Neytendablaðið - 01.05.1993, Page 12
Skilareglur
Fara hikandi
að dæmi
Hagkaupa
Verslanir sem eiga aðild að Félagi sérvöruversl-
ana innan Kaupmannasamtakanna hafa komið
sér saman um reglur um skil á ógölluðum vörum.
Reglurnar ganga þó ekki jafn langt og þær sem
Hagkaup hafa starfað eftir um skeið.
Magnús E. Finnsson, fram-
kvæmdastjóri Kaupmanna-
samtakanna, segir í samtali
við Neytendablaðið að hér sé
um frjálsar vinnureglur að
ræða og að sjónarmið kaup-
manna hafi verið mjög mis-
jöfn.
- Einhverjir hafa þegar til-
einkað sér þessar reglur og
það er til góðs að mínu mati.
Eg er talsmaður þess að
menn reyni að leysa mál í
samræmi við þessar reglur.
Eg geri ráð fyrir að þeir sem
hyggjast fara eftir þessum
reglum setji upp áberandi til-
kynningu um það í verslun-
inni, svo fólk geti kynnt sér
reglurnar áður en kaup eru
gerð, segir Magnús.
í nóvember síðast liðnum
tóku Hagkaup í notkun skrif-
legar skilareglur sem kynntar
eru viðskiptavinum áður en
viðskiptin fara fram. Aður
voru reglur um skil á ógöll-
uðum vörum mjög á reiki,
enda háðar geðþótta kaup-
manna. Um skil á gölluðum
vörum gilda hins vegar
ákvæði kaupalaga.
■ Inneignarnótur
Eins og kom fram í Neyt-
endablaðiriu í október fögn-
uðu Neytendasamtökin til-
komu reglnanna, enda fengu
samtökin þær til umsagnar.
Jóhannes Gunnarsson, for-
maður NS, kvaðst vona að
aðrar verslanir færu að for-
dæmi Hagkaupa.
12
Ljóst er að reglur Félags
sérvöruverslana eru byggðai
á reglum Hagkaupa en þær
ganga ekki eins langt. Þanni
endurgreiða Hagkaup and-
virði þeirrar vöru sem skilað
er en Félag sérvöruverslana
vill halda sig við inneign-
arnótur. Innan félagsins eru
einkum gjafavöruverslanir,
skóbúðir, fataverslanir og
snyrtivöruverslanir en gert er
ráð fyrir að reglurnar muni
einnig gilda um aðra. Regl-
urnar eru sem hér segir:
■ Ógallaðar vörur
„Vilji viðskiptavinur skila
ógölluðum vörum sem hann
hefur keypt í verslun þá gilda
eftirfarandi reglur:
a. Fatnaður og aðrar sér-
vörur Að því gefnu að um
ónotaða og óskemmda vöru
sé að ræða þá má viðskipta-
vinur skila vörunni og fá inn-
eignarnólu, enda framvísar
hann kassakvittun til stað-
festingar á kaupunum. Skil
verða að fara fram innan 30
daga.
Ef viðskiptavinur getur
ekki lagt fram kassakvittun,
en viðkomandi hlutur er
greinilega keyptur í viðkom-
andi verslun og ennþá til sölu
í versluninni, þá getur versl-
unarstjóri eða staðgengill
hans gefið út inneignarnótu á
nafn viðskiptavinarins gegn
framvísun skilríkis með
mynd. Vörum sem seldar
hafa verið á útsölu eða á
Þjónustuhorn
tímabundnum tilboðum er
eingöngu hægt að skipta
meðan á útsölu eða tíma-
bundnu tilboði stendur, gegn
framvísun kassakvittunar.
Inneignarnótu verður að
nýta að fullu til vörukaupa.
Þó má muna allt að 500 krón-
um á upphæð inneignarnót-
unnar og keyptum vörum og
verður sá mismunur greiddur
út í peningum við kassann.
Sé um bók að ræða verður
eingöngu unnt að fá bækur
fyrir inneignarnótuna.
Vilji viðskiptavinur skila
vöru sem í upphafi var greidd
með inneignarnótu fær hann í
staðinn aðra inneignarnótu,
en ekki peninga.
Ekki er unnt að skila nær-
fötum og undirfötum. Slíkt er
þó heimilt í undantekningar-
tilvikum, enda bersýnilegt að
varan sé ónotuð.
b. Matvörur
Af öryggisástæðum er
ekki unnt að skila matvörum
og hreinlætisvörum.
■ Gallaðar vörur
Vilji viðskiptavinur skila
gölluðum vörum, hvort sem
um er að ræða matvörur,
Hagkaup riðu á vaðið með
skýrum, skriflegum reglum
um skil á ógölluðum vörum.
Nú eru aðrir að fylgja í kjöl-
farið en hafa ekki treyst sér
til að ganga jafn langt og
Hagkaup.
hreinlætisvörur eða aðrar
vörur og ljóst er að um galla
er að ræða en ekki skemmd
af völdum viðskiptavinarins
eða eðlilegt slit, þá afhendir
viðkomandi verslun sömu
vöru óskemmda eða peninga,
enda leggi viðskiptavinurinn
fram kassakvittun til staðfest-
ingar á kaupunum.
Tekið skal fram að sömu
reglur gilda ef varan er
greidd með greiðslukorti eða
peningum.”
Neytendur eru hvattir til
þess að spyrjast fyrir um það
í verslunum hvort þessar
reglur gildi þar eða einhverj-
ar aðrar. Eins og sjá má í
reglunum er mikilvægt að
taka nótu eða kassakvittun til
þess að geta fært sönnur á að
varan hafi verið keypt í við-
komandi verslun.
NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993