Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 206
204 Árbók VFÍ 1989/90
- meðal þrýstistyrkur sýna við Blönduvirkjun var 44,1 MPa með staðalfráviki ± 10,8
MPa. Styrkurinn fór hæst í 62,5 MPa,
- meðal þrýstiþol í Ólafsfjarðarmúla er 30-35 MPa.
Taka verður fram að hitastig í Múlagöngunum er 4—5°C en var við Blöndu 10-20°C,
- meðal beygjustyrkur við Blönduvirkjun var 5,7 MPa ± 1,0, fór hæst í 7,6 MPa.
Beygjustyrkurinn var frá 10-15% af þrýstisstyrk, en þó virtist ekki vera beint samhengi
á milli þrýstistyrks og beygjustyrks.
Lítil aukning var á styrk frá 7d að 28d,
- meðalbeygjutogþol í Ólafsfjarðarmúla er 6,0 MPa . Beygjutogþolið er u.þ.b. 15-22%
af þrýstistyrk,
- bæði þrýsti- og beygjustyrkur er háður v/s tölu svo og rúmþyngd,
- beygjustyrkur virtist ekki háður notkun á hraðara sem fór ekki yfir 6% af sements-
þunga. Áhrifin á þrýstistyrk hafa ekki verið könnuð,
- beygjustyrkur virðist óháður notkun á stáltrefjum bæði við Blöndu svo og í Ólafsfjarð-
armúla . Við Blöndu voru notaðar 18 mm EE-trefjar 1 % af rúmmáli, í Ólafsfjarðamúla
eru notaðar Dramix ZC 30/0,5 stáltrefjar, 1% af rúmmáli,
- veörunarþol sprautusteypu mælt samkvæmt NT-prófi í 3% NaCl-lausn uppfyllir ekki
kröfuna um að flögnun eigi að vera < 0,5 kg/m2, veðrunarþolið telst þó vera nokkuð
þokkalegt samkvæmt sænskum staðli, sbr. mynd 6. Samkvæmt henni er veðrunarþolið
mjög gott af sprautusteypu með þrýstibrotþoli 35 MPa að vera.
Skýring á því hvers vegna hlutfall þrýstistyrks og beygjutogþols við Blönduvirkjun var
svo lágt sem raun bar vitni fékkst með þvi að senda erlendis íslenskt sement og sand frá
Sandá við Blöndu til samanburðar við steypu úr erlendu sementi og staðalsandi, sem áður
hafði verið þrautprófaður. Eftir þeim niðurstöðum er fengust kom í ljós að íslenska
sementið gaf samsvarandi þrýsti- og beygjutogstyrk og erlenda sementið, hvort heldur
var með sandi frá Sandá eða erlendum sandi. Niðurstaðan var því sú að íslenska fylliefnið
(sandur frá Sandá) náði einungis 60% af því hlutfalli er það erlenda náði.
Eins og fram kemur hér að framan voru notaðar 18 mm EE-stáltrefjar við Blöndu 80kg/
m'. Það gekk nokkuð vel að sprauta þeim og einnig hefur reynst erfiðleikalaust að sprauta
80 kg/m' af Dramix ZC 30/0.5 stáltrefjum í Ólafsfjarðarmúla. Magn Dramix ZC 30/0.5
stáltrefja í sprautsteypu er yfirleitt ekki meira en 40-60 kg/m' og í gögnum frá
framleiðanda (3) hef ég ekki séð greint frá svo mikilli trefjanotkun sem í Ölafsfjarðar-
múla, því það þykir miklum vandkvæðum bundið að sprauta svo miklu magni af
stáltrefjum. Það er því einstæður árangur er þar hefur náðst með þessari tegund trefja.
Alls hefur verið sprautað u.þ.b. 7.500 m' frá því að sprengingar hófust við Blönduvirkjun
1984. Krafttak sf hefur notast við mono-steypudælu frá Putzmeister í framangreindum
verkefnum.
2.6 Önnur notkun á sprautusteypu.
Nú skulu nefnd nokkur dæmi um notkun á sprautusteypu til annarra hluta en styrkinga á
jarðgöngum.
- viðgerðir t.d. á brúm, húsum, hafnarmannvirkjum og stíflum,
- styrkingar á vegskeringum svo og skurðveggjum t.d. aðrennslisskuröum virkjana,
- sérstök eldtefjandi sprautusteypa hefur verið framleidd af Aker í Noregi.
Hún hefur verið notuð til að verja einangrunarmottur í norskum jarðgöngum,
- til að ná fram ákveðnu útliti og formi svo sem í neðanjarðarbrautarstöðvum,
- sprautusteypa hefur verið notuð til listaverkagerðar, við gerð sundlauga og vatnsrenni-
brauta.