Árbók VFÍ - 01.01.1991, Side 188
186 ÁrbókVFÍ 1989/90
Ijóst, aö slíkur skiptibúnaður væri ekki fyrir hendi heldur yröi aö þróa hann sérstaklega.
Jafnframt voru settar fram ýmsar nýjar kröfur til slíks búnaðar. Meðal annars kom fram
brýn þörf fyrir að geta geymt gögn frá ratsjánum og að geta endurspilað þau, ef nauðsyn
krefði.
Eftir nánari athugun ákvað Flugmálastjórn í árslok 1986 að fá kerfisverkfræðstofu
Verkfræðistofnunar Háskólans til að þróa sérstakt tölvukerfi, sem innti þetta hlutverk af
hendi. Segja má að Flugmálastjórn hafi tekið nokkra áhættu með því að láta vinna þetta
verkefni hér á landi. Kerfisverkfræðistofa hafði að vísu unnið að ýmsum minni
verkefnum á sviði ratsjártækni fyrir stofnunina og bjó því yfir staðgóðri þekkingu á
viðfangsefninu og hafði reynslu af meðferð og formi þeirra merkja, sem notuð eru til að
senda gögnin frá ratsjánum. Hér var hinsvegar um að ræða mun vandasamara verkefni en
áður hafði verið ráðist í. Jafnframt var ljóst, að ýntsir óþekktir erfiðleikar gætu orðið á
veginunt, þar sem fyrir lá, að gera þyrfti nokkrar breytingar á hugbúnaði ratsjárskjánna.
Forsenda þess að gera mætti slíkar breytingar hafði hinsvegar verið tryggð með ákvæði í
upphaflegum kaupsamningi skjákerfisins, þar sem kveðið var á um rétt kaupanda til að
geta framkvæmt hvaða breytingar sem vera skyldi á hugbúnaði þeirra.
Það er skemmst frá að segja, að þróun umrædds ratsjártengikerfis hófst í októbermán-
uði árið 1986. Fyrsta viðfangsefnið var að ákveða hvaða tegund tölvu skyldi notuð. Hér
var nokkur vandi á höndum, þar sem mjög óvenjulegt form er á gagnasendingum frá
ratsjánum. Þannig eru notuð 13bitaorðí ratsjárskeytunum, semeróþekkt íþeim tölvum,
sem nú eru á markaðnum. Því var leitað eftir forritanlegum tengibúnaði, sem mundi gera
kleift að breyta skeytunum á 16 bita form, þ.e. algengt tölvuform. Eftir ítarlega athugun
var ákveðið að festa kaup á HP 9000/320
tölvu með UNIX stýrikerfi í þessu skyni.
Þetta val réðist ekki hvað síst af því, að til eru
tengispjöld fyrir þetta kerfi, sem tiltölulega
auðvelt er að forrita. Jafnframt var Ijóst, að
auðvelt yrði að tengja talsverðan fjölda slíkra
tengispjalda við tölvuna og því auövelt að
bæta fleiri ratsjám í kerfið, þegar þær kæmu
til sögunnar.
Eins og búist hafði verið við urðu nauðsyn-
legar breytingar á Starcon skjákerfunum erf-
iður hjalli. Þetta stafaði ekki síst af því að
koma þurfti upp þróunaraðstöðu til að gera
nauðsynlegar breytingar á hugbúnaðinum.
Þótt ýmsar upplýsingar lægju fyrir frá fram-
leiðanda um þann búnað, sem til þess þyrfti,
var þó óhjákvæmilegt að leysa þyrfti mörg
vandamál á eigin spýtur. Þetta verkefni lenti
einkum á herðum Brynjars Arnarsonar, sem
kom til starfa á kerfisverkfræðistofu að loknu
lokaprófi í rafmagnsverkfræöi vorið 1987.
Hann hafði jafnframt veg og vanda af þeim
breytingum, sem síðan voru gerðar á hug-
búnaði Starcon tölvanna.
iviynu u.
Ratsjárskiptikerfið í tœkjasal Jafnframt þessari þróun var unnið að gerð
Flugmálastjórnar. hugbúnaðar fyrir aðaltölvu ratsjárskiptitölv-