Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Page 22

Neytendablaðið - 01.05.1993, Page 22
Heimilið í réttu Ijósi í Húseigendur sem hafa í hyggju að setja upp lýs- ingu í garðinum hjá sér þurfa að huga að ýmsu í því samhengi og ættu að leita til rafverktaka um val lampa og frágang þeirra: 1. Mikilvægt er að lampar séu ýmist jarðtengdir, með tvöfaldri einangrun eða smáspennu. 2. Lampar sem ætlast er til að stungið sé niður í jarð- veginn með rafleiðslur ofanjarðar eru ekki bann- aðir, en teljast óheppilegir og bjóða heim hættum, nema á þeim sé smá- spenna, 6, 12 eða 24 volt. 3. Öruggast er að setja upp fasta lampa. Rafstrengur er þá grafinn í jörðu sam- kvæmt reglum um lagn- ingu jarðstrengja og frágang þeirra. 4. Við staðarval lampa er hyggilegt að taka mið af helstu vind- og veðurátt- um. Lampi á bersvæði þarf að vera mun betur búinn gagnvart vatnsveðri en sá sem hefur skjól af vegg, girðingu eða trjám. 5. Lampar til útinotkunar eru mismunandi þéttir og merktir samkvæmt því. Lampar úr málmi standast illa sjávarseltu. Sitthvað fleira þarf að athuga. Veljið því lampa með tilliti til aðstæðna. Mikilvœgt er að velja úti- lampa með tilliti til að- stœðna. perunnar geta auðveldlega kveikt í, til dæmis eldfimum vökvum. Svipað má segja um jólaljósaseríur sem menn setja á svalahandrið eða undir þakskegg um jólaleytið. Ef glerkúla peru brotnar, standa spennuhafa vírendar út úr sökkli perunnar. Börn og fullorðnir geta auðveldlega snert vírana af svölum þar sem þau eru innan seilingar. Af því gæti hlotist banaslys. Takið lampa ávallt úr sambandi eða slökkvið á þeim áður en skipt er um peru. Ef glerkúla glóperunnar er brotin, notið ávallt einangraða töng eða þurra, þykka tusku til að ná brotnu perunni úr. Annars er næstum öruggt að þið skerist illa. Hyljið aldrei lampa eða perur til að deyfa ljósið, til dæmis í svefnherbergjum eða á göngum. Það getur valdið ofhitnun, skemmdum og jafnvel íkveikju. ■ Halógenperur Halógenperur hafa þann ókost að þær NEYTENDASTARF ER ÍALLRA ÞÁGU hitna afar mikið. Varast ber að snerta glerhluta halógenperu með fingrunum eða láta hana koma við hörund, hvort sem hún er heit eða köld. Gífurlegur hiti perunnar bræðir fituhúð af hörundinu inn í glerið og það getur sprungið. Þetta á lfka við halógenbflperur, sem eru orðnar mjög algengar. Vegna hins feiknalega hita á yfirborði halógenperu stafar af henni mikil bruna- hætta, ekki einungis í nálægð brennan- legra efna, heldur líka ef peran splundr- ast. Brotin geta þeyst um allt og kveikt í teppum, húsgögnum og öðru slíku brenn- anlegu eða brennt og skilið eftir brunaför á gólfdúki, parketti eða öðru tré. Eftir því sem peran er stærri í W, því meiri hætta stafar af henni. Þess vegna er skylt að hafa hlíf úr kvarsgleri framan við stór- ar halógenperur. Til viðmiðunar má segja að svona kvarsglerhlíf verði að vera framan við allar pípulaga halógenperur, sem hafa straumsnertur á báðum endum. Stranglega er varað við því að taka þetta hlífðargler í burtu eða kaupa lampa erlendis sem ekki hafa svona hlífðargler. Raffangaprófun Rafmagnseftirlits ríkis- ins bannaði innflutning þess háttar lampa áður en starfsemi hennar var lögð niður. ■ Flöktandi flúrpípur Við lok endingartíma flúrpípna tekur ljósið að flökta. Það kviknar á perunni, en slokknar aftur. Stundum glóir pípan aðeins til endanna. Þegar svo er komið, þarf að skipta strax um pípu. Ef ekki eru tök á því, slökkvið þá á Jampanum eða snúið pípunni, svo að flöktið hætti. Flöktandi flúrpípa getur skemmt straum- festuna og ræsinn, auk þess sem straum- festan getur ofhitnað áður. Til álita kemur hvort ekki eigi að hafa þá reglu að skipta um ræsi um leið og skipt er um pípu. Ræsar eru ódýrir og lélegur ræsir getur stytt endingartíma pípunnar. Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Lúxus hnífar - Verslun Björns Jóhannessonar, Laugavegi 85 Ólafur Þorsteinsson & Co, Vatnagörðum 4 Pústþjónusta BJB, Helluhrauni 6 & Sigtúni 3 Rafiðnaðarsambandið, Háaleitisbraut 68 Raflagnavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2, Garði Skóhöllin hf., Reykjavíkurvegi 50 Skóverslunin Skæði, Kringlunni 8-12 Sparisjóðurinn í Keflavík, Tjarnargötu 12-14, Keflavík Starfsmannafélag A ustur-Skaftafellssýslu, Silfurbraut 33, Höfn Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu, Nestúni 3, Stykkishólmi Starfsmannafélag Dalvíkur- bæjar, Hólavegi 3, Dalvík Starfsmannafélag Garðabæjar, Sveinatungu v/Vífilstaðaveg Starfsmannafélag Kópavogs, Digranesvegi 12 Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar, Grettisgötu 89 Starfsmannafélag rikisstofnana, Grettisgötu 89 Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1 Starfsmannafélag Sauðárkróksbæjar, Grundarstíg 30, Sauðárkróki Starfsmannafélag Sjónvarpsins, Laugavegi 176 Varðan hf., Grettisgötu 2 Verkakvennafélagið Framsókn, Skipholti 50a Verkakvennafélagið Framtíðin, Strandgötu 11 Verkalýðsfélag Austur-Húnvetninga, Þverbraut 1, Blönduósi Verkalýðsfélag Hólmavíkur, Hafnarbraut 33, Hólmavík Verkalýðsfélag Patreksfjarðar, Bjarkargötu 7, Patreksfirði Verkalýðsfélagið Ársæll, Kárastíg 10, Hofsósi 22 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.