Árbók VFÍ - 01.01.1991, Side 118

Árbók VFÍ - 01.01.1991, Side 118
116 ÁrbókVFÍ 1989/90 km. Stæðufjöldi er 60 frá Stuðlum yfir Brosaskarð og niður fyrir svokallaða Ups í botni Fáskrúðsfjaröar, en þar er nýja línan tengd þeirri gömlu. I stað Brosaskarðs kom til greina að leggja línuna um Stuðlaskarð. Við það hefði línuleiðin orðið um 1 km lengri og mesta hæð hennar hafði verið í um 780 m.y.s. Þó svo að línan liggi nokkru lægra en í Brosaskarði var sú Ieið ekki fyrir valinu vegna meiri kostnaðar. Þá mælti Náttúruverndarráð frekar með því að velja Brosaskarð vegna þess að línan verður minna áberandi Reyðarfjarðarmegin og slóðagerð verður mun minni. Línan er byggð fyrir 66 kV spennu og eru burðarmöstrin krossaðar tvístæður úr tré. Leiðari er álvír með stálkjarna (AAAC) annarsvegar 53,5 mm: koparjafngildis með slitþol 72 KN og hins vegar 109 mm: koparjafngildis með slitþol 189 KN, en sá leiðari var notaður frá stæðu 17 að stæðu 47 eða yfir þann hluta línuleiðarinnar sem liggur hæst. Línunni er skipt niður í 8 mismunandi kafla og er hönnunaráraun misjöfn fyrir hvern kafla. Mesta vindálag sem reiknað var er 50 m/s og hámarksísing 18 cm. Bygging línunnar hófst í febrúar 1989 með efnisdreifingu og reisingu Reyðarfjarðar- megin. í lok marz hófust efnisflutningar og vinna við línuna Fáskrúðsfjarðarmegin. Um miðjan júní varð að hætta framkvæmdum vegna leysinga sem ollu mikilli ófærð. Vinna hófst aftur í byrjun september og var tengt við gömlu línuna um miðjan október. Undirbúningur og mælingar voru unnar af starfsmönnum Rafmagnsveitnanna, en um hönnun línunnar sá Verkfræðistofan Línuhönnun. Línan var reist af starfsmönnum Rafmagnsveitnanna á Egilsstöðum og var heildarkostnaður við verkið um 46 mkr. 3. Tenging VHF-fjarskiptakerfis RARIK við almenna símakerfið Allt frá árinu 1981 hafa Rafmagnsveitur ríkisins rekið eigið VHF-fjarskiptakerfi, en um það leyti lagði Póstur og sími af talstöðvakerfi sem þjónað hafði Rafmagnsveitununi um langt árabil. Á þessum tíma var farsími ekki valkostur hér á landi. í ljósi mikilvægis fjarskipta fyrir rekstur veitukerfisins var þá tekin ákvörðun um að fjárfesta í núverandi kerfi sem í dag samanstendur af 15 móðurstöðvum staðsettum víðs vegar um landið og nálægt 120 farstöðvum, auk u.þ.b. 30 handstöðva. Góð fjarskipti eru gífurlega mikilvæg fyrir rekstur Rafmagnsveitna ríkisins sem og annarra rafveitna með víðtækan rekstur og kemur þar einkum tvennt til. Annars vegar að starfsmenn eru oftar en ekki að störfum Iangt frá byggð og í vályndum veðrum þannig að öryggi þeirra getur oltið á góðu fjarskiptasambandi ef eitthvað ber út af. Auk þess sem góð fjarskipti við spennusetningu á línum eru mikilvægt öryggisatriði við að koma boðum á milli manna. Hins vegar stuðla góð fjarskiptasambönd jafnframt að styttra straumleysi í bilanatilvikum og gera þar með afhendingu raforku til notenda öruggari. Árið 1988 var tekin ákvörðun um að bæta fjarskiptasamband á sem hagkvæmastan hátt með tilliti til þess að tengjast almenna símakerfinu, einkum vegna vinnu utan skrifstofu- tíma. Tveir valkostir komu til greina, annars vegar frekari útvíkkum þess kerfis sem búið var að leggja kostnað í, og hins vegar að fara í farsímavæðingu fyrirtækisins. Fengið var tilboð í smíði búnaðar til samtengingar VHF-kerfisins við almenna símakerfið og gerð athugun á verði á farsímum. Augljóst virðist að hagkvæmara var að taka fyrri valkostinn, bæði hvað varðar stofnkostnað og rekstrarkostnað. Póst og símamálastofnunin heimilar almennt ekki samtengingu farstöðvakerfa við almenna símakerfið, en vegna mikilvægis fjarskipta fyrir Rafmagnsveiturnar og þess að stofnunin gat ekki boðið upp á sjálfvirka farsímanotkun þegar Rafmagnsveiturnar lögðu í kostnað vegna fjarskiptakerfis síns veitti hún undanþágu til slíks leyfis.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Árbók VFÍ

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók VFÍ
https://timarit.is/publication/898

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.