Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 180

Árbók VFÍ - 01.01.1991, Page 180
178 Árbók VFÍ 1989/90 • Neðst er staðan fyrir 57 milljónum ára þegar landrek er nýlega hafið austan núverandi Jan Mayen-hryggjar og hefur klofið Noreg frá. Úthafsskorpa er byrjuð að myndast í sprungunni og hraun frá eldgosum ofan sjávarborðs flæða inn yfir strandsléttu meginlandsins og hylja setlög sem þar kynnu að finnast. • Fyrir 50 milljónum ára hefur gliðnunin gengið lengra, gossprungan hefur fjarlægst svæðið og er sigin undir sjávarborð í nýju sjávardjúpi. Úthafsskorpan kólnar og sígur í sjó. Jaðar meginlandsins sígur einnig, en í minna mæli. Nú er Jan Mayen-svæðið landgrunn Grænlands og þar leggjast til setlög sem eru framburður af landinu. Upp úr þessu byrjar svæðið að brotna og þar myndast misgengja- og gliðnunarástand sem þróast næstu ármilljónatugi. • Fyrir 30 milljónum ára hefur brotahreyfingin á Jan Mayensvæðinu gengið nær til enda, og svæðið vestan aðalhryggjarins hefur tognað svo og sigið í sæ að hryggurinn stendur eftir einangraður. Gamla úthafsskorpan austan hryggjar heldur áfram að síga vegna lögmála kólnunar. Flryggurinn sjálfur sporðreisist og rekur vesturbrúnir upp fyrir sjávarmál. Sjávarrof hefur svo gengið á ungu setlögin og myndað sléttan rofflöt á hryggjartoppnum. Setframburðurinn sem myndast við þetta sest til neðar í hlíðunum og í djúpinu, en djúpið vestan við stöðvar allan setframburð frá Grænlandi, svo þaðan berst ekkert á sjálfan hrygginn. • Fyrir 21 milljón ára hefur tognun vestan hryggjar gengið svo langt að skilið er að fullu milli Grænlands og Jan Mayen svæðisins og úthafsskorpa farin að myndast í geilinni. A svipuðum tíma flæða hraun yfir botninn í sigdalnum vestan og sunnan hryggjarins, hylja eldri jarðlög, og valda nú erfiðleikum við könnum jarðlaga á því svæði. • Eftir þennan tíma fellur flest í ljúfa löð á Jan Mayen-svæðinu og brotavirkni og eldvirkni deyr út. Setlagahulan þykknar hægt í djúpunum og lítillega uppi á hryggnum. Jarðskorpan sígur smám saman dýpra í sæ vegna áframhaldandi kólnunar, og þar með sjálfur hryggurinn. 3 Líkur á olíu? Endurkastsmælingar gefa sjaldnast beinar upplýsingar um tilvist olíu í jarðlögum og svo er einnig í okkar tilviki. Ýmsar óbeinar vísbendingar má þó lesa úr þeim, og mikilvægt er að á Jan Mayen-hrygg hafa fengist sterkar ábendingar um gömui setlög undir hraunlög- unum. Þau gætu verið sambærileg við olíusetlög á Grænlandi eða við Noreg. Samanburð- ur við Grænland mundi benda til aldurs setlaganna á bilinu 140-400 milljónir ára. Líkleg ummyndun (olíuþroskastig) lífræns efnis á mismunandi dýpi hefur verið reiknuð, að gefnum vissum forsendum um hitastigul í jörðuog upphleðslusögu setlaganna (7. mynd). Dökka línan á þversniðinu sýnir reiknað lágmarksdýpi fyrir olíumyndun í setlögunum. Neðan línunnar hefur að líkindum myndast olía, ef heppileg jarðlög með lífrænum leifum eru þar til staðar. Þessar athuganir útiloka nær öll tertíeru setlögin (lög ofan hrauna), en eldri setlög þar undir gætu nær alls staðar hafa myndað olíu. Því næst má benda á mögulega staði þar sem olía gæti safnast saman, en það er gjarnan þar sem lögin liggja hæst. Frekari ábendingar um olíu verður að byggja á sýnum úr jarðlögunum, sem einungis fást með borunum sem staðsettar eru með hliðsjón af endurkastsmælingunum. Flatarmál meginlandsskorpu Jan Mayen-svæðisins slagar hátt upp í þurrlendi íslands. Víðast hvar er er þessi jarðskorpa mikið brotin og sundurtoguð, og grafin undir afar þykkum ogóárennilegum hraunlagastafla, ogsjávardýpi ergjarnan ábilinu 1500-2000 m. Gerð hennar er þar mjög óviss og nær útilokað að geta sér til um líkur á olíu. Suðurmörk svæðisins eru einkum óglögg, enda lítið rannsökuð. Ákveðin rök benda til þess að svæðið nái jafnvel undir landgrunn íslands norðaustur af landinu. Farin var annar leiðangur til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Árbók VFÍ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók VFÍ
https://timarit.is/publication/898

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.