Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1993, Side 24

Neytendablaðið - 01.05.1993, Side 24
Samkeppnislöggjöf Samkeppni er lykilorðiö Eg tel aö samkeppnislögin geti almennt oröið til bóta fyrir neytendur. Auk ein- stakra ákvæða í lögunum er ég mjög ánægður með þá samræmingu sem orðið hefur við þann rétt sem gildir innan Evrópubandalagsins um bann við hvers kyns samkeppnishömlum. Ég tel jafnframt að Samkeppnisstofnun hafi betri forsendur til þess að vinna gegn samkeppnishömlum og óréttmætum viðskiptaháttum heldur en Verðlagsstofnun hafði áður. Auðvitað mun nú reyna mjög á þá sem eiga að framfylgja lögunum. Þetta er dómur Jóns Magnús- sonar, hæstaréttarlögmanns og formanns Neytendafélags höf- uðborgarsvæðisins, um sam- keppnislögin sem tóku gildi fyrir skömmu. í lögunum felst það stefnumið stjómvalda að virk samkeppni skili þjóðfélag- inu mestu. Samkeppnisstofnun er ætlað að framfyigja lögunum og lýtur hún stjóm samkeppnisráðs, sem viðskiptaráðherra skipar. Mark- mið laganna em skýrð með þessum orðum: „Lög þessi hafa það mark- mið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu fram- leiðsluþátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að: AVinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri. AVinna gegn óréttmætum við- skiptaháttum, skaðlegri fá- keppni og samkeppnishöml- um. ▲ Auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.” Enn er óljóst hver áhrif þess- arar stefnuyfirlýsingar verða á íslenskt atvinnulíf og þar með neytendur. ■ Neytendavernd Auk kennisetningarinnar um gildi virkrar samkeppni eru mikilvæg ákvæði um neytenda- vernd í lögunum og hefur Georg Ólafsson látið hafa eftir sér að mjög verði litið til sjón- armiða neytenda við ífam- kvæmd laganna. Georg var áður forstjóri Verðlagsstofnun- ar en er nú forstjóri Samkeppn- isstofnunar. Þannig segir í 6. kafla lag- anna: 24 „Óheimilt er að hafast nokk- uð það að sem brýtur í bága við góða viðskiptahætti í atvinnu- starfsemi eins og þeir eru tíðk- aðir eða eitthvað það sem óhæfilegt er gagnvart hagsmun- um neytenda. Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upp- lýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og við- skiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspum...” ■ Auglýsingar Nokkur ákvæði um auglýsingar em í lögunum og er gert ráð fyrir að þriggja manna auglýs- inganefnd íjalli um auglýsingar á gmnni laganna. Ráðherra skipar í auglýsinganefnd og hefur Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, verið skipaður ásamt tveimur öðmm. Nefndin verður sam- keppnisráði til ráðgjafar og skal formaður hennar jafnframt eiga sæti í samkeppnisráði. Um auglýsingar em eftirfar- andi ákvæði: Jón Magnússon, formaður NH: Lögin eru almennt til bóta. Georg Ólafsson: Mjög verður litið til sjónarmiða neytenda. „Auglýsingar og aðrar við- skiptaaðferðir skulu ekki vera ósanngjamar gagnvart keppi- nautum eða neytendum vegna forms þeirra eða sökum þess að skírskotað er til óviðkomandi mála. Auglýsingar, sem höfða eiga til íslenskra neytenda, skulu vera á íslenskri tungu. Auglýs- ingar skulu þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða. Skulu þær skýrt aðgreindar ífá öðm efni fjölmiðla.” Hér er bann lagt við duldum auglýsingum, en óljóst er hvaða þýðingu ákvæðið hefur fyrir svonefiida kostun dagskrárefn- is. ■ Börn og auglýsingar Ennfremur segir um auglýsing- ar: „Auglýsingar skulu miðast við að böm sjái þær og heyri og mega þær á engan hátt mis- bjóða þeim. í auglýsingum verður að sýna sérstaka varkámi vegna trúgirni bama og unglinga og áhrifa á þau. Komi böm fram í auglýsing- um skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur böm komist í hættu eða geri það sem óheimilt er.” I kaflanum um óréttmæta viðskiptahætti er jafnframt að finna ákvæði um skyldu selj- anda til þess að leiðbeina um eiginleika vöru, notagildi, end- ingu og meðferð. í lögunum er ákvæði sem felur það í sér að óleyfilegt sé að bjóða lakari ábyrgðarskil- mála en kveðið er á um í lögum um lausaijárkaup, þar sem segir meðal annars að ábyrgðartími vegna galla skuli vera að lág- marki eitt ár og að neytanda Samkeppnisstofnun er œtlað að hafa eftirlit með gagnsœi markaðarins. íþví felst meðal annars að afla upplýsinga um verð. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1993

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.