Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 193

Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 193
Ratsjárgögn 191 áöur en lýst er yfir að nýr ferill sé kominn til sögunnar. Þegar þessu ástandi er náð hefst síðan vinnsla ferilsins. Þessi vinnsla felst m.a. í að framreikna stöðu ferlanna með þcim hraða og stefnu, sem fékkst í síðustu umferð ratsjárinnar. Jafnframt eru reiknuö út líkindasvæði, sem umlykja þessa útreiknuðu stöðu og gefa hugmynd um hvar flugvélin geti verið stödd. Er þá tekið tillit til þess, að hún getur tekið beygju og sveigt af leið, auk þess sem skekkjur geta verið í mælingum ratsjárinnar. Síðan eru nýjar mælingar frá ratsjánni tengdar við ferlana. Þetta dæmi getur orðið allflókið, þegar fleiri en ein flugvél er stödd í næsta nágrenni og margir tengimöguleikar eru fyrir hendi. Er þá beitt bestun til að ákvarða þessar tengingar. Hér þarf m.a. að gera ráð fyrir, að gögnin geti bjagast í móttöku eða einhvers staðar á leið sinni frá ratsjánni til tölvunnar. Þannig er ekki óalgengt að auðkenni og flughæð geti brenglast. Þegar lokið er við að para saman einstakar ratsjármælingar og þá ferla, sem tölvan geymir, eru ferilgögnin uppreiknuð með algrímum ferilsíunnar. Nýju mælingarnar eru þá notaðar til að reikna nýja staðsetningu og hraða. Nota má ýmis algrími í þessu skyni, en algengust er svonefnd alfa-beta sía. Þetta er sú aðferð, sem notuð er í fyrstu útgáfu af ferilkerfi kerfisverkfræðistofu. Þetta algrími byggist á tiltölulega cinföldu líkani af hreyfieiginleikum flugvéla. Þannig er nýja staðsetningarmælingin notuð til að leiðrétta stöðu og hraða viðkomandi ferils skv. eftirfarandi jöfnum: x+ = x_+ alfa*dx v+ = + beta*dx þar sem x = stöðuvektor ferils v = hraðavektor ferils dx = mismunur á framreiknaðri og mældri stöðu alfa = mögnunargildi stöðuleiðréttingar beta = mögnunargildi hraðaleiðréttingar Mínusmerkið gefur til kynna að viðkomandi gildi er framreiknað frá fyrri mælingu, en plúsmerkið táknar að gildið hefur verið leiðrétt með mælingunni, sem barst frá ratsjánni. Algrímið er í sjálfu sér ntjög einfalt oger á því formi, sem tíðkast í Kalman síum. Er þá líklegasta gildi mælingarinnar reiknað út og það borið saman við raunverulega mælingu. Mismunurinn er síðan notaður til þess að leiðrétta útreiknaða gildið á þann hátt sem sýnt er hér að ofan. Eiginleikar alfa-beta síunnar felást hinsvegar í þeim gildum, sem valin eru fyrir alfa og beta. Þessi gildi eru reyndar breytileg og er breytt í samræmi við hreyfingar flugvélarinnar eins og þær birtast í mælingum ratsjárinnar. Þessi sía hefur því aðlögunar- hæfni, sem felst í því, að alfa-beta gildin verða stærri eftir því sem flugvélin víkur hraðar frá beinum ferli. Helsti kostur alfa-beta síunnar er, að reikningar hennar eru fremur einfaldir og taka því skamman tíma. Þetta skiptir talsveröu máli, þar sem ferilreikning- arnir mega ekki valda neinum töfum, sem heitið geta. Hinsvegar kemur mjög til greina að nota mun fullkomnari algrími í framtíöinni, sem byggjast á flóknari stærðfræðilegum líkönum af hegðun flugvélanna. Afköst tölva hafa aukist svo mjög, að slíkt er nú fyllilega raunhæft. Þegar ofangreindri vinnslu er lokið myndar feriltölvan sérstakt skeyti, sem sent er til RDS tölvunnar. Þetta skeyti er síðan sent til skjátölvunnar, sem setur ferilgögnin fram á skjáinn. Ferilvinnslan gerir það að verkum, að þessi gögn eru niun fullkomnari en hráar mælingarnar frá ratsjánni. I fyrsta lagi er staðsetningin nákvæmari en einstakar mælingar ratsjárinnar. í öðru lagi ergefinn upp hraði ogstefna, sem hjálparflugumferðarstjóranum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Árbók VFÍ

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók VFÍ
https://timarit.is/publication/898

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.