Neytendablaðið - 01.05.1993, Síða 10
Skuldum vafin
Norðmenn stokka
spilin upp á nýtt
Stór hluti norskra heimila lifði hátt á uppgangs-
tímum 9. áratugarins, safnaði miklum skuldum
og á við svipaðan vanda að glíma og íslensk heim-
ili. Munurinn er þó sá að Norðmenn hafa brugðist
við vandanum með ýmsum hætti. Per Anders Stal-
heim, forstjóri norska neytendaráðsins, segir að nú
verði norskir neytendur að stokka spilin upp á nýtt.
Stalheim lýsti ástandinu
heima fyrir á fundi Neytenda-
samtakanna um fjárhagsvanda
heimilanna:
„Efnahagur Norðmanna
Neytendablaðið
ráðleggur:
AFærið heimilisbókhald -
það veitir ómetanlega yfir-
sýn.
ASetjið ykkur raunhæf mark-
mið, byggð á raunveruleg-
um tekjum og útgjöldum.
ATakið aldrei lán án þess að
hafa nákvæmt mat á
greiðslugetu. Miðið
greiðslugetu við dagvinnu-
laun og vanreiknið hana
fremur en hitt. Leitið að-
stoðar.
AKynnið ykkur lánskjör - þau
eru misjöfn.
AMetið vandlega hvort við-
komandi hlutur réttlætir
lántöku - lán eru dýr!
AReiknið út meðal greiðslu-
byrði af lánum og jafnið
greiðslubyrðina með því að
leggja þá upphæð til hliðar
mánaðarlega.
ALeggið fyrir vegna endur-
nýjunar heimilistækja og
viðhalds húseigna - þannig
má komast hjá fjármagns-
kostnaði.
AHugsið ykkur vandlega um
áður en þið ábyrgist lán
annarra.
AFjármálin eru á ábyrgð allr-
ar fjölskyldunnar - ræðið
málin.
ALeitið aðstoðar í tíma ef
fjármálin stefna í óefni - því
fyrr, því auðveldara er að
bregðast við vandanum.
breyttist mikið á 9. áratugn-
um. Hin gömlu stjórntæki
virkuðu ekki lengur. Mark-
aðsöflin tóku við stjórn. Hús-
næðiskerfið var leyst úr viðj-
um. Því næst var frjálsræði á
fjármagnsmarkaði aukið.
Þensla jókst, verðlag og vextir
hækkuðu. Síðan byrjaði að
halla undan fæti. Verð á olíu
féll. Það hefur mikil áhrif á
norskan efnahag. Breytingar
voru gerðar á skattakerfinu og
vaxtabætur lækkaðar. Laun
hækkuðu lítið. Raunvextir
hækkuðu verulega. Skattar
sveitarfélaga hækkuðu. At-
vinnuleysi jókst hratt og náði
óvenjulega háu stigi á norsk-
an mælikvarða. Verðlag hefur
verið mjög stöðugt á undan-
förnum tveimur árum. Skatta-
reglum var breytt enn á ný
árið 1992. Efnahagsstefnan á
9. áratugnum hefur gjörbreytt
leikreglunum. Aður „borgaði”
sig að taka lán. Nú borgar sig
að spara. Heimilin verða að
stokka spilin upp á nýtt.”
Allt þetta ættu íslendingar
að kannast við.
Stalheim dró saman þrjár
meginorsakir fyrir vanda
heimilanna:
▲ Breytingar í efna-
hagsmálum.
A Tekjumissir (atvinnuleysi,
skilnaður, veikindi).
▲ Skipulagsleysi og skortur á
yfirsýn í fjármálum heimil-
anna.
Hann gerði jafnframt grein
fyrir þeim aðgerðum sem
gripið hefur verið til og
Neytendasamtökin telja að Is-
PerAnders Stalheim, for-
stjóri norska neytendaráðs-
ins, var gestur á opnum fundi
Neytendasamtakanna um
fjárhagsvanda heimilanna,
sem haldinn var í tilefni 15.
mars og 40 ára afmœlis Neyt-
endasamtakanna.
lendingar geti dregið mikil-
vægan lærdóm af:
▲ Ráðgjöf og samningar við
lánardrottna.
▲ Lög um greiðsluaðlögun.
▲ Endurskipulagning
húsnæðislána.
▲ Fyrirbyggjandi ráðgjöf og
upplýsingar til að hindra að
fólk lendi í vandræðum.
Ráðgjöf og námskeið í boði
Víða er hægt að leita eftir aðstoð og ráðgjöf í sam-
bandi við fjármál heimilisins, auk þess sem mjög hef-
ur færst í vöxt að boðið sé upp á námskeið fyrir þá sem
vilja auka hagkvæmni og öryggi í rekstri heimilisins. Neyt-
endasamtökin hvetja félagsmenn sína eindregið til þess
að nýta sér þjónustu af þessu tagi, telji þeir sig hafa þörf
fyrir hana.
Neytendasamtökin hafa um
skeið boðið upp á námskeið
um hagsýni í heimilisrekstri,
þar sem meðal annars er
stuðst við Heimilisbókhald
samtakanna. Námskeiðið
stendur eina kvöldstund og
kostar 1.000 krónur fyrir
félagsmenn, 2.000 krónur fyr-
ir aðra. Innifalið er Heimilis-
bókhald og önnur gögn. Leið-
beinandi er Sólrún Halldórs-
dóttir. Tilkynna verður þátt-
töku í síma 625000.
Neytendasamtökin hafa
einnig boðið upp á fjárhags-
ráðgjöf fyrir félagsmenn sína.
Nokkrir tugir heimila hafa
þegar notið slíkrar ráðgjafar.
Verðbréfamarkaður Is-
landsbanka (VÍB) heldur
tveggja kvölda námskeið.
Námskeiðsgjald er 6.900
krónur. Innifalið í því eru þau
gögn sem til þarf, meðal ann-
ars Fjármálahandbók VIB.
Nánari upplýsingar hjá VÍB.
Bankarnir bjóða allir við-
skiptavinum sínum upp á ráð-
gjöf og leiðbeiningar og á slík
þjónusta að vera fyrir hendi í
öllum útibúum. Reglan er sú
að neytendur greiði ekki fyrir
slíka þjónustu í sínum við-
skiptabanka. Ráðgjafar bank-
anna geta veitt almennar leið-
beiningar og ráð, reiknað út
greiðslugetu vegna lántöku,
veitt upplýsingar um þjónustu
bankans, lánskjör og fleira.
Þeir geta einnig leiðbeint fólki
í erfiðleikum um hvernig það
geti leitað lausna á vanda sfn-
um. Einnig er nokkuð um að
bankarnir hafi gefið út rit sem
geta komið að gagni við rekst-
ur heimilisins. Lesendum er
bent á að leita nánari upplýs-
inga um þjónustu síns banka.
10
NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993