Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2003, Page 6

Neytendablaðið - 01.04.2003, Page 6
Aftur sígur á ógæfuhlid GísliGunnarssonstarfaði meirafyrirNeyt- endasamtökin og kom meira að stefnu- mótun þeirra á þessum árum en nokkur annar. Því urðu óneitanlega nokkur kafla- skil þegar hann hætti störfum á árinu 1972. Við brottför hans voru ráðnir þrír menn íhlutastarfvið ritstjórn hjásamtök- unum og voru þá á tímabili fimm menn í starfi við skrifstofu samtakanna. Ekki náð- istað skipuleggja starfiðog verkaskipting- una sem skyldi og því ákvað stjórnin að segja upp öllu starfsfólki nema Áslaugu Káradóttur sem hafði verið burðarásinn í skrifstofuhaldinu í fjögur ár. Henni lík- uðu hins vegar ekki aðfarirnar og sagði sjálf upp. Haustið 1973 voru samtökin aftur komin í umtalsverð vandræði, hvað varðar stjórnun, starf og fjárhag. Bjarni Helgason sem hafði verið varaformaður samtakanna frá 1971 tók við formennsku 1973 og gegndi embættinu til 1975. Þá tók við formennsku Sigurður G. Kristins- son og var formaður eitt ár. Nú varð að leggja áherslu á sparnað, niðurskurð og skuldagreiðslur. Á þessum aðhaldsárum, 1973-76, varöll starfsemi Neytendasam- takanna skorin niður. Útgáfustarfsemi var í lágmarki eins og önnur starfsemi. Samtökin náðu loks því mikilvæga markmiði að greiða skuldir sínar en það hafði kostað þau þúsundir félagsmanna og voru þeir aðeins 1.500 í lok áttunda áratugarins. Aftur upp á viö Árið 1976 varð Reynir Ármannsson for- maður Neytendasamtakanna og gegndi hann formennsku til 1982. Reynir var um margt prýðilegur forystumaður, yfirveg- aður, raunsær og gætinn. Honum tókst það erfiða verkefni að koma aftur festu á stjórnun samtakanna og snúa þeim aftur tii sóknar, hægt og bítandi, án þess að fjármálin færu úr böndunum. Nú var ráðinn starfsmaður á skrifstofuna í fulit starf. Útgáfutíðni Neytendablaðsins var aukin og gefin út tvö tölublöð árlega á árunum 1982-1984. Á árunum 1985 og 1986 kom aðeins út eitt blað en tölublöð- um fjölgaði aftur. Þau urðu tvö 1987, þrjú árið 1988 en hafa verið fjögur og stund- um fimm á ári frá 1989. Reynir gerði sér grein fyrir því að Neyt- endasamtökin væru ekki og yrðu líklega aldrei ópólitísk. Þau væru hins vegar þverpólitísk og því skipti mestu að kom- ast hjá illvígum pólitískum deilum með því að forðast öfgar og ræða opinskátt um ágreiningsmál. Þetta tókst í öllum meginatriðum í stjórnartíð hans, enda Reynir sjálfur öfgalaus, hógvær og víð- sýnn með mikla reynslu af félagsmálum. Reynir lést 4. desember 2002. Af stórum málum Neytendasamtakanna í stjórnartíð Reynis má einkum nefna þrjú mál: ítómatamálinu börðustsamtök- in fyrir því að Sölufélag garðyrkjumanna hætti að fleygja á haugana umframfram- leiðslu tómata yfir há-uppskerutímann til að koma í veg fyrir verðlækkun þegar framboðið var mest. Þetta tókst með góðri aðstoð DV sem birti fréttir og myndir af þessari ógeðfelldu sóun. Neytendasamtökin komu einnig mjög við sögu í svonefndu lagmetismáli. Neyt- andi kvartaði vegna galla á niðursoðnum sjólaxi. Við nánari athugun kom í Ijós að mikið var um gallað og jafnvel skemmt lagmeti sem framleitt var hér á landi og fékkst umtalsverð úrbót í þeim mál- um í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld. Loks má nefna mjólkurmálið, en á ár- inu 1981 hafði Mjólkursamsalan notast við bilað gerilsneyðingartæki í nokkurn tíma með þeim afleiðingum að mjólkin hafði ekkert geymsluþol. Vegna baráttu