Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2003, Qupperneq 5

Neytendablaðið - 01.04.2003, Qupperneq 5
Helstu baráttumál samtakanna 1953-1968 Helstu baráttumál Neytendasamtakanna fyrstu árin endurspegla að nokkru það viðskiptaumhverfi hafta og einokunar sem hér var við lýði fram undir 1960. í baráttunni fyrir rýmkun afgreiðslutímans í Reykjavík var við borgarstjórn að etja. Sú barátta átti eftir að verða lengri en menn grunaði. Önnur veigamikil barátta var háð vegna einokunar á landbúnaðar- afurðum. Skipti þar mestu áratuga viður- eign samtakanna við Grænmetisverslun landbúnaðarins. Sú verslun þverbraut reglugerðir um flokkun kartaflna og sendi ár eftir ár í verslanir kartöflur sem voru tæplega skepnufóður. Neytenda- samtökin kærðu Grænmetisverslunina fyrir þetta framferði og einnig kærðu samtökin Osta- og smjörsöluna fyrir að auðkenna allt smjör sem fyrirtækið sendi á markað sem gæðasmjör, þótt hvergi kæmi fram hvaðan smjörið kæmi, né hvort eða á hvaða forsendum það væri flokkað. Neytendasamtökin stóðu fjórum sinn- um í málaferlum fyrstu fimmtán árin. Þrisvar sóttu samtökin mál til dómstóla en í fyrsta tilfellinu var þeim stefnt. Það mál vakti langmesta athygli, enda próf- steinn á það hvort samtök af þessum toga ættu framtíð fyrir sér. Málið kom upp 1953, var nefnt Hvile-Vask málið og snerist um athugasemd samtakanna við auglýsingu á dönsku þvottaefni - „undra- efninu" Hvile-Vask. Innflytjandinn hafði keypt svohljóðandi auglýsingaherferð í útvarpinu: „Gerið þvottadaginn að hvíld- ardegi! Notið Hvile Vask." Þetta var fyrir daga sjálfvirkra þvottavéla og því von að fólk legði við eyrun. Þvottaefnið var efnagreint og niðurstaðan var sú að hér væri engin nýjung á ferðinni, heldur þvottaefni með óvenjumikið bleikiefni sem veldur hraðari slitum á þvottinum. Neytendasamtökin sendu nú frá sér fréttatilkynningu þar sem greint var frá niðurstöðum. Sala á þvottaefninu lagðist nánast af en innflytjandinn krafðist þess að samtökin drægju fréttatilkynninguna til baka. Þvívarekki sinntogvarsamtökun- um þá stefnt. Neytendasamtökin töpuðu málinu fyrir sjó- og verslunardómi vorið 1957, en áfrýjuðu þvítil Hæstaréttar, söfn- uðu ítarlegri gögnum um þvottaefnið og unnu málið fyrir Hæstarétti 1959. Þessi málaferli voru talsverð þolraun fyrir sam- tökin en auk þess mikilvægur prófsteinn á afstöðu dómstóla tll neytendaverndar. Þrátt fyrir stóru málin snerist starfsemi samtakanna ekki síður um dagleg úr- lausnarefni, svo sem lögfræðiaðstoðina en hún leysti vanda margra neytenda í deilum við seljendur án þess að til mála- ferla þyrfti að koma. Þannig minntu sam- tökin á sig og urðu þekktari með hverju árinu. Æ oftar bar Neytendasamtökin á góma ef menn töldu sig misrétti beitta. Vægi samtakanna jókst í vitund neyt- enda og félagsmönnum fjölgaði ár frá ári. Þeir voru orðnir um tvö þúsund árið 1956 og ríflega fjögur þúsund í ársbyrjun 1967. Skipulögð var félagaöflun á lands- byggðinni og fjölgaði félagsmönnum í sjö þúsund. Hallarbyltingin, sögulegur aðalfundur 1968 Þegar kom fram á árið 1968 hafði Sveinn Ásgeirsson verið formaður og fram- kvæmdastjóri samtakanna frá stofnun eða í 15 ár. Auk þess hafði hann verið ritstjóri Neytendablaðins. En nú voru breytingar í aðsigi. Sveinn bar sjálfur lengst af hita og þunga af starfinu án telj- andi afskipta stjórnarinnar. Á starfsárinu 1967-68 hafði hins vegar komið fram að stjórnarmenn vildu hafa meiri afskipti af málum samtakanna. Sögulegasti