Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 25
sem notar veraldarvefinn að staðaldri en samt í hófi má setja upp samanburðartöflu.
Fjölskyldan sækir sér fréttir og fróðleik af vefnum, athugar sjónvarpsdagskrá, athugar
hvað er í bíó, skoðar veður og færð, flettir upp í símaskrá og þjóðskrá, notar banka-
þjónustu á netinu og á regluleg samskipti við vini og kunningja með tölvupósti. Þær
forsendur sem við gefum okkur er að viðkomandi fjölskylda noti vefinn í um 3 tíma á
dag á virkum dögum og 5 tíma á dag um helgar, samtals 105 klst. á mánuði.
56K- mótald ISDN 64 ADSL 256’
Bandvfdd 46 kb 64 kb 256 kb
Timi sem tekur að sækja 300K2 60 sek. 38 sek. 10 sek.
Mánaðarleg áskriftargjöld - kr. 1.000 1.500 4.500
Notkunargjöld3 - kr. 8.600 8.600 0
Heildarkostnaður á mánuði - kr. 9.600 10.100 4.500
' ADSL 256 - 500 MB gagnamagn innifalið.
2 Dæmi um www.mbl.is.
3 Miðast við: 105 klst. notkun á mánuði, hringt inn 4 sinnum á dag, sótt gagnamagn 500 MB.
Verð sótt á vefsíður síma- og netfyrirtækja í janúar 2003 - Grunngjald af símalínu ekki innifalið.
Þegar verð er borið saman á þessum þremur leiðum sést að ADSL-tengingin er lang-
hagkvæmasti kosturinn ef netið er notað að ráði en minnt skal á að víða er hægt að
fá 56K-upphringisamband ókeypis. Íslandssími býður t.d. 70 klst. notkun á mánuði
fyrir kr. 2.500.
ADSL-tengingar
Margar netveitur bjóða ADSL-áskrift. Landssíminn er að byggja upp dreifikerfi í helstu
þéttbýliskjörnum og Islandssími á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þó nokkur
munur er á því hvað er innifalið í mánaðargjaldinu. í flestöllum tilboðunum er tiltekið
gagnamagn innifalið, og venjulega aðeins mælt það sem sótt er frá útlöndum, sem
sagt: Innanlandsumferð er ókeypis. í þessari töflu er skoðað verðlag hjá nokkrum net-
veitum. Mun fleiri eru á markaðnum.
Netþjónusta Bandvidd - niðurhleðsluhraði Innifalið1 gagnamagn Verð á umfram gagnamagni Mánaðargjöld2
Síminn - Internet 256 kb 100 MB 2,5 kr/MB kr. 3.820
Síminn - Internet 256 kb 500 MB 2,5 kr/MB kr. 4.700
Siminn - Internet 512 kb 500 MB 2,5 kr/MB kr. 5.700
Síminn - Breiðband 512 kb3 100 MB 2,5 kr/MB kr. 2.920
Hringiðan ehf. 256 kb 400 MB 2,3 kr/MB kr. 4.540
Hringiðan ehf. 512 kb 400 MB 2,3 kr/MB kr. 5.540
Hringiðan ehf. 512 kb 600 MB 2,3 kr/MB kr. 6.140
Íslandssími hf. 256 kb 100 MB4 2,49 kr/MB kr. 2.900
Íslandssími hf. 512 kb 500 MB 2,49 kr/MB kr. 6.100
Íslandssími hf. 512 kb 100 MB 2,49 kr/MB kr. 3.7505
Íslandssími hf. 512 kb 500 MB 2,49 kr/MB kr. 4.6005
Margmiðlun hf. 256 kb 100 MB 4,0 kr/MB kr. 2.900
Margmiðlun hf. 512 kb 100 MB 4,0 kr/MB kr. 3.900
Margmiðlun hf. 512 kb 500 MB 3,0 kr/MB kr. 5.400
Tal-lnternet 256 kb 100 MB 4,0 kr/MB kr. 2.990
Tal-lnternet 512 kb 500 MB 2,5 kr/MB kr. 5.500
1 Aðeins er mælt niðurhal frá útlöndum (sjá undantekningu 14)
2 Innifalið I þessum tölum er ADSL-gjald símafyrirtækjanna.
3 Hraðinn er allt ad 512 kb - getur minnkað með álagi á kerfinu.
4 Gagnaflutningur er mældur innanlands i þessu tilfelli.
5 Miðað við 12 mánaða áskrift í ADSL II. Marteinn Njálsson skrifar
Framtíðin í nettengingum
Þróunin í háhraðatengingum við ver-
aldarvefinn hefur verið hröð síðustu
árin og allar líkur eru á því að neyt-
endur geti valið um mun fjölbreytt-
ari möguleika á næstunni. Hvað
varðar tengingar um símalínur þá er
takmarkað hve langdræg slík tækni
getur orðið en sífelit er verið að
auka gagnaflutningshraðann. Ýmis
háhraðasambönd eru nú að koma
á markaðinn, svo sem SDSL, VDSL
og SHDSL, og fylgir þá ýmis þjón-
usta sem krefst mikillar bandvídd-
ar. Einnig munu örbylgjusambönd
verða almennari og tækni eins og
GPRS-símar,þriðjukynslóðar-farsím-
ar og IEE802.11 -staðallinn tengja not-
endur við veraldarvefinn. Nú þegar
eru rekin þráðlaus borgarnet erlend-
is og farsíminn og lófatölvan eru að
renna saman í eitt. Við gætum meira
segja átt von á að þéttriðið net gervi-
hnatta á lágum sporbaug sjái okkur
í framtíðinni fyrir þráðlausu netsam-
bandi hvar sem er.
Leiðrétting vegna
greinar um húðmjólk
Mistök urðu í síðasta Neytendablaði
þar sem fjallað var um könnun sem
Gron information í Danmörku hafði
gert á 17 tegundum af húðmjólk.
Bent var á hliðarverkanir sem húð-
mjólkin getur haft vegna hormóna-
raskandi efna. í blaðinu voru sérstak-
lega tilgreindar sex vörutegundir,
Cosmea Hudlotion, Dr. Hauscha Rosen
Balsam, Mini Risk Body Lotion, Plasair
Liposome Bodylotion, Urtekrem
Chamomile Body Lotion og Weleda
Malve Bodylotion. Við sögðum að
Gron information gæti ekki mælt með
þessum vörutegundum vegna um-
hverfisáhrifa þeirra. Þar varð okkur
illilega á því þetta eru einmitt þær sex
tegundir sem hægt er að mæla með
vegna þessa. Neytendablaðið biður
framleiðendur og seljendur þessara
vara og lesendur blaðsins velvirðingar
á þessum leiðu mistökum.
NEVTENBABLAfll61.TBl.2003 2 5