samtakanna skipaði þáverandi heilbrigð- isráðherra nefnd sem kom með ýmsar mikilvægar úrbótatillögur. Þá má geta þess að samtökunum var stefnt þegar þau leyfðu sér að vara við auglýsingu um litasjónvörp. Málið minnti á Hvile- Vask-málið en Neytendasamtökin unnu nú málaferlin bæði í undirrétti og Hæsta- rétti. Að vísu voru ummæli í tilkynningu Neytendasamtakanna um að hér hefði verið um „lævísa brellu" að ræða talin ótilhlýðileg og dæmd ómerk og samtök- unum gert að borga óverulega sékt, en meginsjónarmið samtakanna vann sigur. Samtökin færa út kvfarnar Mikilvægustu breytingar á uppbyggingu og félagsstarfi Neytendasamtakanna hófust í stjórnartíð Reynis. Þá voru stofnuð neytendafélög víðsvegar um landið. Strangt tekið voru Neytendasam- tökin stofnuð upphaflega sem Neytenda- félag Reykjavíkur. Málsvarar samtakanna fengu oft að heyra það frá alþingismönn- um og öðrum ráðamönnum að hér væri því um að ræða hagsmunafélag sem væri bundið við höfuðborgarsvæðið. Það var því afar mikilvægt, bæði fyrir ímynd samtakanna út á við og alla félagslega uppbyggingu þeirra, að hefja stofnun neytendafélaga á landsbyggðinni. Þessi þróun hófst með stofnun öflugs félags í Borgarnesi á árinu 1978. Helsti drifkraftur- inn þar var mjólkurfræðingurinn Jóhannes Gunnarsson en hann átti heldur betur eftir að koma við sögu Neytendasamtakanna. í kjölfar þessa voru stofnuð neytendafélög á Akranesi, Blönduósi, Egilsstöðum, Eski- firði, Fáskrúðsfirði, Grundarfirði, Hólma- vík, Húsavík, Höfn, höfuðborgarsvæðinu, ísafirði, Neskaupstað, Patreksfirði, Reyðar- firði, Sauðárkróki, Selfossi, Seyðisfirði, Stykkishólmi og á Suðurnesjum. Lögum Neytendasamtakanna var síðan breytt þannig að öll þessi félög mynduðu Neyt- endasamtökin, landssamtök neytendafé- laga. Neytendafélögin byggðust að öllu leyti á sjálfboðastarfi sem erfitt reyndist að halda uppi og lognuðust þau út af eitt af öðru. Nú byggjast Neytendasamtökin á einstaklingsaðild neytenda af öllu land- inu. Grænmetisverslunin og aukið frjálsræði Eftir því sem leið á áttunda áratuginn fjölgaði ungu og áhugasömu fólki í sam- tökunum. Að öðrum ólöstuðum munaði þar mest um tvo einstaklinga, Jón Magn- ússon lögmann og Jóhannes Gunnarsson mjólkurfræðing. Jón Magnússon hefur unnið mikið starf á vegum Neytenda- samtakanna frá 1978. Hann settist þá í stjórn samtakanna, var formaður þeirra 1982-84, sat aftur í stjórn 1988-90 og 1996-98 og var þá jafnframt varaformað- ur og var formaður Neytendafélags höf- uðborgarsvæðisins. Jón varð formaður Neytendasamtakanna vorið 1984 þegar enn eitt kartöflumálið kom upp. Þá reyndi Grænmetisverslunin að dreifa innfluttum finnskum kartöflum sem voru að stórum hlutaóhæfartil mann- eldis. Neytendasamtökin stóðu þá fyrir undirskriftasöfnun þar sem farið var fram á rannsókn á innflutningi, dreifingu og sölu Grænmetisverslunarinnar á finnsku kartöflunum og jafnframt var skorað á yfirvöld að gefa frjálsan innflutning á kartöflum og öðru grænmeti. Undirskrifta- listarnir lágu frammi í verslunum frá því á hádegi á föstudegi og fram á mánudag og skrifuðu tuttugu þúsund manns á þá á þessum skamma tíma. Skömmu síðar voru samþykkt ný búvörulög en þá var Græn- metisverslunin lögð niður og grænmetis- innflutningur gefinn frjáls. Alræmdasta einokunarfyrirtæki aldarinnar og helsti deiluaðili Neytendasamtakanna frá stofn- un þeirra var þar með úr sögunni. 6 NEYTENOABLAÐIÐ 1.TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.