Árbók VFÍ - 01.01.1991, Blaðsíða 118
116 ÁrbókVFÍ 1989/90
km. Stæðufjöldi er 60 frá Stuðlum yfir Brosaskarð og niður fyrir svokallaða Ups í botni
Fáskrúðsfjaröar, en þar er nýja línan tengd þeirri gömlu.
I stað Brosaskarðs kom til greina að leggja línuna um Stuðlaskarð. Við það hefði
línuleiðin orðið um 1 km lengri og mesta hæð hennar hafði verið í um 780 m.y.s. Þó svo að
línan liggi nokkru lægra en í Brosaskarði var sú Ieið ekki fyrir valinu vegna meiri
kostnaðar. Þá mælti Náttúruverndarráð frekar með því að velja Brosaskarð vegna þess að
línan verður minna áberandi Reyðarfjarðarmegin og slóðagerð verður mun minni.
Línan er byggð fyrir 66 kV spennu og eru burðarmöstrin krossaðar tvístæður úr tré.
Leiðari er álvír með stálkjarna (AAAC) annarsvegar 53,5 mm: koparjafngildis með
slitþol 72 KN og hins vegar 109 mm: koparjafngildis með slitþol 189 KN, en sá leiðari var
notaður frá stæðu 17 að stæðu 47 eða yfir þann hluta línuleiðarinnar sem liggur hæst.
Línunni er skipt niður í 8 mismunandi kafla og er hönnunaráraun misjöfn fyrir hvern
kafla. Mesta vindálag sem reiknað var er 50 m/s og hámarksísing 18 cm.
Bygging línunnar hófst í febrúar 1989 með efnisdreifingu og reisingu Reyðarfjarðar-
megin. í lok marz hófust efnisflutningar og vinna við línuna Fáskrúðsfjarðarmegin. Um
miðjan júní varð að hætta framkvæmdum vegna leysinga sem ollu mikilli ófærð. Vinna
hófst aftur í byrjun september og var tengt við gömlu línuna um miðjan október.
Undirbúningur og mælingar voru unnar af starfsmönnum Rafmagnsveitnanna, en um
hönnun línunnar sá Verkfræðistofan Línuhönnun. Línan var reist af starfsmönnum
Rafmagnsveitnanna á Egilsstöðum og var heildarkostnaður við verkið um 46 mkr.
3. Tenging VHF-fjarskiptakerfis
RARIK við almenna símakerfið
Allt frá árinu 1981 hafa Rafmagnsveitur ríkisins rekið eigið VHF-fjarskiptakerfi, en um
það leyti lagði Póstur og sími af talstöðvakerfi sem þjónað hafði Rafmagnsveitununi um
langt árabil. Á þessum tíma var farsími ekki valkostur hér á landi. í ljósi mikilvægis
fjarskipta fyrir rekstur veitukerfisins var þá tekin ákvörðun um að fjárfesta í núverandi
kerfi sem í dag samanstendur af 15 móðurstöðvum staðsettum víðs vegar um landið og
nálægt 120 farstöðvum, auk u.þ.b. 30 handstöðva.
Góð fjarskipti eru gífurlega mikilvæg fyrir rekstur Rafmagnsveitna ríkisins sem og
annarra rafveitna með víðtækan rekstur og kemur þar einkum tvennt til. Annars vegar að
starfsmenn eru oftar en ekki að störfum Iangt frá byggð og í vályndum veðrum þannig að
öryggi þeirra getur oltið á góðu fjarskiptasambandi ef eitthvað ber út af. Auk þess sem
góð fjarskipti við spennusetningu á línum eru mikilvægt öryggisatriði við að koma boðum
á milli manna. Hins vegar stuðla góð fjarskiptasambönd jafnframt að styttra straumleysi í
bilanatilvikum og gera þar með afhendingu raforku til notenda öruggari.
Árið 1988 var tekin ákvörðun um að bæta fjarskiptasamband á sem hagkvæmastan hátt
með tilliti til þess að tengjast almenna símakerfinu, einkum vegna vinnu utan skrifstofu-
tíma. Tveir valkostir komu til greina, annars vegar frekari útvíkkum þess kerfis sem búið
var að leggja kostnað í, og hins vegar að fara í farsímavæðingu fyrirtækisins. Fengið var
tilboð í smíði búnaðar til samtengingar VHF-kerfisins við almenna símakerfið og gerð
athugun á verði á farsímum. Augljóst virðist að hagkvæmara var að taka fyrri valkostinn,
bæði hvað varðar stofnkostnað og rekstrarkostnað.
Póst og símamálastofnunin heimilar almennt ekki samtengingu farstöðvakerfa við
almenna símakerfið, en vegna mikilvægis fjarskipta fyrir Rafmagnsveiturnar og þess að
stofnunin gat ekki boðið upp á sjálfvirka farsímanotkun þegar Rafmagnsveiturnar lögðu í
kostnað vegna fjarskiptakerfis síns veitti hún undanþágu til slíks leyfis.