dagana I9.-29. júlí 1989 (sjá mynd 3). Tilgangur með
verkefni þessu var tvíþættur. í fyrsta lagi að stuöla að verndun og viöhaldi þessa
grunnlínupunkts og og í öðru lagi aö koma upp siglingamerki og aðstöðu til ýmis konar
athugana.
Hvað varðar fyrra atriöið, þá myndi fiskveiðilögsaga okkar minnka um H) þúsund
ferkílómetra hyrfi eyjan af yfirborði sjávar . Jafnframt myndaðist þá hættulegt blindsker,
en mörgfiskiskipsækjaáþetta hafsvæði ídjúprækju o.fl. tegundir. Þyrlupallurinn, sem er
keilustubbur úr massívri steinsteypu, stuðlar að því aö vernda og styrkja eyjartoppinn og
er um leið einskonarstökkpallur til frekari aðgerða. Nú, þegar mögulegt cr að lenda með
þyrlu á skerinu, er hægt að koma þangað mannskap, tækjum og efni því sem þarf til
frekari aðgerða.