Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Síða 18

Neytendablaðið - 01.05.1993, Síða 18
Skuldaskil í vistkreppu Hins vegar gætu margir bætt tveimur mánuðum við sumarfríið sitt og keypt utan- landsferð að auki fyrir pening sem sparast við að leggja bílnum. Verður þetta ekki ein- hverjum dæmi um að unnt sé að lifa betra lífi með því að hafa minna umleikis? ■ Framhjá markaði Þegar þrengist um vinnu og vinnan skilar kannski ekki nema helmingnum af kaupinu í hendur launþegans vaknar spurningin um aðrar leiðir til að uppfylla þarfir sínar og óskir. Leiðir sem liggja utan hins formlega hagkerfis, framhjá markaðinum þar sem fólk borgar allan umbúða- kostnaðinn: fjárfestingu í byggingum og bílastæðum, flutning og fjármagnskostnað, kaup og launatengd gjöld allra sem vinna við afgreiðslu, tryggingar og tilflutninga vöru og peninga, kostnaðinn við að auglýsa. Vel á minnst. Sennilega er skynsamlegt að kaupa aldrei það sem auglýst er með fyrir- gangi. Ef að er gáð eru heil- síðurnar og sjónvarpsauglýs- ingarnar einkum notaðar til að lokka okkur til að kaupa það sem við þurfum ekki á að halda - og er jafnvel óhollt manninum og náttúrunni. Þar er einkum veifað gosdrykkj- um og sælgæti; dýrum, unnum og oftast innfluttum matvörum; snyrtivörum með ilm- og litarefnum, einnota bleium, sólarlandaferðum og bílum. Raunar er svo komið að þeir sem fara að auglýsa mjólk og kjöt með sams konar látum eiga von á tortryggni. Sé bæði tekið með í reikn- inginn hve tekjuskattur er orðinn hár og síðan aftur greiddur 25 prósent skattur við kassann hlýtur niðurstað- an að hvetja fólk til að gaum- gæfa hvernig hægt sé að bjarga sér sjálft um vörur og þjónustu. Komast hjá því að kaupa! ■ Sjálfsbjörg Er svo vitlaust að nota tíma sinn í heimilisstörf, heima- smíðar og garðrækt umfram það sem tíðkast hefur? Reyna að annast viðhald á sem flestu sjálf? Leita fyrir sér um vinnuskipti og kunningja- greiða? Raunar getur slíkt haft ann- að og meira gildi en tíma- sparnað í för með sér. Því fylgir nefnilega oft heilsusam- leg útivist og þroskandi sam- skipti. Sá sem ræktar kartöflur og rófur og fer flestra ferða gangandi eða hjólandi kaupir sér að líkindum ekki mikið af tímum í heilsustúdíói! Við Islendingar búum að ríkri og tjölþættri sjálfsbjarg- arhefð og erum því betur und- ir það búnir en margar aðrar þjóðir að vefja ofan af mark- aðsumbúðunum. Landbúnað- arstörf, fiskveiðar, fiskvinnslu og smíðar lærðu þeir ungu öldum saman af því að ganga til verka með þeim eldri og fá tilsögn þeirra. Enn lærast mörg verk með þeim hætti að vissu marki og þeir sem hafa brennandi áhuga læra ótrúleg- ustu hluti með því að þreifa sig áfram og spyrja næsta mann. Þannig hefur tölvu- kunnátta til dæmis einkum breiðst út. I þessu sambandi er einnig vert að minnast þeirra mörgu sem hafa tekið á erfiðum vandamálum og fundið lausn- ir á þeim með því að mynda félagsskap og sjálfshjálpar- samtök. Þar á ég við félög þeirra sem glíma við hina ýmsu sjúkdóma og fötlun - og sjálfshjálparnet eins og AA-fundi. ■ Betra líf Líklega eiga margir erfitt með að melta hugmyndir af því tagi sem hér er lýst. Við lifum jú í umhverfi þar sem tal helstu álitsgjafa þjóðarinnar snýst um hagvöxt, samkeppn- isstöðu og markaðssókn. Þeir tala jafnvel um að framleiða vatn og selja það sem dýrast - og verður tíðrætt um hvernig eigi að „skapa störf ’ með fjár- veitingum frá því opinbera eða lækkun skatta og annars tilkostnaðar hjá fyrirtækjum. Raunar er farið að feta þá leið með því að fella niður aðstöðugjald fyrirtækja og hækka skatta og þjónustu- gjöld heimilanna til ríkis og sveitarfélaga. En er ekki orðið tímabært að skoða með gagnrýni hug- myndir sem fela í raun í sér að verið er að kaupa atvinnu með æmum tilkostnaði? Og beina sjónum frekar að því hvemig við getum lifað betra lífi og meinalausu fyrir kom- andi kynslóðir með minni framleiðslu, þjónustu og markaðsumsvifum? Aö kaupa þjónustu eða bjarga sér sjálf Hver er eðlismunurinn? 1 Á markaði 1 Á eigin spýtur 1 ■ Byggt er á hlutlægri, afmark aðri sérfræði sem fæst með skólagöngu. ■ Byggt á þekkingu og hæfni sem fæst með því að prófa sig áfram. ■ Þjónustan er skattskyld söluvara. Tíminn er peningar. ■ Þjónustan er gagnkvæm og ekki greitt fyrir hana. Tími gefst til samskipta. ■ Veitandi og þiggjandi eru í við skiptatengslum sem móta hlutverk þeirra. ■ Veitandi og þiggjandi eru félagar sem leita jafnræðis í samskiptum sínum. ■ Þekking og upplýsingar eru ótilgengilegar. Notkun þeirra er bundin tilskildum prófum og lög- verndun. ■ Þekkingu og upplýsingum miðlað frjálslega. Upplýsingar og ráð tiltæk þeim sem eftir þeim leita. 18 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.