Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 12
Davíð Oddsson: Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir virkri samkeppni á matvörumarkaði eins og öðrum sviðum atvinnulífsins. Halldór Ásgrímsson: Með lögum um samkeppni og neytendavernd annars vegar og með lögum um skatta fyrir- tækja hins vegar getur hið opinbera haft áhrif þannig að vöruverð lækki. Steingrímur J. Sigfússon: Við styðjum eindregið að Neytendasamtökunum séu lagðir til auknir fjármunir til að sinna sinni mikilvægu þjónustu. Formenn stjórnmálaflokkanna taka allir í megindráttum undir þrjár meginkröf- ur sem Neytendasamtökin settu fram á þingi sínu síðastliðið haust um evrópskt verð á vörum og þjónustu, að fjármála- viðskipti verði sett á frjálsan markað og að komið verði á virkri samkeppni á mat- vörumarkaði. Þetta kemur fram í svörum formannanna við nokkrum spurningum um hagsmuni neytenda sem Neytenda- hlaðið lagði fyrir þá í tilefni kosninganna til alþingis í maí. Flokkarnir segjast vilja stuðla að því að neytendum bjóðist sem hagstæðast verð á vörum og þjónustu og eru samdóma um að tryggja beri virka samkeppni á matvörumarkaði. Guðjón A. Kristjánsson: Sanngjarnt væri að hið opinbera greiddi þrjá fjórðu kostnaðar samtakanna vegna hinnar mik- ilvægu starfsemi þeirra í þágu alþjóðar. Össur Skarphéðinsson: Það er mikilvægt að embætti umboðsmanns neytenda verði sett á stofn og er það stór þáttur í að efla neytendavernd á íslandi. Formenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð, Frjálslynda flokksins og Sam- fylkingarinnar telja allir að ríkinu beri að greiða stærri hluta kostnaðar vegna rekstrar leiðbeininga- og kvörtunarþjón- ustu. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur að ríkinu beri að greiða þrjá fjórðu hluta þessa kostn- aðar. Steingrímur ). Sigfússon, formaður VG, segist styðja það eindregið að Neyt- endasamtökin fái aukna fjármuni til að sinna þessari þjónustu. ÖssurSkarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkur hans muni beita sér fyrir því að þátttaka ríkisins verði aukin verulega í rekstri og uppbyggingu Neytendasam- takanna. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir Neytenda- samtökin hins vegar geta nokkuð vel unað við framlagið frá ríkinu en það sé stefna fiokksins að auka enn framlög til neytendaverndar á næsta kjörtímabili. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, gefur ekki afdráttarlaust svar um hvort auka eigi fjárframlög ríkisins en telur að styðja beri við þá þróun að neytendur geti leitað réttar síns hjá úr- skurðarnefndum. Svör formannanna við spurningunni um hvort setja eigi á fót embætti umboðs- manns neytenda skiptast í tvö horn og af þeim má marka að forystumenn stjórnarandstöðunnar eru mun jákvæð- ari í garð hugmyndarinnar. Steingrímur J. Sigfússon segist opinn fyrir því að ræða stofnun slíks embættis en Guðjón A. Kristjánsson og Össur Skarphéðinsson svara spurningunni afdráttarlaust játandi. Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson segja flokka sína ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort stofna eigi slíkt embætti. Neytendablaðið spurði ífjórða lagi um af- stöðu flokkanna til þriggja lagafrumvarpa sem Neytendasamtökin hafa lagtáherslu á að verði að lögum. Um er að ræða frum- vörp til laga um greiðsluaðlögun, ábyrgðar- menn og innheimtustarfsemi. í svörum formannanna birtast enn nokkuð skýr skil milli stjórnarflokkanna og stjórnar- andstöðunnar. Guðjón segir öll málin áhugaverð. Steingrímurteluröll viðfangs- efnin áhugaverð og segir VG styðja inni- hald þeirra að miklu leyti. Össur segir Samfylkinguna munu beita sér fyrir því að frumvörpin verði að lögum. Halldór vitnar í samþykkt flokksþings þar sem segir að setja skuli lög um innheimtu- starfsemi sem tryggi að þóknun vegna innheimtuaðgerða sé sanngjörn. Davíð vísar hins vegar til þess að um sé að ræða stjórnarandstöðufrumvörp og að ekki sé þingmeirihluti fyrir þeim nú. Spurningar Neytendablaðsins til for- manna stjórnmálaflokkanna fara hér á eftir. Svörum formannanna við hverri spurningu er raðað í stafrófsröð eftir heiti flokkanna. 12 NEYTENDABLAÐIÐ 1 1BL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.