Neytendablaðið - 01.05.1993, Síða 20
Heimilið í réttu Ijósi
Með öryggið að leiðarljósi
Aríöandi er að við leiðum hugann að því hvaða hættur geta stafað af lömpum
á heimilinu eða vinnustaðnum og reynum að draga úr hættu á tjóni og
slysum. Hér verður fjallað um hina tæknilegu hlið málsins, en ekki má gleyma
því öryggi sem fólgið er í því að hafa rétta lýsingu á réttum stað. Það bíður
nánari umfjöllunar.
Lampar geta orðið hættulegir
af tveimur ástæðum aðallega:
Avið það að snerta leiðandi
hluta bilaðs lampa (snerti-
hætta) geta menn orðið fyrir
raflosti
Ahitamyndun í lampa eða frá
honum getur valdið bruna-
hættu.
Vandaður lampi, sem not-
Varasamir
lampar
ÆT
Astæða er til að vara sér-
staklega við svokölluð-
um klemmulömpum. Það
eru lampar sem ætlaðir eru
til að klemma á hillur, rúm-
gafla eða aðra staði. Þeir
geta losnað, til dæmis ef
sofandi maður eða barn slær
til þeirra, fallið niður í rúm-
ið og kveikt í sængurfötum.
Slíkt atvik hefur orðið hér á
landi. Móðir heyrði þá þeg-
ar sonur hennar fór á bað-
herbergið um nótt. Skömmu
síðar ákvað hún að huga að
drengnum og uppgötvaði þá
sér til skelfíngar að
klemmulampi við rúm hans
hafði fallið í rúmdýnuna.
Mikill reykur var í herberg-
inu. Mikla mildi má telja að
ekki fór verr.
Einnig ber að varast að
kaupa lampa í brúðulíki eða
aðra lampa sem freista til
leiks. Þess háttar lampar eru
bannaðir hér á landi, enda
hættan augljós ef bam er
með þannig leikfang í hönd-
unum eða hjá sér uppi í
rúmi.
aður er á eðlilegan hátt, eins
og framleiðandi hans mælir
fyrir um, er sjaldan hættuleg-
ur. Því má hins vegar ekki
gleyma að bilun getur orðið í
öllum lömpum eins og öðrum
rafbúnaði og raftækjum (raf-
föngum). Misnotkun lampa,
notkun við óeðlilegar aðstæð-
ur, rangur frágangur og rangar
gerðir eða stærðir af pemm
geta fljótlega leitt til hættu-
ástands.
Lampar gegna margvíslegu
hlutverki og eru því fjarska-
lega breytilegir í útliti, mis-
munandi í útfærslu og nota
ýmsar gerðir ljósgjafa.
Efniviður lampa er ekki
mælikvarði á það hve öruggur
lampinn er, heldur miklu
fremur hvemig hann er gerður
af framleiðandans hálfu.
Nauðsynlegt er að kaupand-
inn velji lampa sem hæfir því
hlutverki sem honum er ætl-
að, að frágangur sé réttur og
að fylgt sé ákveðnum grund-
vallarreglum við notkun
lampans.
■ Jarðtenging
Staðlar og reglugerðir gera
ráð fyrir að lampar séu ýmist
jarðtengdir, búnir tvöfaldri
einangrun eða notuð við þá
smáspenna (t.d. 6,12 eða 24
volt,V).
Þegar lampar eru að miklu
eða mestu leyti úr málmi eða
málmhlutar lampans geta orð-
ið spennuhafa við bilun, á að
jarðtengja þá. Jarðtenging
tryggir að verði bilun í lamp-
anum leiði jarðtengitaugin
bilunarstrauminn til jarðar.
Manni, sem kemst í snertingu
við bilaðan lampa sem er
jarðtengdur, er ekki hætta
búin. Sé lekastraumsrofi í við-
komandi raflögn skynjar hann
bilunina um leið og hún verð-
ur ogTýfur straumrásina að
lampanum þegar í stað.
Jarðtenging lampa og ann-
arra raffanga er ávallt gerð
með raftaug með einangrun í
gulum og grænum lit. Varast
skal að nota þannig merkta
raftaug til annarra nota en
jarðtengingar. Það gæti orðið
lífshættulegt, því að gert er
ráð fyrir að taug með þessum
litum gegni aðeins einu hlut-
verki og sé spennulaus. Hafa
þarf í huga að jarðtenginguna
má ekki slíta í sundur neins
staðar í raflögninni.
Jarðtaugar eru ekki alltaf í
raflögnum húsa, einkum gam-
alla, 25 ára og eldri. Þar sem
svo er ástatt, er full ástæða til
að hugsa um að láta endur-
nýja og endurbæta raflögnina,
meðal annars með leka-
straumsliðum.
Einnig ber að gæta þess að
jarðtengitaug sé í millitaugum
(,,framlengingarsnúrum“) eða
í aðtaugum fjöltengla sem
notaðir eru til að tengja
lampann við tengil í vegg ef
hann er of langt í burtu.
■ Tvöföld einangrun
Tvöföld einangrun lampa og
annarra raffanga er gefin til
kynna með sérstöku merki,
femingi innan í öðrum fern-
ingi. Tvöföld einangrun er
ákveðin aðgerð framleiðanda
við smíði lampans, sem hindr-
ar að bilunarstraumur komist í
málmhluta hans, verði bilun í
lampanum. Bilunarstaðurinn
er með þessu móti einangrað-
ur og bilunin getur ekki
breiðst út eða valdið notand-
anum skaða. Margir telja að
tvöföld einangrun sé besta
lausnin til að koma í veg fyrir
snertihættu.
Víst er að tvöfalt einangr-
aðir lampar koma að góðu
gagni þar sem jarðtengdir
tenglar eru ekki í húsum.
■ Smáspenna
Þriðja leiðin til að koma í veg
fyrir snertihættu er að nota
rafspennu sem er nógu lág til
að valda ekki slysum þó að
maður komist í snertingu við
hana. Spenna í raflögnum
húsa er um 230 volt. Hún er
hættuleg við snertingu.
Spenna sem er undir 50 volt-
um er hins vegar talin hættu-
laus við snertingu.
Nú vill svo til að lampar
með svonefndum halógenper-
um nota oft spennu undir 50
voltum, til dæmis 6, 12 eða
24 volt. Sú spenna er fengin
með því að nota spennubreyti,
sem venjulega er hluti
lampans. Lampinn er tengdur
við 230 volta rafkerfi hússins,
en ljósgjafinn fær ekki hærri
spennu en til dæmis 12 volt.
Á það skal þó minnt að
230 volta spenna er á þeim
hlutum lampans sem liggja
milli tengils í vegg eða tengi-
staðar í tengidós og viðkom-
andi spennubreytis. Rofar og
aðtaugar eru því oftast með
230 volta spennu.
Ef lampi er að mestu leyti
úr einangrandi efni, til dæmis
úr tré, plasti, gleri eða pappír,
þarf ekki að jarðtengja hann.
Á hinn bóginn verður að jarð-
tengja lampa sem eru að hluta
til eða mestöllu leyti úr
málmi, eins og áður er sagt.
Margir gamlir lampar úr
málmi eru án jarðtengingar og
ættu eigendur þeirra að
hugleiða hvort ekki sé ástæða
til að laga þá að nútímakröf-
um um öryggi eða taka þá úr
notkun ella.
Bannað er að smíða eða
flytja til landsins málmlampa
sem ekki eru gerðir fyrir jarð-
20
NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993