Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Page 15

Neytendablaðið - 01.05.1993, Page 15
Banka logo Sparibanki íslands Maestro RAFRÆN VIDSKIPTI • ELECTRONIC USE ONLY ► KAUPKORT ►HRAÐBANKAKORT ►TÉKKAÁBYRGÐARKORT J Sér- merki GUÐMUNDUR G. GUÐMUNDSSON Kennitala 123456-1789 Tékkaábyrgöarnúmer 1234-567890 UNDIRSKRIFT / AUTHORI2ED SIGNATURE Kortiö má sá einn nota sem þaö er gefiö út á, i samrœmi viö gildandi reglur. Finnandi er beöinn aö skila þvl til næsta útibús. If the card is found please return itto the nearest bank or Gildirút ^0/Q0 EUROCARDICELANDTel. 354-1 -685490 Fax: 354-1 -6BS554 Expires end of l Litmynd tu færslugjalda -Ég tel til dæmis að líkur séu á að tekin verði upp færslugjöld af tékkum, debet- kortum og kreditkortum. Hins vegar tel ég líklegt að verslan- ir og þjónustuaðilar muni taka á sig hluta kostnaðar vegna debetkorta, enda hafa þeir hag af tilkomu kortanna, segir Halldór. Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtakanna, segist ekki sannfærður um hag kaup- manna af notkun debetkorta og segir kaupmenn ekki reiðubúna að taka á sig kostn- að vegna þeirra. - Við lítum ekki svo á að það sé banka og kortafyrir- tækja að ákveða þetta, heldur hljóti menn að þurfa að semja um hluti sem þessa. Upphaf- lega var okkur tilkynnt að lík- lega myndi kostnaður lenda á okkur sem nemur um helm- ingi þess kostnaðar sem við þurfum að greiða vegna notk- unar kreditkorta. Við sögðum strax að það kæmi ekki til greina. Við vitum ekki hver niðurstaðan verður, en ef við eigum að greiða kostnað vegna debetkorta mun það leiða til beinnar hækkunar vöruverðs, segir Magnús. Hann segir kaupmenn ekki hafa sannfærst um þann hag sem ætlað er að þeir muni hafa af debetkortum. - Við höfum ekki tryggingu fyrir því að tékkar hverfi úr notkun. Við höfum heldur ekki tryggingu gegn misnotk- un debetkorta. Spurningunni um öryggi hefur ekki verið svarað, segir Magnús. Neytendasamtökin og Kaupmannasamtökin hafa átt samleið í umræðunni um hverjum beri að greiða kostn- að vegna notkunar greiðslu- korta. - Stefna okkar hefur verið sú að verðleggja eigi þjónustu í samræmi við kostnað og að þeir sem noti þjónustuna eigi að greiða fyrir hana. Við höf- um til dæmis gagnrýnt mjög þá staðreynd að kostnaði vegna notkunar kreditkorta sé veitt út í almennt verðlag og lendi þar með jafnt á þeim sem nota kort og hinum, sem ekki nota þau, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna við Neyt- endablaðið. Fe rðaskr ifstof u r auglýsa réttverð! Flugvallarskattar eru innifaldir. Flugvallar- skattur, innritunargjald og forfallagjald er innifalið í verði. Þessi langþráðu lykilorð fóru að sjást í auglýsingum sumra ferðaskrifstofa í blöðunum í apríl. I mörg ár hafa íslenskar ferðaskrif- stofur viðhaft þá blekkingu í auglýsingum sínum að undanskilja frá verðinu ýmis gjöld og skatta sem neytendum er gert að borga en nú hafa ferðaskrifstofur innan Félags íslenskra ferðaskrifstofa ákveðið að geta um raunverulegt verð í auglýsingum sínum. Enn má þó sjá auglýsingar þar sem ferðaskrifstofur hafa gamla háttinn á og láta hjá líða að geta um verulegan hluta verðsins. - Félagsfundur sam- þykkti í febrúar að hér eftir skuli öll gjöld innifalin í því verði sem kemur fram í auglýsingum. Einnig liggur fyrir samkomulag við Flug- leiðir um að hafa sama hátt- inn á. I verðskrám verður gjaldanna þó eftir sem áður getið aukalega, segir Karl Sigurhjartarson, fram- kvæmdastjóri Félags ís- lenskra ferðaskrifstofa (FÍF), í samtali við Neyt- endablaðið um þessa ný- breytni ferðaskrifstofanna. Neytendasamtökin hafa um árabil gagnrýnt þann sið ferðaskrifstofa að auglýsa ekki rétt verð. Innan FIF eru 13 ferðaskrifstofur en nokkrar eru utan félagsins. Heimsferðir eru þeirra á meðal en Neytendasamtök- in sáu sig nýlega knúin til að skrifa Samkeppnisstofn- un vegna auglýsingar frá þeirri ferðaskrifstofu þar eð veittar voru rangar upplýs- ingar um verð. Meðal ann- ars var ýmissa gjalda ekki getið. í framhaldi af því lagði Samkeppnisstofnun fyrir Heimsferðir að birta viðkomandi auglýsingu ekki aftur. Karl Sigurhjartarson seg- ir mikilvægt að samstaða haldist meðal ferðaskrifstof- anna um hinn nýja sið. - Ég geri mér vonir um að þessi samþykkt sé til frambúðar. En byrji ein- hverjir að hlaupa út undan sér er hætt við að samstaðan hrynji fljótt, segir Karl við Neytendablaðið. Ferðaskrifslofur innan FÍF og Flugleiðir hafa ákveðið að geta um rétt verð í auglýsingum sínum hér eftir. Aður var sá siður landlœgur að undanskilja verulegan hluta verðs- ins. Mynd: Garðar. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993 15

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.