aðalfundur Neytendasamtak- anna var síðan haldinn 29. júlí 1968. Á fundinn fjölmennti fólk, einkum sósíalist- ar og jafnaðarmenn. Ýmislegt bendir til að Sveinn hafi sjálfur viljað róttækar breytingar á stjórn samtakanna. Við stjórnarkjör var kjörin ný stjórn að því undanskildu að Sveinn náði kjöri og stjórnin kaus hann formann. Deilur risu nú niilli hinnar nýju stjórnar og fráfarandi stjórnar en Sveinn varð ósáttur við nýju stjórnina. Rúmum mánuði eftir aðalfund- inn vék stjórnin Sveini frá sem formanni og Sveinn hætti þar með afskiptum af neytendamálum. Deilan um Neytendasamtökin 1968 minna á pólitíska virkni ungra vinstri- manna á þessum árum. Sveinn var sjálf- stæðismaður en hógvær í skoðunum og alls enginn málsvari heildsala. Morgun- blaðið dró því taum hans í hinum miklu blaðaskrifum um málið og leit á Neyt- endasamtökin sem róttæklingahreiður. Samtökin urðu fyrir umtalsverðum álits- hnekki meðal almennings og misstu í kjölfarið helming félaga sinna. Auk þess varð deilan persónulegt áfall fyrir Svein. Á hinn bóginn má færa sterk rök að því að samtökin hafi þarfnast uppstokkunar, sérhæfðari stjórnunar fleiri einstaklinga og ólíkra sjónarmiða, ef þau áttu að þró- ast yfir í öflug fjöldasamtök. Fyrsta árið eftir hallarbyltinguna var um margt erfitt fyrir Neytendasamtökin. Við formennsku tók Hjalti Þórðarson frá Selfossi og gegndi formennsku fram að næsta aðalfundi. Helsti fulltrúi róttækra vinstri manna í nýju stjórninni var Gísli Gunnarsson sem var ritari samtakanna. Ólíkt því sem áður hafði ætíð tíðkast var nú enginn sjálfstæðismaður í stjórn samtakanna. Gísli kom mikið að stjórn- un samtakanna fram til 1972 og var auk þess ritstjóri Neytendablaðsins 1968-72. Efnisval og efnistök breyttust nokkuð með ritstjórn hans, hann sendi okrurum tóninn, tortryggði mjög auglýsingar og vildi styrkja íslenskan iðnað með því að banna sjónvarpsauglýsingar. Hvað sem þeim skoðunum líður var Gísli um margt góður og hugmyndaríkur ritstjóri. Blaðið var í ódýru broti, kom út þrisvar á ári, var efnismikið og yfirleitt á léttum nótum. Það tók á nýjum málum, svo sem afborgunarskilmálum, og ritstjórinn vann viðamiklar kannanir og vandaðar úttektir á ýmsum vörutegundum. Þjóðstjórnin, sögulegar sættir Árið 1969 varstjórnin nánastorðin óstarf- hæf sökum áhugaleysis og ágreinings og margir vildu hætta stjórnarþátttöku. Síðla hausts 1969 kaus aðalfundur nýja stjórn. Aðeins tveir úr fyrri stjórn sátu áfram, þeir Gísli og Hjalti, en hinn síðar- nefndi hætti sem formaður. Óttar Yngva- son, síðar forstjóri Utflutningsmiðstöðv- arinnar, varð nú formaður samtakanna og gegndi formennsku til 1973. Litið var á hann sem fulltrúa Alþýðuflokksins en þeir Bjarni Helgason jarðeðlisfræðingur og Höskuldur Jónsson, síðar ráðuneyt- isstjóri og nú forstjóri ÁTVR, voru full- trúar sjálfstæðismanna. Gísli var áfram ritari og ritstjóri Neytendablaðsins. Þeir Óttar, Gísli og Bjarni mynduðu nokkurs konar framkvæmdaráð þótt þeir Gísli og Bjarni kæmu mest að starfi og stefnu- mótun samtakanna á þessum árum. Var samstarf þeirra mjög gott þótt ekki væru þeir alltaf sammála. Samtökin tóku því að rétta úr kútnum í árslok 1969, festa komst á stjórn þeirra og Morgunblaðið tók samtökin í sátt, sem var afar mikil- vægt á þessum áhrifatímum dagblað- anna. Félagsmönnum samtakanna fjölg- aði nú jafnt og þétt og voru komnir í um fimm þúsund á árinu 1972. NEYTENDABLAÐIÐ 1.TBL. 2003 5

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.