Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 30

Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 30
siÍÉÍÍIllillÍlÍill *'v ■ Neytenda- ■ samtökin á W tímQmntum Knýjandi verkefni - en vandmeðfarin Á fimmtíu ára afmæli Neytendasamtak- anna má greina margt í starfsumhverfi þeirra sem hvetur til hvassari baráttu. Takmarkaður áhugi stjórnmálaflokk- anna á neytendamálum, viss stefnu- kreppa þeirra tengd ótta við að styggja einhverja kjósendur og hagsmunagæsla ráðuneyta fyrir framleiðendur veldur sínu um það. En lítum fyrst á hvern- ig síðasta þing samtakanna, haldið í september síðastliðnum, greindi ferns konar vanda sem þau standa frammi fyrir í samþykkt um stefnumótun í neyt- endamálum. 1. Dregið hefur úr virkri samkeppni á neytendamarkaði, sérstaklega á matvöru- markaðnum. 2. Landbúnaðarstefna stjórnvalda veld- ur því m.a. að íslenskir neytendur verða að una við dýrustu matvöru í Evrópu. 3. íslenskir neytendur búa við dýrustu bankaþjónustu í okkar heimshluta. 4. Dregið hefur úr samkeppni á trygg- ingamarkaðnum og tryggingar heimil- anna hafa hækkað mikið. 5 Fákeppni í sölu á bensíni og olíu gerir það að verkum að olíufélögin geta skammtað sér hagnað að vild. Hvað skyldi þingið hafa samþykkt um aðgerðir til að bæta úr þessu? Það má lesa í heild á vefsíðum Neytendasamtak- anna en þetta var meðal annars sagt um aðgerðir: „Neytendasamtökin eru ekki hlynnt föstum styrkjum til einstakra atvinnugreina. Slíkar styrkveitingar skekkja verðlagogýta undiróhagkvæmni. ...Neytendasamtökin ætlast til þess að þegar verði aflétt innflutningshömlum á öllum matvælum, þ. á m. landbúnaðarvör- um." Um virka samkeppni og verkefni Samkeppnisstofnunar er fjallað í lengra máli en hér er unnt að rekja. Tvígreiddar landbúnadarafurdir Víkjum fyrst að landbúnaðarstefnu stjórn- valda. Hún er rótgróin og haggast ekki. Þótt í orði sé stefnan sú að einstakar atvinnugreinar skuli ekki fá ríkisstyrki og innflutningstollar skuli hverfa tfðkast háir ríkisstyrkirtil þeirra sem stunda sauð- fjár- og nautgriparækt. Framlögin nema samkvæmt fjárlögum 2003 næstum sjö milljörðum króna í kindakjöt og mjólk. Frá neytendasjónarmiði gæti þetta virst vitræn ráðstöfun ef sár skortur væri á þessum vörum eða ef þjóðin hefði beðið um að kindakjöt og mjólkurafurðir væri boðið allt að því ókeypis á markaði, svo há er upphæðin. í raun eru þessar vörur hins vegar offramleiddar og ásamt grænmeti, sem fær 280 milljónir úr ríkis- sjóði í ár, valda þær mestu um það hve matarkörfurnar reynast miklu dýrari hér en annars staðar á Norðurlöndum þegar verðkannanir eru gerðar. Ekki nóg með það, heldur má álykta af fréttum af kjara- þróun í landinu að sauðfjárbændur fylli flokk fátæklinga og kúabændur séu ekki alltofvel haldnir. Ferekki að verða óhætt fyrir stjórnmálaflokka sem ætla sér það hlutverk að gæta almannahagsmuna að taka undir kröfurnar sem settar voru fram á síðasta þingi Neytendasamtak- anna? Svo verð afurðanna - sem styrkir renna til - haldi ekki áfram að hækka meðalverð matvælanna og koma fleiri bændum á vonarvöl! í dæmi sem þessu felst að neytend- ur greiða vörurnar tvisvar, fyrst sem skattgreiðendur í ríkiskassann og svo við búðarkassann. Cóð rök og föst tök Neytendasamtakanna á þessu máli eru þeim mun nauðsynlegri sem vanmáttur stjórnmálaflokkanna verður Ijósari. Á þeim bæjum er talið varasamt að hreyfa við því sem gæti styggt einhver atkvæði og almannahagsmunir því iðulega látn- ir lönd og leið eins og dæmin sanna. Það verður að teljast tímabært að segja umbúðalaust að ekki verði lengur unað við að sjö milljarðar renni ár hvert úr að- þrengdum ríkissjóði til framleiðenda mat- vöru sem offramboð er á. Og hver ætlar að réttlæta það að skattgreiðendur borgi 560 milljónir til rekstrar hagsmunasam- taka þeirra samkvæmt samningi á grunni 30 NEYTENDABLAÐIÐ 1. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.