Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 17
Samanburður á orkudrykkjum, kóki og vatni. ! m o m B s v| 1 W i s CMBI jjJÉ V Tegund: Coca Cola Magic Blue Pig Egils Orka Faxe Kondi Red Devil Perfect Carbo Power Vatn Verð: 179 kr./l 620 kr./l 596 kr./l 230 kr./l 179 kr./l 196 kr./l 418 kr./l 0 kr./l Verslun: Nóatún Hagkaup Hagkaup Hagkaup Hagkaup Bónus Hagkaup næsti krani Magn kolvetnis á 100 g: 11 sykur 11 a.m.l. sykur 10,9 a.m.l. sykur 12,5 a.m.l. sykur 10 a.m.l. sykur 15 sykur 20 einfaldar og flóknar sykrur 0 enginn sykur Orka pr. 100g: 45 kcal 40 kcal 45 kcal 50 kcal 41 kcal 62 kcal 80 kcal 0 kcal Örvandi efni: koffín koffín koffín ginseng gvarana koffín ginseng gvarana koffín koffín te engin örvandi efni Lofað á umbúðum: Engin orkuloforð „Energy kick“ „Power your body“ „Recovery" „Original orkudrykkur" „Work smarter - play harder - unleash the pig“ „Kraftmikill orkudrykkur" „Med druesukker" (Dæmdur óhæfursem orkudrykkur í könnun dönsku Neytenda- samtakanna). „Energy drink" „Higly vitalizing" „When you need the maximum - physi- cally and mentally." „High energy" „Frískandi orkudrykkur" Engin loforð. Ráðlagt af þjálfurum til að viðhalda vökvajafn- vægi. Heimþekkt gæðavara. Sífellt fleiri fá ofnæmi af völdum snyrtivara Samkvæmt grein í danska blaðinu Jyllands-Posten eru margir Danir með ofnæmi fyrir algengum rotvarnarefnum í snyrtivörum. Viðamikil könnun í 16 rannsóknarmiðstöðvum í Evrópu sýnir að undanfarin ár hefur orðið uggvæn- leg aukning í ofnæmiseinkennum eins og kláða, bólgu og exemi af völdum rotvarnarefnisins „Methyldibromo Cluta- ronitil" eða MG. Danska umhverfisstof- nunin ráðleggur ofnæmissjúklingum að forðast vörur sem innihalda þetta efni. Jeanne Duus er yfirmaður rannsóknar- deildar Amtsjúkrahússins í Gentofte. Hún segir að þeim hafi fjölgað verulega síðustu ár sem fá ofnæmi af MG og sé meira en af nokkru öðru rotvarnarefni í snyrtivörum. „Það hafa verið vandamál með önnur rotvarnarefni en aldrei neitt í líkingu við þetta," segir Jeanne Duus og bætir við: „Bara í ár höfum við séð fjöldamörg slæm ofnæmistilfelli hjá fólki sem annars er heilbrigt og hefur ekki flokkast undir ofnæmissjúklinga. Þá erum við að tala um ofnæmisviðbrögð í andliti með ból- gum í kringum augun sem og exem á höndum. Við erum ekki vön að sjá svona mikil ofnæmiseinkenni út af snyrtivörum. Sumir sjúklinganna hafa jafnvel þurft að vera frá vinnu svo vikum skiptir." Það er ekki þrautalaust fyrir neytendur að fylgjast með öllum þeim aragrúa efna sem talin eru vera skaðleg. Það er þó bót í máli að samkvæmt lögum er skylt að hafa innihaldslýsingu á öllum snyrtivörum. Ofnæmissjúklingum er ráðlagt að forðast vörur með MG auk þess sem ýmis ilm- og litarefni eru oft talin ofnæmisvaldandi. NEYTENDABLAOIÐ 1.18L. 2003 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.