Neytendablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 5
Skuldum vafin
Guðmundur og Guðrún ganga hikandi inn á skrifstofu hagfræðings
Neytendasamtakanna; Guðmundur með plastpoka í annarri hendi,
möppu í hinni. i þeim erfólgið “heimilisbókhald” þeirra hjóna, vandi
þeirra og erindi til hagfræðingsins. Þau hafa ágætar tekjur, þótt þær hafi
heldur dregist saman á undanförnum misserum. Þau hafa hins vegar
ekki látið sitt eftir liggja í neyslu- og húseignarsamfélaginu. Hafa verið á
skuldafylliríi um langt skeið, haldin þeirri þjóðtrú að lán sé lán. Til að
bæta gráu ofan á svart hafa stjórnvöld komið aftan að þeim með skatta-
hækkunum, lækkun barnabóta og vaxtabóta. Nú segja timburmennirnir
til sín. Þau hafa glatað allri yfirsýn yfir fjármál sín. Ógreiddir reikningar
hlaðast upp. Þau eru komin í vanskil, skortir þekkingu og fjárhagslegan
aga og þurfa á ráðgjöf og hjálp að halda. Þau eru reiðubúin að takast á
við vandann.
Hjónakornin eiga sér fyrirmynd í þeim
fjölda fólks sem borið hefur vanda sinn
upp við Neytendasamtökin. Þau eiga sér
vafalaust miklu fleiri þjáningarsystkin
meðal samlanda sinna. Þau eiga það að
minnsta kosti sameiginlegt með mjög
mörgum íslenskum neytendum að hafa
tekið lán umfram það sem tekjurnar leyfa.
Hversu margir sitja í sömu skuldasúp-
unni og eru lentir eða eru í þann veginn
að lenda í verulegum vandræðum? Það
veit enginn með vissu. Engin rannsókn
hefur verið gerð á umfangi greiðsluerfið-
leika og ástæðum þeirra. Þó er ljóst af
þeim upplýsingum sem fyrir liggja að
margir eru í vanda.
Skuldastaðan er hins vegar nokkuð
ljós: Skuldir heimilanna nema tæplega
einni miljón króna á hvert mannsbarn.
Á árunum 1981 til 1992 jukust skuldir
heimilanna úr rúmlega 60 miljörðum
króna í 226 miljarða. Aukningin nemur
377 af hundraði.
Skuldir heimilanna námu 14prósent-
um af landsframleiðslu árið 1980 en voru
53,5 prósent af landsframleiðslu í lok árs
1990. Aukningin er fjórföld, en þess
verður að gæta að landsframleiðsla hefur
dregist saman.
Neytendasamtökin hafa nú á fertugasta
starfsári sínu ákveðið að gera það að for-
gangsmáli í starfi sínu að stuðla að því að
sem flestir geti komið fjármálum sínum á
réttan kjöl, að fundin verði lausn á vanda
þeirra illa settu, en þó allra helst að kom-
ið verði í veg fyrir að enn fleiri safni svo
miklum skuldum að til vandræða horfi.
Lausnarorðin íþessu sambandi
eru eftirfarandi:
▲ Fyrirbyggjandi aðgerðir
▲ Ráðgjöf
▲ Greiðslumat
▲ Greiðsluaðlögun
Skuldavandinn verður vitaskuld ekki
leystur nema neytendur séu reiðubúnir að
slá af. Sú virðist vera raunin, ef marka má
samtöl Neytendablaðsins við starfsmenn
banka.
- Við höfum orðið vör við mjög já-
kvæðar breytingar. Fólk virðist gefa sér
meiri tíma nú en áður, það spyr meira um
vexti og kostnað og það er gætnara. Fólk
er að gera sér grein fyrir því að lán er
enginn greiði, það er þjónusta sem kostar
sitt, segir Jafet Olafsson, útibússtjóri hjá
stærsta útibúi Islandsbanka.
Ingveldur Ingólfsdóttir, þjónustufull-
trúi í Fandsbankanum, hefur svipaða
sögu að segja:
- Mér finnst að orðið hafi ákveðin hug-
arfarsbreyting hjá fólki á síðustu mánuð-
um. Það sýnir meiri fyrirhyggju. Gott
dæmi um breytinguna er sú staðreynd að
áður spurði fólk nánast ekki um vexti á
lánum. Nú spyr fólk meira um þetta.
Mjög mikilvægt er að fólk sé tilbúið að
setjast niður og athuga í hvað launin fara
og leggja spilin á borðið, til dæmis þegar
greiðslugeta er könnuð. Eg held að lækk-
un verðbólgu og aukinn stöðugleiki í
samfélaginu hafi ráðið miklu um að fólk
gefur okkur nú betri upplýsingar um fjár-
mál sín og gerir raunhæfari áætlanir. Fyr-
irhyggja og ráðdeild þurfa að vera í fyrir-
rúmi í fjármálum heimilanna og verða
það vonandi, segir Ingveldur við Neyt-
endablaðið.
lslensk heimili skulda tœplega miljón á
hvert mannsbarn. Skuldirnar hafa aukist
gríðarlega á undanförnum áratug og Ijóst
er að margir eiga erfitt með að standa
undirfjárskuldbindingum sínum.
Nánari umfjöllun um skuldasöfnun heimilanna á næstu síðum
NEYTENDABLAÐIÐ - Mai 1993
5