Neytendablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 17
ileikis
hvers konar hugsjónaástæð-
um, samkennd með þeim sem
búa við vaxandi þrengingar
og ömurlegar framtíðarhorfur.
Heldur vegna eigin hags-
muna, til að eiga von um
/ sæmilega framtíð.
I ■ Hvað vinnst með
minni neyslu?
Ef að er gáð vinnst margt með
því að draga sem mest úr
neyslu sinni. Þá duga minni
tekjur og ekki þarf að eyða
eins miklum tíma á vinnu-
markaði. Þar vinna flestir
undir annarra stjórn og afar
margir eru í einhæfum störf-
um sem gefa takmarkaða
samskipta- og þroskakosti.
Utan vinnumarkaðarins
notum við hins vegar tímann
eftir eigin höfði. Það hlýtur að
vera keppikefli flestra að fá
meiri tíma til eigin nota, tíma
til samskipta við þá sem þeir
kæra sig einkum um. Við vilj-
um gjarnan fá meiri tíma til
starfa sem við höfum ánægju
af, kjósum sjálf og ráðum
sjálf. Tíma til sjálfsnáms,
íþróttaiðkana og annarrar
tómstundaiðju.
Minni neyslu fylgir einnig
margs konar samfélagslegur
ávinningur. Tími, sem áður
var eytt á vinnumarkaði, í
umferðinni og í verslunum,
getur nýst til þarfari verka.
Foreldrar geta nýtt hann til að
sinna fyrrverandi lyklabörn-
um og þar með styrkist upp-
■ eldi þeirra sem landið erfa og
hæfni þeirra til að takast á við
lífsvanda sinn. Ef annað for-
eldrið stundar vinnu heima
við í stað þess að sækja leiði-
gjarna láglaunavinnu á vinnu-
markaði dregur úr bílaumferð
og því fylgir orkusparnaður,
minni mengun og minni
slysahætta.
Sé dregið úr markaðsstúss-
inu getur alþýðlegt menning-
arstarf fengið aukið svigrúm;
hvort sem það felst í handa-
vinnu, garðrækt eða sjálfs-
rækt; kórsöng, leshring eða
öðru sem fólk gerir í félagi.
Er hcegt að spara tíma
með því að eiga og
reka bíl? Nei, svarar
greina rhöfundur.
Hins vegar gœtu
margir bœtt tveimur
mánuðum við sumar-
fríið sitt og keypt ut-
anlandsferð að auki
fyrir þaðfé sem spar-
ast við að leggja bíln-
um. Verður þetta ekki
einhverjum dœmi um
að unnt sé að lifa
betra lífi með því að
hafa minna umleikis?
■ Atvinnukostnaður
Fleira veldur því að tímabært
er orðið að hugsa sinn gang.
Það sæmir ekki að halda
áfram að krefjast þjónustu af
því opinbera án þess að greiða
hana. Það er siðlaust að skilja
um tíunda hluta ríkisútgjald-
anna eftir ógreiddan og ætla
eftirkomendum okkar að
glíma við skuldimar sem
safnast upp með því að hafa
um 10 miljarða halla á ríkis-
sjóði á ári. Raunar er þegar
farið að greiða svipaða upp-
hæð í vexti af lánunum sem
hvfla á ríkissjóði svo engra
gjafa er að vænta úr þeirri átt
til að létta þjóðinni lífið. Þvert
á móti er komið að skulda-
skilum.
Erfið staða rfleissjóðs veld-
ur því rneðal annars að ríkis-
stjómin, sem hefur þann meg-
in metnað að lækka skatta,
hefur neyðst til að hækka þá.
Hækkun beinna staðgreiddra
skatta á launþegum um síð-
ustu áramót upp í 41,37 pró-
sent af launum ofan skattleys-
ismarka þrengir auðvitað
neyslusvigrúmið. Slíkur skatt-
ur hlýtur að vekja efasemdir
um hvort það borgi sig að
eyða tímanum á vinnumark-
aði eftir að búið er að vinna
fyrir kaupi að skattleysis-
mörkum. Sé kostnaður við að
komast í vinnu þar og annar
kostnaðar af að stunda hana
tekinn með í dæmið má ætla
að ekki verði eftir nema ein
króna af hverjunt tveimur sem
maður fær í laun umfram
rúmlega 57 þúsund á mánuði.
Þetta þýðir að sá sem ætlar
að kaupa eitthvað fyrir það
kaup verður að vinna tvöfalt
lengri tíma en ella til að eiga
fyrir því sem kaupa skal. Til
þess að geta keypt fyrir 20
þúsund krónur verður að
vinna fyrir 40 þúsundum.
Getur það talist hagkvæm
tímanotkun?
■ Einkabíllinn
Sé manni ekki sama í hvað
tíminn fer skiptir miklu að
skoða hvað hangir á spýtunni
þegar tekjurnar eru notaðar.
Mörgum þykir mikið að
borga 40 prósent í skatt af
peningum sem þeir vinna sér
inn en hafa ekki hugmynd um
að þeir eru að borga 70
prósent til rfkisins þegar
keypt er bensín.
Margir átta sig að líkindum
ekki á því að núorðið er rekst-
ur einkabfls orðinn næstum
jafn gildur liður í útgjöldum
vísitölufjölskyldunnar og
matur og drykkur. Það segir
nýjasta neyslukönnun
Hagstofunnar. Og útreikning-
ar Félags íslenskra bifreiða-
eigenda sýna að það kostar
meira en 400 þúsund krónur á
ári að reka þriggja ára meðal-
bfl sem ekið er 15 þúsund kíló-
metra, séu afskriftir og fjár-
magnskostnaður höfð með í
dæminu eins og vera ber. Því
er í raun ekki hægt að spara
tíma með því að reka bfl.
„Það er orðið tímabært að endurskoða vænt-
ingar sínar og kröfur. Ekki bara af einhvers
konar hugsjónaástæðum, samkennd með þeim
sem búa við vaxandi þrengingar og ömurlegar
framtíðarhorfur. Heldur vegna eigin hagsmuna,
til að eiga von um sæmilega framtíð.“
NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993
17